Daily Archives: 05/12/2014

Það eru komnir gestir

Það er búið að vera líf og fjör á Hvanneyrarhólnum þessar vikurnar, því undanfarið hafa grá- og svartþrestir og hettusöngvarar verið í heimsókn, ásamt með skógarþröstum sem enn hafa ekki séð ástæðu til að yfirgefa landið, og skyldi engan undra. Í dag bættust tvær bókfinkur svo í hópinn (karlfuglar) en þær eiga heimkynni í Evrópu,…

Leitað að aukaleikurum

Rvk. STUDIOS eru þessa dagana að leita að fólki á öllum aldri til þess að leika í sjónvarpsþáttunum Ófærð sem verða teknir upp veturinn 2014-2015. Á Siglufirði verða tökur frá miðjum janúar og fram í byrjun mars. Áhugasöm eru beðin um að senda tölvupóst með fyrirsögninni „SIGLUFJÖRÐUR“ á netfangið: [email protected] Hann þarf að innihalda fullt…

Siglufjarðarvegur

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er í dag vakin athygli á því, að óvenju mikið jarðsig sé á Siglufjarðarvegi og eru vegfarendur því beðnir að gæta ýtrustu varúðar. Mynd: Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar í dag. Texti: Vegagerðin / Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]