Daily Archives: 30/01/2015

Nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar

Nýi bæjarstjórinn okkar, Gunnar I. Birgisson, er kominn til starfa. Hann flutti í íbúðina uppi í Prentsmiðjuhúsinu gamla í fyrradag, ásamt eiginkonu sinni. Veri þau hjartanlega velkomin í Fjallabyggð. Mynd: Skjáskot út fréttatíma RÚV 28. janúar. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga

„Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi.“ Þetta sagði í frétt á Vísi.is 27. janúar. Sjá nánar þar. Mynd: Skjáskot úr fréttatíma Stöðvar 2. Texti: Vísir.is / Sigurður…

Skíðað frá toppi og niður að sjó

„Fjallaskíðun hefur verið að ryðja sér til rúms sem spennandi kostur í fjallamennsku Íslendinga. Á Siglufirði hefur skíðaíþróttin ávallt verið fyrirferðarmikil, en þar eru afbragðs aðstæður fyrir fjallaskíðafólk. Í fyrra var haldið sérstakt fjallaskíðamót á vegum Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborgar, og verður leikurinn endurtekinn í ár.“ Þetta má lesa í Fréttatímanum í dag, á bls. 36….

Bærinn hreinsaður

Það hefur verið nóg að gera hjá þeim sem reglulega losa okkur við snjóhrauka hér og þar um bæinn og er aðdáunarvert að sjá hversu faglega er að öllu staðið. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin efst á Túngötunni á fjórða tímanum í dag og voru moksturtækin reyndar þrjú að störfum, eitt nokkru ofar, en öll í…

Eins og veðurguðir lesi handritið

„Í liðinni viku tóku kvikmyndagerðarmenn að safnast saman í snjóþungum Siglufirði og hófu þar tökur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Áður munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Studios, eru tökudagar um 85. Gerðir verða tíu tæplega…

Dr. Páll Ragnar Karlsson

Á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri er áhugavert viðtal við dr. Pál Ragnar Karlsson. Foreldrar hans eru Karl Eskil Pálsson, fréttamaður, og kona hans, Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir, hárgreiðslumeistari. Páll er fæddur og uppalinn á Siglufirði, bjó hér til þrettán ára aldurs. Hann varði árið 2013 doktorsritgerð sína í læknisfræði, nánar tiltekið við dönsku verkjarannsóknamiðstöðina, deild klínískrar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]