Daily Archives: 23/12/2010

Aðventukaffi á Síldarminjasafninu

Nokkrir vinir hittust í óformlegu aðventukaffi í Síldarminjasafninu í gær og þar voru í notkun gamlir munir jóla, enda við hæfi. Að sögn var drykkurinn góður og meðlætið og félagsskapurinn ekki síðri og gaman að upplifa kertaljós á jólatré sem gæti verið frá 19. öld ofanverðri. Sveinn Þorsteinsson tók eftirfarandi myndir þar. Myndir: Sveinn Þorsteinsson…

Kertasníkir er síðastur

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn. Hann er gríðarlega veikur fyrir tólgarkertum og vill helst éta þau. Hins vegar finnst honum loginn af þeim líka afskaplega fallegur og er því oft tvístígandi. Í eldri heimildum er hann stundum kallaður Kertasleikir. Þrettándi var Kertasníkir,
 – þá var tíðin köld, 
ef ekki kom hann síðastur
 á aðfangadagskvöld. Hann elti…

Jólaminningar Þórsteins

Þórsteinn Ragnarsson er fæddur í september 1951 og ólst upp á Siglufirði. Foreldrar hans voru sr. Ragnar Fjalar Lárusson sóknarprestur, f. 1927, d. 2005, og Herdís Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1928. Þórsteinn er prestur en starfar sem forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur og býr í Reykjavík. Kona hans er Elsa Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Siglufirði, f. 1951. ?Pabbi og…

Jólaminningar Þorvaldar

Þorvaldur Halldórsson er fæddur á Siglufirði í október 1944 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldór Þorleifsson verkamaður, f. 1908, d. 1980, og Ása Jónasdóttir, f. 1916, d. 1998. Þorvaldur er rafvirki að mennt en hefur lengi starfað sem söngvari. Kona hans er Margrét Scheving, f. 1944. ?Ég var fjögurra ára þegar við fluttum…

Jólaminningar Valgeirs

Valgeir Tómas Sigurðsson veitingamaður er fæddur á Siglufirði í október 1947 og alinn þar upp. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson bifreiðastjóri, f. 1903, d. 1972, og Sigríður Anna Þórðardóttir frá Siglunesi, f. 1913, d. 1992. Valgeir rekur Hafnarkaffi á Siglufirði. ?Margar skemmtilegar minningar frá jólum rifjast upp þegar litið er til baka og ætla ég…

Jólaminningar Steingríms

Steingrímur Kristinsson er fæddur á Siglufirði í febrúar 1934 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki og sýningarmaður, f. 1914, d. 1980, og Valborg Steingrímsdóttir, f. 1914, d. 1973. Steingrímur býr á Siglufirði. Kona hans er Siglfirðingurinn Guðný Friðriksdóttir. ?Ég á frekar gloppóttar minningar frá æskujólum mínum. Jólagjafir voru oftar en ekki…

Jólaminningar Rakelar

Rakel Björnsdóttir viðskiptafræðingur er fædd á Siglufirði í september 1965 og alin þar upp. Foreldrar hennar eru Björn Jónasson fv. sparisjóðsstjóri, f. 1945, og Guðrún Margrét Ingimarsdóttir (Bettý), f. 1945, d. 1976. Rakel býr í Garðabæ. Maður hennar er Thomas Fleckenstein. Hún er nýkjörinn formaður Siglfirðingafélagsins í Reykjavík. ?Ég er ein af þessum heppnu. Svo…

Jólaminningar Jóns Sæmundar

Jón Sæmundur Sigurjónsson er fæddur á Siglufirði í nóvember 1941 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri og bæjarstjóri, f. 1912, d. 2005, og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1914, d. 1999. Jón Sæmundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði. Kona hans er Birgit Henriksen frá Siglufirði, f. 1942. ?Mikið er það gaman að…

Jólaminningar Guðnýjar

Guðný Pálsdóttir er fædd á Siglufirði í nóvember 1943 og alin þar upp. Foreldrar hennar voru Páll Magnússon bifreiðastjóri, f. 1918, d. 1974, og Auður Jónsdóttir, f. 1921. Guðný er grunnskólakennari að mennt og býr á Siglufirði. Maður hennar er Hafþór Rósmundsson, f. 1943. ?Að rifja upp jól bernskunnar getur verið eins og að reyna…

Jólaminningar Önnu Laufeyjar

Anna Laufey Þórhallsdóttir er fædd á Siglufirði í nóvember 1944 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Þórhallur Björnsson verslunarstjóri í Verslunarfélaginu, f. 1912, d. 1992, og Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 1911, d. 1982. Anna Laufey býr í Mosfellsbæ. Maður hennar er Lúðvík Lúðvíksson stýrimaður, f. 1938. ?Verandi kaupmannsdóttir þá eru flestar mínar minningar af jólum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]