100 ára eftir 100 daga


Hallfríður Nanna Franklínsdóttir verður 100 ára eftir 100 daga. Þá verður blásið til mikillar gleði og óstaðfestar fréttir herma að afmælisbarnið ætli að dansa uppi á borðum.

Nanna fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson og Andrea Jónsdóttir, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar 1979, 97 ára.

Myndin hér fyrir ofan var tekin í Skálarhlíð þegar Agnes Sigurðardóttir biskup vísiteraði Siglufjörð í fyrra.

Sjá líka hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is