Daily Archives: 19/12/2014

Nú er það bjúgnakrækir

Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn og afskaplega fimur. Hann vatt sér upp í rjáfrin þar sem bjúgu héngu á eldhúsbitum, sat svo þar og gæddi sér á þeim. Eins og aðrir jólasveinar hefur hann þurft að sætta sig við breyttar aðstæður samfara minnkandi bjúgnagerð á heimilunum, en hefur sínar aðferðir til að verða sér úti um…

Ríplarnir sanna gildi sitt

Snjóflóð féll á Siglufirði í síðustu viku, sem stöðvaðist á varnargarði fyrir ofan bæinn. Hefði hann ekki verið þar, hefði flóðið líklega náð að efstu húsum í bænum. Flóðið féll líklegast þann 12. desember en varnargarðurinn er ofan Hávegar. Íbúar þar sem fréttastofa hefur rætt við urðu ekki varir við snjóflóðið að nokkru leyti og…

Mánaberg nýkomið úr veiðiferð

Mánaberg ÓF-42 kom til hafnar í gær eftir 21 dags veiðiferð. Veður var býsna risjótt í túrnum. Landað verður úr skipinu á morgun. Heildarafli úr sjó er 440 tonn, þar af rúmlega helmingur þorskur. Annar afli er gullkarfi, ufsi og ýsa. Skipið fer á veiðar strax eftir áramót. Sigurbjörg ÓF-1 er svo væntanleg inn um…

Leiðindaveður

Það er skollið á leiðindaveður hér nyrðra en ekki langvinnt þó, að því er lesa má á vef Veðurstofu Íslands. Þessa stundina eru 13 m/sek í Héðinsfirði  og 17-18 m/sek í Almenningum. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Norðaustan 13-20 með morgninum og snjókoma, fyrst vestantil en mun hægari og dálítil él seint…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]