Daily Archives: 23/12/2010

Jónas Ragnarsson: Siglfirsk jól

Hugur hinna fullorðnu hvarflar ekki síst til æskuáranna þegar jólin nálgast. Þá rifjast upp ýmislegt um jólahald og jólasiði. Lítum í gömul blöð. 1902: Fátækustu börnin fengu mest „Faktor Grönvold bauð um 40 börnum á „jólatré“ á jóladagskvöld, og mörgum foreldrum barnanna, og veitti þeim og börnunum af hinni mestu rausn, eins og þeim hjónum…

Hvers vegna er skata borðuð á Þorláksmessu?

Vísindavefurinn er mikil gullnáma öllum þeim sem vilja fræðast um nokkurn veginn allt milli himins og jarðar. Og ekki verra að þar er skrifað á mannamáli. Þann 20. desember árið 2007 var Árni Björnsson þjóðháttafræðingur t.d. með innlegg um skötuát á Þorláksmessu og ekki úr vegi að kíkja á það í tilefni dagsins, enda er…

Vitringarnir frá Austurlöndum

Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Um þessa austrænu, dularfullu og greinilega auðugu ferðalanga hefur töluvert verið ritað síðan og ýmsar spurningar vaknað. Þær helstu voru eftirfarandi: Hvaðan komu þessir tignu gestir (ef þeir á annað borð voru til og allt…

Sankti Nikulás

Á 3. og 4. öld e.Kr. var uppi maður sem hét Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst því upp í klaustri. Hann varð prestur aðeins 17 ára gamall, á að hafa ferðast um Palestínu…

Jólasiðir

Á aðventu og jólum eru ýmsir góðir og fagrir siðir, venjur og hefðir sem við fylgjum ár eftir ár og berum þannig áfram til næstu kynslóðar, án þess kannski að vita alveg hvaðan það allt er runnið. Eftirfarandi samantekt ætti þá að koma að gagni. Aðventukransinn Aðventukransinn á uppruna sinn í Þýskalandi. Hið sígræna greni…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is