Daily Archives: 16/10/2014

Brúðkaup í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar mun heimsfrumsýna gamanleikinn Brúðkaup, eftir Guðmund Ólafsson og í leikstjórn hans, á morgun, föstudaginn 17. október, í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Og hér. Myndir: Aðsendar. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Anna Fält í Siglufjarðarkirkju

Anna Fält dvelur í Herhúsinu þennan mánuðinn. Hún er finnsk þjóðlagasöngkona og músíkant og hefur um árabil haldið tónleika án undirleiks, jafnt í Svíþjóð, þar sem hún býr, og í Finnlandi en einnig víða annars staðar. Hún hefur sérhæft sig í ólíkum sönghefðum, sænskum og finnskum, þar sem hún leitast við að sameina hina björtu…

Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Siglufirði er staðsett í Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu. Fjöldahjálparstöðin verður opin…

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn í Litlu Brekku (Lækjarbrekku) í Reykjavík fimmtudaginn 30. október næstkomandi og hefst kl. 20.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]