?Fugl fyrir milljón?


Á morgun, laugardaginn 2. október, verða Héðinsfjarðargöng opnuð. Á
dagskrá, tengdu því tilefni, er að tilkynna sigurvegara í
ljósmyndasamkeppninni ?Fugl fyrir milljón?, þar sem veitt verða verðlaun
fyrir 5 bestu myndirnar sem bárust, 1.000.000 króna fyrir fyrsta sætið
og glæsileg aukaverðlaun fyrir næstu 4 myndir.

Verðlaunaafhendingin fer fram við
Brimnes hótel í Ólafsfirði, kl. 13.00 á morgun, og mun
Jóhann Óli Hilmarsson, formaður dómnefndar tilkynna úrslit og veita
verðlaunin.

Maríuerlan er alltaf falleg.

Átaksverkefni ?Fugl fyrir milljón? er ætlað að vekja athygli á Tröllaskaga

sem fuglaskoðunarsvæði.

Myndir og texti: Brimnes hótel, Ólafsfirði.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is