Daily Archives: 15/10/2014

Siglfirðingur.is í nýjum búningi

Siglfirðingur.is hefur fengið nýtt útlit og er kominn í annað og betra kerfi, WordPress. Það er afar fullkomið, býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru fyrir hendi í því eldra. Áfram verður þó hægt að skoða gamla vefinn, í leit að eldri fréttum. Tónaflóð, eitt elsta vefsíðufyrirtæki á Íslandi, á heiðurinn að þessari uppsetningu, eins og…

Foreldramorgnar Siglufjarðarkirkju

Nú eru foreldramorgnarnir að hefjast að nýju í Siglufjarðarkirkju. Þeir verða, eins og áður, uppi í safnaðarheimili, á fimmtudögum, hálfsmánaðarlega, og í umsjón sóknarprests og Vilborgar Rutar Viðarsdóttur. Sá fyrsti verður á morgun, frá kl. 10.00 til 12.00. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gæludýr sett í megrun

Í rúmlega hálft ár hefur megrunarefni fyrir gæludýr með efni, sem unnið er hjá Primex á Siglufirði, verið á boðstólum hjá verslunarkeðjunni Walmart í Bandaríkjunum.  Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag, þar sem m.a. er rætt við Sigríði Vigdísi Vigfúsdóttur markaðsstjóra hjá Primex. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.  

Þorvaldur með afmælistónleika

Siglfirðingurinn flotti, Þorvaldur Halldórsson, verður með tónleika 29. október næstkomandi í tilefni 70 ára afmælis síns. Þeir verða í Grafarvogskirkju og hefjast kl. 20.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fánalitirnir

Á laugardaginn kemur, 18. október, verða áhugaverðir tónleikar í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þeir nefnast Fánalitirnir – norsk og íslensk þjóðlög í nýjum litum. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Níu og hálfur

Róbert Óttarsson er í skemmtilegu viðtali á baksíðu Morgunblaðsins í dag, þar sem hann m.a. segir frá nýútkomnum geisladiski sínum og Guðmundar Ragnarssonar, Orð. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is