20 stiga hiti


Spáð er töluverðum hlýindum á norðanverðu landinu í dag. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: „Sunnan 8-15 og sums staðar dálítil rigning í fyrstu. Hiti 10 til 17 stig. Sunnan 5-10 og líkur á skúrum á morgun. Hiti 8 til 14 stig.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Sunnan og suðaustan 8-13, bjartviðri og hiti 13 til 20 stig að deginum. Hægari þegar líður á morgundaginn og kólnar heldur.“

Yr.no spáir 15 stigum í Siglufirði frá hádegi í dag og til kl. 18.00.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Vedur.is / Sigurður Ægisson │ [email protected] 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]