Daily Archives: 24/03/2011

Fjallabyggð gæti orðið spennandi valkostur fyrir golfáhugafólk

?Í Fjallabyggð er nú verið að vinna að uppbyggingu tveggja 9 holu golfvalla, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Leggja á fjármuni í endurbætur á golfvellinum í Ólafsfirði og hefja á uppbyggingu nýs golfvallar við skógræktina í Hólsdal í samvinnu við golfklúbb Siglufjarðar og Rauðku sem er fyrirtæki athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar sem byggt hefur upp öfluga…

Naumt tap hjá utandeildarliði KS í handbolta

Handboltalið KS tapaði fyrir Íþróttafélagi Laugaskóla 36-40 í keppni utandeildarliða í handbolta í íþróttahúsinu að Laugum í Reykjadal í fyrrakvöld, 22. mars. Jafnt var á flestum tölum allan leikinn en staðan í hálfleik var 20-19 fyrir Lauga. KS gat tryggt sér sigur í leiknum þegar Laugamenn misstu mann út af í tvær mínútur þegar 5…

Skákþing Norðlendinga 2011

Skákþing Norðlendinga 2011 verður haldið í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 8.-10. apríl næstkomandi. Það er Skákfélag Siglufjarðar sem sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi, þ.e.a.s. 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Páll Sigurðsson. Dagskrá Föstudagur    8. apríl kl. 20.00: 1.-4….

Skákþing Norðlendinga 2011

Skákþing Norðlendinga 2011 verður haldið í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 8.-10. apríl næstkomandi. Það er Skákfélag Siglufjarðar sem sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi, þ.e.a.s. 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Páll Sigurðsson. Skráning er hafin. Skákþing Norðlendinga 2011…

Örlygur góður í Kiljunni

Örlygur Kristfinnsson var góður fulltrúi Siglfirðinga í gærkvöldi, eins og við var að búast, í bókmenntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni, þar sem hann fræddi áhorfendur um eitt og annað úr sögu bæjarins, eins og honum einum er lagið. Og ekki skemmdu gamlar ljós- og kvikmyndir fyrir, það er víst. Fyrir þau sem misstu af er slóðin…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is