Daily Archives: 26/11/2014

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

„Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og/eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2015.  Nafnbótin bæjarlistamaður getur hlotnast einstökum listamanni eða hópi. Styrkur til bæjarlistamanns 2015 nemur kr. 150.000 til einstaklings og kr. 250.000 til hóps.“ Þetta segir á heimasíðu sveitarfélagsins. Sjá nánar þar. Mynd: Úr safni. Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

Sameining lögregluumdæma

„Nú styttist í sameiningu nokkurra lögregluumdæma á Íslandi en sú breyting tekur gildi um áramótin. Hingað til hafa sýslumenn vítt og breitt um landið farið með hlutverk lögreglustjóra, hver í sínu umdæmi. Breytingarnar fela það í sér að embætti verða sameinuð og stækkuð og um leið verða löggæsluverkefni skilin frá verkefnum sýslumanna og þá verða…

Almanak Þroskahjálpar 2015

Almanak Þroskahjálpar fyrir árið 2015 er komið út. Það hefur að geyma myndir eftir Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur – öðru nafni Gunnellu – og þar af eru tvær frá Siglufirði, tilheyrandi mars og apríl. Hún er fædd 6. júlí árið 1956. Móðir hennar, Vilhelmína Baldvinsdóttir, var dóttir Guðrúnar Jónatansdóttur (f. 1909, d. 1993). „Amma mín í móðurætt…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]