?Við erum í startholunum ef á þarf að halda?


?Lögreglan mun fylgjast með umferð um göngin, bæði Múlagöngin,
Héðinsfjarðargöngin og Strákagöngin, og stjórna umferð eftir þörfum,?
sagði Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, þegar
Siglfirðingur.is spurði hann út í hvaða fyrirkomulag yrði á stjórnun
umferðar í Fjallabyggð um verslunarmannahelgina.

Margir hafa lent í umferðartöfum í Múlagöngum undanfarna daga og verið 30 og upp í 60 mínútur og jafnvel lengur að komast í gegn. Slíkt er ekki boðlegt, allra síst gestum.

?Við verðum samt ekkert þarna nema þurfi,? sagði Daníel. ?Það sem við höfum í bakhöndinni, ef við erum uppteknir, við erum nú ekkert of margir, er að kalla til björgunarsveitir til að stýra þessu, eins og þær gera á Fiskideginum mikla. Þar eru vanir menn. Það á að vera búið að undirstinga þær með að vera klárar í það. Við eigum alveg von á því að þurfa að stýra umferð þarna um helgina og þess vegna í dag. Gallinn við Múlagöngin er sá að það er ekki símasamband inni í þeim. Þá er að nýta sér neyðarsímana sem fyrir eru og láta vita. Við erum sumsé í startholunum ef á þarf að halda.?

Nú er bara að vona að allt gangi snurðulaust fyrir sig.

Margir óttast að Strákagöngin og þó enn frekar Múlagöngin verði flöskuháls á umferð um verslunarmannahelgina.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is