Hjónanámskeið


Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju í Reykjavík, verður með hjónanámskeið í safnaðarheimili Glerárkirkju á Akureyri 25. nóvember, frá kl. 10.00-15.00 með klukkutíma hádegishléi. Kennt er með verkefnum og fyrirlestrum. Í lok námskeiðsins er hjónaslökun. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill.

Námskeiðið hentar öllum pörum, bæði þeim sem eru í einhverjum vanda, sem og hinum sem vilja gera gott betra. Markmiðið er sem fyrr að styrkja og bæta sambandið og leita nýrra leiða til að efla hamingjuna og gleðina og ástina. Rætt verður um samskiptin, ástina, börnin, vinnuna, vandamálin, kynlífið og allt hitt líka. Eftir námskeiðið fá öll pör með heim sjö vikna heimaverkefni.

Verð er 12.500 kr. fyrir parið og er allt innifalið. Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is