?Manstu gamla daga?


Annað kvöld verður sett upp hér í bænum, nánar tiltekið í Allanum, sýningin ?Manstu gamla daga? en hún samanstendur af ?fréttum, sögum og smá slúðri frá Siglufirði á árunum í kringum 1960? eins og segir í fréttatilkynningu, og inn á milli eru svo leikin vinsæl dægurlög frá þeim tíma.

Sögumaður er Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri á Sauðárkróki og Hofsósi og hefur hann tekið saman allan lesinn texta á sýningunni með aðstoð nokkurra ónafngreindra, góðra manna á Siglufirði sem muna ýmislegt betur en góðu hófi gegnir.

Hljómsveit sýningarinnar skipa eftirtaldir: Kristján Þór Hansen trommur, Guðmundur Ragnarsson bassi, Rögnvaldur Valbergsson gítar, en hann er jafnframt tónlistarstjóri hópsins, Jón St. Gíslason leikur á harmónikku og Aðalsteinn Ísfjörð leikur á hljómborð, saxófón og harmónikku. Söngvararnir eru tveir, Stefán Jökull Jónsson og Ingunn Kristjánsdóttir.

Formlegt nafn sveitarinnar er Danshljómsveit félags harmóníkuunnenda í Skagafirði en þar sem það nafn er frekar óþjált á tungu stefnir í að hljómsveitin sé óðum að ávinna sér heitið Manstu gamla daga, enda má segja að lagalistinn sé úr því umhverfi. Þessi sýning var á fjölunum á Sauðárkróki í maí síðastliðnum og þá með skagfirskum sögum og fréttum. Hún hlaut afbragðsdóma áhorfenda og mjög góða aðsókn.

Sýningin núna er, eins og áður segir, í Allanum miðvikudaginn 28. júlí og hefst kl. 20.00.

Harmónikkudansleikur er strax á eftir og stendur til miðnættis.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. á tónleikana og 1.000 kr. á dansleikinn. Ekki verður hægt að borga með greiðslukortum.

Þetta verður án efa hin besta skemmtun.

Og nú er bara að drífa sig.

Hér er hópurinn góði samankominn.

Mynd: Ása María Guðmundsdóttir.

Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is