?Óstjórnleg löngun að komast aftur heim?


Sunnudagsmogginn er í dag með viðtal við blaðamanninn, ljósmyndarann og rakarann geðþekka, Jón Hrólf Baldursson, um lífið og tilveruna hér nyrðra.

Þar segir orðrétt:

Eft­ir ára­tuga hlé stend­ur sigl­firsk­um
herra­mönn­um á ný til boða að fara til rak­ara. Ekki söfnuðu þeir þó
hári all­an tím­ann held­ur sáu hár­greiðslu­kon­ur bæj­ar­ins um að
halda þeim snyrti­leg­um og fórst vel úr hendi. En í fyrra flutti Jón
Hrólf­ur Bald­urs­son rak­ari aft­ur heim og hef­ur haft nóg að gera.

?Það
var óstjórn­lega mik­il löng­un að kom­ast aft­ur heim eft­ir 17 ár
fyr­ir sunn­an,? svaraði rak­ar­inn að bragði þegar blaðamaður leit inn í
vik­unni og spurði um ástæðu flutn­ing­anna. Hrólf­ur er kvænt­ur og á
tvær dæt­ur, tveggja og fimm ára. ?Við sjá­um ekki eft­ir þessu og
stelp­urn­ar eru al­sæl­ar.?

Rakarastofan
er við torgið í miðbænum, í húsinu þar sem leikfélagið starfaði lengi.
Það sameinaðist félaginu í Ólafsfirði í fyrra og Leikfélag Fjallabyggðar
hefur nú aðstöðu í félagsheimilinu Tjarnarborg handan
Héðinsfjarðarganganna. Húsið við ráðhústorgið er þó enn merkt
leikfélaginu og Jón Hrólfur leikur þar við hvern sinn fingur. ?Uppbyggingin
hér og mannlífið togaði í mig. Ég er ekki viss um að við hefðum komið
ef göngin væru ekki fyrir hendi og hve staðurinn hefur breyst. Mér
fannst reyndar alltaf best að koma heim en bragurinn er allur annar;
ferðamenn miklu fleiri en áður og mér heyrist algengt að yngra fólk
vilji koma heim aftur. Hér er gott að vera.?

Hér er kappinn reyndar sjálfur í rakarastólnum.

Og svo á mótorhjólinu sínu.

Þessi mynd var tekin í byrjun maí 2014.

Morgunblaðsviðtalið.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Skapti Hall­gríms­son | skapti@mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is