Daily Archives: 06/11/2014

Áríðandi tilkynning frá L.F.

Vegna veikinda í leikhópnum þurfum við því miður að fresta/fella niður aukasýninguna sem átti að vera í kvöld. Við stefnum að því að mæta galvösk á laugardaginn, 8. nóvember, og sýna þá. Með leikhúskveðjum, L.F. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Blakhelgi framundan á Siglufirði

Nú um helgina fer fram fyrsta túneringin í Íslandsmóti kvenna í blaki, í 3.-5. deild, í íþróttahúsinu á Siglufirði. Alls mæta til leiks 24 kvennalið víðs vegar að af landinu og eru 8 lið í hverri deild. Leikir hefjast kl. 08.00 báða dagana og er áætlað að þeim síðustu ljúki kl. 20.00 á laugardeginum og…

Hreint vatn bjargar mannslífum

Í dag, fimmtudaginn 6. nóvember, munu siglfirsk fermingarbörn vetrarins ganga í hús og afla fjár til vatnsverkefna í Afríku eins og önnur börn á þeirra reki í landinu hafa verið að gera allt frá 3. nóvember. Tvö ungmenni, þau Irene, 19 ára, og Ronald, 24 ára, komu í síðasta mánuði gagngert til Íslands frá svæðum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]