?Lítill snjór í fjöllum hér í kring?


Siglfirðingur.is hafði samband við Gest Hansson, í tengslum við birtingu myndanna þriggja í gær, og spurði hann út í snjóalög í firðinum. Hann kvað ekki margt um þau að segja, lítill snjór væri í fjöllum hér í kring um bæinn en sæmilegt á skíðasvæðinu. Sagðist hann hafa verið að kanna snjóalög þar síðustu vikur, fundið veikleika og hafi fylgst með honum síðan. Eftir að sólin hafi farið að sjást og hitinn að aukast hafi veiku lögin verið að styrkjast.

Meðfylgjandi eru myndir af honum við snjóathuganir í gryfju 23. mars 2010, 7. apríl 2010 og í gær, 3. apríl 2011.

23. mars 2010.

7. apríl 2010.

3. apríl 2011.

Myndir: Gestur Hansson | gesturhansa@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is