17. júní 2011 í Fjallabyggð


Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur ákveðið að halda skuli 17. júní hátíðarhöldin til skiptis í Ólafsfirði og Siglufirði. Í ár verður hátíðin í Ólafsfirði og er það fræðslu- og menningarmálanefnd Slökkviliðs Ólafsfjarðar sem hefur tekið það verkefni að sér. Haldið verður þó í þá hefð að leggja blómsveig á leiði sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem er við prestsetrið Hvanneyri á Siglufirði.

Rútur fara frá Ráðhústorginu á Siglufirði til Ólafsfjarðar klukkan 12.00 og 13.30. Rútur fara svo með gesti frá Ólafsfirði til Siglufjarðar bæði klukkan 16.00 og 17.00.

Dagskráin er annars svofelld:

Kl. 09.00: Fánar dregnir að húni.

Kl. 11.00: Athöfn við minnisvarða sr.
Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Nýstúdentar leggja blómsveig á
leiðið, kirkjukórinn syngur og Lára Stefánsdóttir, skólameistari MT,
heldur ræðu.

Kl. 13.00: Knattspyrnuleikur KF í Ólafsfirði, 7. og 8. flokkur drengja og stúlkna.

Kl. 14.00: Hátíðin sett við Tjarnarborg í Ólafsfirði. Hátíðarávarp, Karlakór Siglufjarðar, ávarp Fjallkonu, tónlistaratriði.

Kl. 14.30: Leiktækin opna. Hoppukastalar, stauraklifur, geimsnerill og stærsta vatnsrennibraut landsins.

Veitingasala á hátíðarsvæðinu.

Núverandi fáni Íslendinga varð löglegur innanlandsfáni árið 1915, en sem fullgildur þjóðfáni

var hann fyrst dreginn að húni við Stjórnarráðið í Reykjavík, 1. desember 1918.

 Fáninn sem notaður var þar er nú geymdur í Þjóðminjasafni Íslands.

Eins er með þann sem notaður var á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930

og síðar var dreginn á stöng að Lögbergi 1944, daginn sem Ísland varð lýðveldi.

Mynd: Fengin af Netinu.


Texti:
Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is