?Meira salt!?


Í dag var saltað á planinu við Roaldsbrakkann eins og verið hefur á
laugardögum í júlímánuði undanfarin ár.  Aðsókn var góð og mátti sjá þar kunnugleg sem og óþekkt andlit, öll með
bros á vör enda ýmislegt kómískt sem gengur þar á.

Veislunni lauk svo með harmonikkuballi.

Á Síldarævintýrinu, frá 23. júlí til 2. ágúst næstkomandi, verður saltað þrisvar –
laugardaginn 24. júlí kl. 15.00, föstudaginn 30. júlí kl. 16.00 og
laugardaginn 31. júlí kl. 16.00. Óhætt er að fullyrða að það verði
mörgu hjartanu gleðigjafi.

Töluverður fjöldi saman kominn í dag til að líta herlegheitin augum.

 

Og rífandi stemmning á planinu eins og jafnan áður.


Sturlaugur Kristjánsson í öðru af tveimur hlutverkum sínum þar.


Ein ekki par ánægð, eins og sjá má.


Og þetta er ástæðan.


Björn Sveinsson hins vegar alltaf á réttum stað. Enda það vissara.


Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þetta er.


Og svo er það ballið.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is