?Á Siglufirði þarf menn með snjóskóflur?


Siglfirska glæpasagan Myrknætti eftir Ragnar Jónasson er nú á þrotum hjá útgefanda bókarinnar, samkvæmt upplýsingum frá forlaginu, Veröld, en bókin er þó enn fáanleg í verslunum. Vikan fjallaði um bókina á dögunum þar sem Guðríður Haraldsdóttir sagði að Myrknætti væri fínasti krimmi, spennandi og skemmtilegur, og á bókmenntavefnum Bókmenntir.is sagði Ingvi Þór Kormáksson í ritdómi sínum m.a.: ?Ragnar heldur lesandanum alltaf vel við efnið og spennan eykst rækilega undir lokin. Þannig nær bókin tilgangi sínum sem afbragðs afþreying.?

Þess má jafnframt geta að Siglufjörður var nýverið til umfjöllunar í þýska tímaritinu Bücher. ?Siglufjörður er ekki staðurinn þar sem menn leysa ráðgáturnar  yfir  bolla af  latte ? macchiato. Hér þarf menn með snjóskóflur,? var fullyrt í ritdómi Bücher, þar sem ennfremur sagði m.a.: ?[Höfundur] heldur töluverðum hraða frá fyrstu til síðustu blaðsíðu, persónurnar eru lifandi og samtölin trúverðug. [?] Glæpasaga af gamla skólanum með viðkunnanlegum lögreglumanni. Ragnar Jónasson segir sína ísköldu sögu á hófstilltan hátt.?

Nánar má lesa um umfjöllun Bücher á heimasíðu Veraldar.

Kápa bókarinnar er hönnuð af Siglfirðingnum Ragnari Helga Ólafssyni.

Mynd: Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is