17. júní fyrir einni öld


Ungmennafélag Siglufjarðar gekkst fyrir hátíðahöldum í bænum 17. júní 1918, íþróttum, ræðuhöldum. söng og dansi. Frá þessu var sagt í blaðinu Fram. Svo virðist sem þetta hafi verið í fyrsta sinn sem haldið var upp á sautjánda júní á Siglufirði, daginn sem síðar varð þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í lok fréttarinnar sagði að óskandi væri að Ungmennafélagið „ætti eftir að gera það hvern 17. júní“.

Í blaðafréttum frá þessum tíma var getið um hátíðahöld í Reykjavík en sérstaklega tekið fram að ekkert hefði verið gert til hátíðabrigða á Akureyri, í höfuðstað Norðurlands.

Mynd: Tímarit.is.
Texti: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is