Ánægjuleg heimsókn


Í gær komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum, þar á meðal Sverri Páli Erlendssyni, í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafnsins, á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar. Alltaf er jafn ánægjulegt að sjá þessa gesti, enda áhugasamir og prúðir með afbrigðum.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is