100 ár frá snjóflóðunum miklu


Í dag, 12. apríl, eru eitt hundrað ár síðan mikið snjóflóð féll úr Staðarhólshnjúk við Siglufjörð og sópaði með sér öllum mannvirkjum síldarverksmiðju Evangers og sex öðrum húsum. „Þar stóð ekki steinn yfir steini og eyðileggingin afskapleg,“ sagði í blaðinu Fram. Níu manns létust. Á sama tíma fórust sjö manns í snjóflóði á Engidal við Siglufjörð og tveir menn í Héðinsfirði.

Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja minnast atburðanna með dagskrá sem hefst kl. 17.00 í dag við rústir Evanger. Sjá nánar á meðfylgjandi veggspjaldi.

Siglfirðingur hefur fengið leyfi til að birta grein sem Þ. Ragnar Jónasson skrifaði um snjóflóðin og birtist í bók hans Siglfirskir söguþættir árið 1997. Hana má nálgast hér.

Sameiginleg dagskrá Síldarminjasafnsins og Siglufjarðarkirkju í dag og á morgun.

Minnisvarði um þau sem létust í snjóflóðinu í Engidal 1919.

Skilti á minnisvarðanum.

Úr Héðinsfirði.

Forsíðumynd: Ekki vitað um ljósmyndara.
Aðrar myndir: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Auglýsing: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]