?Vegna jarðsigs á Siglufjarðarvegi…?


?Vegna jarðsigs á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir um að sýna
sérstaka aðgát.? Þessi aðvörun hefur að undanförnu verið á forsíðu vefs
Vegagerðarinnar
og verið send út oft á dag til fjölmiðla og annarra í
skeytum Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar og ekki að ástæðulausu, því
vegurinn um Almenningana er óvenju slæmur þessa dagana vegna framansagðs
og ekki hafa rigningarnar undanfarið bætt þar úr skák.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar seinnipartinn í gær, 8. júlí.

Þetta er varla fólki bjóðandi.

Á þessum kafla, á mörkum Fjallabyggðar og Fljóta, er vegurinn siginn á þremur stöðum.

Rigningarnar hafa leikið uppfyllinguna grátt.

Horft í norðaustur.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is