Daily Archives: 12/05/2014

Hrefnumótið 2014

Hrefnumótið í boccia var haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði í gær, 11. maí. Sveinn Þorsteinsson var á staðnum og tók fjölda mynda. Þær má líta hér. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Nanna Franklín 98 ára

Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, elsti Siglfirðingurinn, er 98 ára í dag, fædd 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson og Andrea Jónsdóttir, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar 1979, 97 ára. Systkinin voru 13 og er meðalaldur þeirra 91 ár sem er met þegar svo mörg…

Theódór Júlíusson er heiðurslistamaður Kópavogs 2014

Siglfirðingurinn góðkunni, Theódór Júlíusson, leikari í Borgarleikhúsinu, var í gær útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Hann prýðir baksíðu Morgunblaðsins í dag af því tilefni. Siglfirðingur.is óskar honum innilega til hamingju með útnefninguna. Stærri mynd hér. Mynd: Skjáskot af baksíðu Morgunblaðsins í dag, 12. maí 2014. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is