?Hæ, bæ, ókei, síjú?


Ríkisstjórn Íslands ákvað haustið 1995 að 16. nóvember ár hvert, sem er
fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings, yrði
dagur íslenskrar tungu. Síðan þá hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt
sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt
við það.

Siglfirsk börn létu ekki sitt eftir liggja
hvað þetta varðar, heldur undirbjuggu sig vel og fóru mikinn. 

Undirritaður veit meira að segja um nokkra af eldri kynslóðinni sem þráuðust við að nota orð eins og ?Hæ?, ?Bæ?, ?Ókei? og ?Síjú? – í virðingarskyni og til að undirstrika mikilvægi þess sem á bak við liggur. Það er samt erfiðara en margur hyggur.

En smáfólkið brást ekki. Kl. 10 í morgun var 6. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar mættur upp í Leikskála til að lesa fyrir börnin þar, og skiptu nemendurnir sér í nokkra hópa í því skyni. Og lesefnið var ekki af verri endanum: Úlfurinn og sjö kiðlingar, Strympa, Af því mér þykir svo vænt um þig og fleira gott.

Í neðra skólahúsi, á Eyrinni, byrjaði flutningur 1.-5. bekkjar í íþróttasalnum kl. 11.25 og tókst með afbrigðum vel. Að þessu sinni var allt textaefni eftir Þórarin Eldjárn.

Hér koma nokkrar myndir.

Bella og Drekahópurinn á Selskál.

Fanney og Stjörnu- og fiðrildahópurinn á Selskál.

Kl. 10.00 í morgun komu þessir og fleiri nemendur úr 6. bekk grunnskólans

og lásu fyrir leikskólabörnin.

Bella með Fiðrildahópinn.

Lesið upp fyrir Fiðrildahópinn.

Og það ekkert slor.


Eins og hér má líka sjá.


Fanney og Stjörnuhópurinn hlýða á spennandi upplestur.


Úr þessari fínu bók.


Og það var líka upplestur á Skollaskál.

Haukur Orri Kristjánsson sýnir börnunum hvað er að gerast.

Boðskapurinn var góður.


Birna og Erla með hópinn sinn.


Ólöf Rún Ólafsdóttir les.


Á háloftinu var Rósa með sitt fólk.


Sólrún Anna, Sara María, Tania og Hulda Ellý.

 

Sigurlaug Sara, Hannes Hugi, Alex Helgi, Hrafnhildur Edda, Agnar Óli, Rósa Dögg,

Viktor Smári og Haraldur Ágúst.


Drekahópurinn á Selskál fékk líka heimsókn úr 6. bekk.


1. bekkur á Sal í neðri skóla.

Hann flutti ljóðið ?Snjókarlinn?, eftir Þórarin Eldjárn.


Og vakti lukku.


Annað sjónarhorn á gesti.


2. bekkur flutti ljóðið ?Haustrigningar?, úr nýrri bók Þórarins og Sigrúnar Eldjárn, Árstíðirnar.


2. bekkur aftur.


3. og 4. bekkur fluttu ljóðið um Jónas litla, eftir Þórarin Eldjárn, við gamla stemmu.


Sama.


5. bekkur tók sig til og rappaði eitt ljóða Þórarins, úr bókinni Gælur, fælur og þvælur.


Áheyrendur í norðri.


5. bekkur aftur.


Og aftur.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is