Daily Archives: 14/11/2014

Myndlistarsýning Leikskála

Myndlistarsýning leikskólabarna verður haldin í Ráðhúsinu á Siglufirði á morgun, laugardaginn 15. nóvember, kl. 14.00-16.00. Listaverk eftir börnin verða til sölu og kaffisala verður á staðnum. Allir velkomnir. Foreldrafélag Leikskála. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Troðfullt í Breiðfirðingabúð

Það var troðfullt í Breiðfirðingabúð í Faxafeni í Reykjavík í gærkvöldi, á Upplestrar- og myndakvöldi Siglfirðingafélagsins, um 150 manns, og góð stemning. Og sírópskökurnar frá Aðalbakaríi og jólasmákökurnar slógu í gegn. Slóð á myndir er hér. Mynd: Thomas Fleckenstein. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

50 ára húsnæðisafmæli bókasafnsins

Í dag, föstudaginn 14. nóvember, eru fimmtíu ár síðan bókasafnið á Siglufirði eignaðist sitt eigið húsnæði að Gránugötu 24. Af því tilefni hefur verið sett upp sýning á munum úr sögu Karlakórsins Vísis. Opið verður í dag frá kl. 13.00-18.00. Heitt á könnunni og að sjálfsögðu afmælisterta. Sjá nánar hér. Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]