Daily Archives: 31/08/2010

Gengið frá eftir kapalgröft

Nú er byrjað að ganga frá eftir jarðraskið sem fylgdi því að setja háspennustrenginn niður í miðbænum. Í dag voru menn t.d. að undirbúa það að steypa gangstétt framan við íslenska sæluhúsið í Aðalgötu. Eflaust eru þau mörg sem fagna verklokunum þarna og að geta loksins farið að aka Norðurgötuna aftur. Undirritaður þar á meðal….

Álft með laskaðan fót?

Álftirnar, sem verptu í Langeyrarhólmanum þetta vorið, hafa verið úti á firði með ungana sína fimm að undanförnu, en á meðan notuðu aðrar fjórar tækifærið og vöfruðu um svæðið. Sú kenning var uppi í bænum að e.t.v. væru það ungar sama parsins frá því áður. En nú eru þær sumsé farnar og hinar komnar aftur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]