1. og 2. bekkur afhenti Síldarminjasafninu glæsilegt myndverk


1. og 2. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði leit í heimsókn á
Síldarminjasafnið í morgun og kom færandi hendi, afhenti safninu að gjöf
forláta myndverk af Roaldsbrakka og nærumhverfi, sem börnin höfðu unnið með vatnslitum og klippimyndum, undir leiðsögn
kennara sinna. Síðan var lagið tekið í Bátahúsinu og það skoðað og farið víðar.

Steinunn María Sveinsdóttir, fagstjóri, og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, með listaverkið góða.
Stærri mynd hér.

Eftir að hafa þegið fræðslu um ævi Gústa Guðsmanns sungu þau fyrir Örlyg og Steinunni lagið um kappann:

?Í Dýrafirði fæddist hann…?

Og svo annað þarna:

?Þá var fullur sjór af síld.?

?Senn þær margar oní tunnum lágu.?

Og hópurinn flotti á planinu við Roaldsbrakka.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is