Daily Archives: 08/11/2011

Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti er í dag.   Það var verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem ákvað að standa að sérstökum Degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Hún samanstendur af fulltrúum þriggja ráðuneyta, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, og er skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum…

Iðnaðarrækju landað á Siglufirði

Þessa stundina er verið að landa hjá rækjuverksmiðju Ramma hf. á Siglufirði 300 tonnum af iðnaðarrækju sem norski rækjutogarinn Remøy Viking veiddi við Svalbarða. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Sjá hér. Myndir: Rammi hf. Texti: Rammi hf. / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Miðasala á Konukvöld KF er í kvöld

Nú er farið að styttast í Konukvöld KF, sem verður í Tjarnarborg á laugardaginn kemur, 12. nóvember. Húsið opnar kl. 19.30 og dagskrá hefst kl. 20.00. Miðasala verður í kvöld í UÍÓ á Ólafsfirði og í Kjólakistunni á Siglufirði, frá kl. 18.00 til 21.00. Mynd (auglýsing): Aðsend. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Tónleikar Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar

Annað kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember, verða Tónleikar Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar haldnir í Ólafsfjarðarkirkju og hefjast þeir kl. 20.00. Tónleikarnir eru til eflingar barnastarfi Ólafsfjarðarkirkju og Rótarýsjóðsins Pólíó Plús. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd (auglýsing): Aðsend. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gylfi kapteinn

?Tinni hinn frækni blaðamaður, Tobbi, Kolbeinn kafteinn, hinn breyski og orðljóti, Skapti og Skafti og allar hinar hetjurnar sem aðdáendur myndasagnanna um Tinna elska héldu innreið sína í íslensk kvikmyndahús nýverið og var tekið fagnandi. 
Það fer ekki á milli mála að persónur bókanna lifna við á hvíta tjaldinu með sannfærandi hætti,? sagði á DV.is…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is