Daily Archives: 17/09/2010

Hvítt í fjöllum

Það er nokkuð ljóst að veturinn er innan seilingar. Hvítt var efst í fjöllum í Siglufirði í dag og veðurspáin gerir ráð fyrir 3-8°C hita á morgun og 4-5°C á sunnudag. En þótt hrollur fari um margan líkamann við tilhugsunina, er ekkert annað að gera er líta á björtu hliðarnar. Þá getum við t.d. farið…

Tær snilld

Eins og greint var frá hér á síðunni í fyrradag að stæði til, var Ómar Ragnarsson með tvöfalda skemmtun í gærkvöldi, í Salnum í Kópavogi, fagnaði bæði 70 ára afmæli sínu og 50 árum sem skemmtikraftur. Er skemmst frá því að segja að þessi þriggja klukkustunda sýning var ógleymanleg upplifun, ekki síst fyrir það hve…

Góður liðsauki á slökkvistöðina

Slökkvilið Fjallabyggðar eignaðist ?nýjan? vatnsflutningabíl í gær. Hann kemur frá Slökkviliði Akureyrar og er af MAN gerð, módel 1984 og ekinn 20.000 km. Að sögn Ámunda Gunnarssonar slökkviliðsstjóra gefur hann flutt 10 tonn af vatni og er með 3000 lítra dælu. Þá er skápapláss nokkuð. Bílnum er hugsað stórt hlutverk ef óhöpp henda í jarðgöngunum…

Sprengt í gegn fyrir 44 árum

Að morgni laugardagsins 17. september 1966 var ?sprengt í gegn? í Strákagöngunum. Þá hafði 25 manna vinnuflokkur unnið á vöktum við sprengingar í þrettán mánuði. Göngin voru talin 783,4 metra löng, 4,5 metra há og 5,5 metra breið. Þau liggja í um eitt hundrað metra hæð. Ljósmyndarar á vegum dagblaðanna fengu að fara í gegnum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is