Verslun ársins 2019


Kjörbúðin á Siglufirði, með Aldísi Ólöfu Júlíusdóttur í broddi fylkingar, hlaut fyrir skemmstu viðurkenninguna Verslun ársins 2019. Að sögn Aldísar, sem tók við starfi verslunarstjóri í fyrra, eru nokkrir þættir sem spila inn í þetta val, s.s. sala, umhirða búðar, standarnir með broskörlunum/fýlukörlum, rýrnun og fleira.

Siglfirðingur.is óskar Aldísi og hinu frábæra teymi hennar innilega til hamingju. Þetta er sannarlega verðskuldað.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]