Daily Archives: 12/03/2011

Fimmtán Siglfirðingar eru 90 ára eða eldri

Eins og áður hefur komið fram á þessari vefsíðu (sjá hér) er hlutfall aldraðra á Siglufirði mjög hátt miðað við aðra staði á landinu. Það er því fróðlegt að skoða skrá um elstu Siglfirðingana, þá sem náð hafa níutíu ára aldri. Elsti íbúinn, Elín Jónasdóttir, er 102 ára og er í níunda sæti yfir elstu…

Víða er Siglfirðinga að finna

?Siglfirðingar koma víða við. Í gærkveldi var yndisleg upplifun að sjá Gurru hans Hauks á Kambi spila og syngja í hinum frábæra þætti, Skavlan. Hann er gríðarlega vinsæll hér í Svíþjóð og Noregi.? Þannig hljóðar kveðja til Siglfirðings.is frá Baldri Guðnasyni, sem er búsettur ytra. Og hann sendir vefslóðina líka, til að fleiri mættu njóta….

Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, á Dalvík og í Siglufirði

Vikudagur.is sagði frá því í gær, að þeir sem ættu vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eða á Dalvík og í Siglufirði gætu skíðað á hverju þessara svæða sem er nú um helgina. Vetrarkortshafar framvísa kortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa. Þetta er fyrsta skiptihelgin af þremur sem ákveðið hefur verið að…

Ofurmáni á himni næstu helgi

Sannkallaður ofurmáni mun skína hátt á himni næstkomandi laugardag, þann 19. mars, en þá verður tunglið fullt og verður talsvert nær jörðu en vaninn er. Ýmsar kenningar eru til um ofurmánann. Sumir telja að honum fylgi náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, fellibyli og eldgos. Á laugardaginn verður fjarlægð á milli jarðar og tungls 356.577 kílómetrar….

Dægurlagakeppni í Sæluviku

Meðal þeirra atriða sem boðið verður upp á á Sæluviku Skagfirðinga 2011 er dægurlagakeppni líkt og haldin var til margra ára af Kvenfélagi Sauðárkróks. Keppnin fer fram föstudaginn 6. maí í lok Sæluvikunnar. Keppnin er öllum opin og eru allir lagahöfundar landsins hvattir til að senda inn lög. Dómnefnd velur svo 10 þeirra sem keppa…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is