Vetur konungur minnir á sig


Töluvert hefur fennt í Siglufirði undanfarna daga og hafa snjóruðningstæki verið stöðugt á ferðinni við að hreinsa götur og vegi, eftir því sem kostur er. Þessa stundina er Siglufjarðarvegur reyndar lokaður.

Mjög kalt verður næstu daga og einhver ofankoma, m.a. á morgun. Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin fyrr í dag á Túngötunni. Kortið hér fyrir neðan sýnir hitann á landinu og við það um kl. 18.00.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Kort: Veðurstofa Íslands.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is