1000


Í tilefni af því að Þórarinn Hannesson hefur nú komið fram 1000 sinnum til að flytja tónlist mun hann koma sér fyrir á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði á morgun, föstudaginn 6. nóvember, og flytja eigið efni: lög, texta, ljóð, vísur, gamansögur o.fl. Flutningurinn hefst kl. 12.oo á hádegi og stendur a.m.k. til miðnættis. Kaffi- og spjallpása verður síðasta korter hvers klukkutíma. Spilafélagar hans munu líta inn af og til og taka lagið með honum.

Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is