Daily Archives: 31/05/2014

Á grásleppu

Ragnar Ragnarsson sjómaður og göngugarpur er nýlega hættur á grásleppu. Lisa Dombrowe sendi vefnum nokkrar myndir sem teknar voru um borð í Ragga Gísla SI 73 í maí 2014. Þær sýna m.a. Fiskistofumenn í reglubundnu eftirliti, merktan kola og annað sem við kemur sjónum. Auk þess er ein mynd tekin af bátnum, þar sem verið…

Sigló er snilld

Hinn 30. apríl síðastliðinn var greint frá heimsókn nemenda og kennara úr Menntaskólanum á Akureyri til Siglufjarðar. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar og tengdist atvinnusögu landsins. Nú hafa fjórir þessara nemenda sett inn myndbandsverkefni sitt úr ferðinni á Youtube. Sjá hér. Mynd: Skjáskot út téðu myndbandi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is