Daily Archives: 27/06/2011

Halla Har sýnir í Gallerí Rauðku

  Laugardaginn næstkomandi, 2. júlí kl. 16.00, opnar Halla Har gler- og myndlistarkona sýningu í Bláa húsinu hjá Rauðku á Siglufirði sem standa mun til 10. júlí. Þetta kemur fram á opinberri vefsíðu Höllu. Þar segir ennfremur: ?Halla á að baki langan feril sem farsæl gler? og myndlistarkona. Verk hennar má sjá á mörgum opinberum…

?Vel á mig kominn eftir þennan ?hressandi? hjólreiðatúr?

?Þórir Kr. Þórisson, hjólreiðakappi og fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði, renndi á fáki sínum inn til Siglufjarðar kl. 14.30 á laugardaginn eftir að hafa hjólað alla leið frá Seltjarnarnesi, alls um 400 km. Fjöldi fólks tók á móti hjólreiðakappanum á Ráðhústorginu á Siglufirði. Síðan var haldin veisla í húsnæði Iðju/dagvistar honum til heiðurs,? segir Tíminn.is í…

Reiðnámskeið fyrir börn

Hestamannafélagið Glæsir í Siglufirði hyggst vera með reiðnámskeið á Sauðanesi upp úr miðjum júlí og verður það ætlað börnum. Nánari upplýsingar verða birtar hér á vefnum þegar þær liggja fyrir, nánar tiltekið eftir viku eða svo. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Blúshátíðin í Ólafsfirði haldin í 12. sinn

?Blúshátíðin í Ólafsfirði verður haldin í 12. sinn dagana 30. júní til 2. júlí næstkomandi. Eins og vanalega er vönduð dagskrá með blús í forgrunninn á boðstólum. Það gerist ekki á hverju ári að blúsplötur eru gefnar út á Íslandi, en þessa dagana eru tvær hljómsveitir að gefa út blúsplötu. Það eru Blúsmenn Andreu og…

Leiftur frá liðinni tíð

?Sögufélag Eyfirðinga fagnar á þessu ári 40 ára afmæli. Af því tilefni stendur félagið fyrir samkeppni um athyglisverðar minningar. Skorað er á alla, unga sem aldna, konur og karla, að hugleiða hvað á dagana hefur drifið og setja á blað minningaleiftur,? segir í fréttatilkynningu sem var að berast. Og áfram segir þar: ?Viðkomandi þarf ekki…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is