Frjáls og fullvalda þjóð


Engar fréttir eru af því að Siglfirðingar hafi haldið sérstaklega upp á 1. desember 1918 að öðru leyti en því að þar hafi fánar verið dregnir að hún eins og annars staðar á landinu.

En daginn áður birtist hvatningargrein í bæjarblaðinu Fram. „Loksins hafa íslendingar náð því takmarki, er þeir hafa verið að keppa að undanfarna áratugi, því takmarki, að verða viðurkenndir sem frjáls og fullvalda þjóð,“ sagði þar. „Enginn vafi er á því, að samþykkt þessara sambandslaga, er langmerkasti viðburðurinn í stjórnmálasögu hinnar íslensku þjóðar á síðari árum,“ og í lokin sagði að vonast væri til að af lögunum leiddi „aukið þor, auknar framkvæmdir, auknar framfarir á öllum sviðum í hinu íslenska þjóðlífi“.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is