17. júní 2017 í Fjallabyggð


Kl. 11.00 í morgun var í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga athöfn við Siglufjarðarkirkju. Athöfnin hófst með ávarpi Lindu Leu Bogadóttur, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar, og því næst lagði nýstúdent, Erla Marý Sigurpálsdóttir, blómsveig að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar söng að því búnu eitt laga sr. Bjarna, Ég vil elska mitt land, við ljóð Guðmundar Magnússonar, og eftir það flutti Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, ávarp, þar sem hann minntist sr. Bjarna og verka hans. Að endingu söng kirkjukórinn svo annað laga sr. Bjarna, við ljóð Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni, Blessuð sértu sveitin mín.

Kl. 14.00 verður hátíðin sett við Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Hátíðardagskrána má sjá hér.

Siglfirðingur.is óskar lesendum sínum og öðrum landsmönnum, nær og fjær, til hamingju með daginn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is