Daily Archives: 21/12/2014

Akstur Strætó yfir jól og áramót

Áætlunarferðir Strætó yfir jól og áramót verða sem hér segir: ·      Þorláksmessa, ekið samkvæmt áætlun. ·      Aðfangadagur, ekið samkvæmt laugardagsáætlun, vagnarnir hætta akstri upp úr kl. 14.00 (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig í leiðabók á Strætó.is). ·      Jóladagur,  enginn akstur. ·      Annar í jólum, ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. ·      Gamlársdagur, ekið samkvæmt laugardagsáætlun, vagnarnir…

Snjóflóðahætta

Varað er við snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi. Vegurinn um Siglufjarðarveg er lokaður. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Miklum snjó kyngdi niður í dag á utanverðum Tröllaskaga og var hann blautur. Mynd: Vegagerðin. Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | [email protected]

Gáttaþefur er sá ellefti

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn. Hann er með gríðarstórt nef og finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll. Þá trítlar hann til bæja, enda veikur fyrir lyktinni, og stingur hausnum inn um gættina til að drekka hana í sig. Ellefti var Gáttaþefur, – aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]