?Þetta er ógeðslega gaman?


Það hefur verið sólrastrandafílingur í ungu kynslóðinni okkar í dag,
enda veðrið þesslegt, og ýmislegt verið gert til að halda upp á blíðuna
en um leið að kæla sig niður, af og til, enda hitinn í um 20 gráðum.
Einhver barnanna og unglinganna hafa leitað til sjávar í þeim tilgangi á
meðan öðrum hefur þótt fýsilegra að busla í ísköldu ferskvatninu.

Og öllum finnst þetta ?ógeðslega gaman.?

Einn hraustur í fjörunni með golfkúlu í hönd, að því er virðist.

Henni er kastað til tveggja pilta þar nærri.

Sem kafa eftir henni.

Svona leit þetta úr í víðmynd.

Og hér sést betur hvar þetta nákvæmlega er.

Í Bolatjörn var svipað uppi á teningnum.

Fimm garpar komnir út í ískalt vatnið.

Tarzan hvað? Torfi Sigurðarson í loftinu.

Já, þetta eru hraustmenni og ungu kynslóðinni til sóma.

Fylgst með stökki.

Bjarni Mark Antonsson notar frjálsa aðferð.

En Heimir Þór Jósteinsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Þetta gerist ekki mikið flottara.

Og síðar um daginn tóku stúlkurnar við.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is
og
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is