Hebridean Sky í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Hebridean Sky kom fyrr í dag til hafnar í Siglufirði og fór um kvöldmatarleytið út aftur. Svo ánægjulega vildi til að á móti farþegum tók einhver sólríkasti dagur mánaðarins, ólíkt því sem var fyrir skemmstu, þegar Seabourn Quest kom hingað. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Strákagöng á N4 í kvöld

Í kvöld er á N4 þáttur sem nefnist Strákagöng og samfélagsleg áhrif þeirra. Hann byrjar kl. 21.30. Karl Eskil Pálsson heldur um alla þræði. Er þetta sá fyrsti í röð nokkurra þátta um jarðgöng á Norðurlandi. Mynd: Úr Lesbók Morgunblaðsins 1959. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ferðaþjónusta í öldudal

Á Ruv.is var í morgun birt viðtal við ýmsa fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi og þar á meðal Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri Selvíkur, sem rekur Sigló hótel. Það má nálgast hér. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ferming í Siglufjarðarkirkju

Á morgun, hvítasunnudag, 9. júní, kl. 11.00, verður ferming í Siglufjarðarkirkju. Þau sem fermast eru: Jón Einar Ólason, Eyrarflöt 10, Magnús Valdimar Einarsson, Sauðanesi, Mikael Daði Magnússon, Hávegi 12, Steinunn Svanhildur Heimisdóttir, Hverfisgötu 5a, Sverrir Jón Sigurðsson, Eyrarflöt 2 og Viktoría Unnur Jóhönnudóttir, Hafnartúni 36. Messan er öllum opin. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Færeyjaferðin 2019

Stór hluti eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði fór í heimsókn til Færeyja 29. maí, og kom heim aftur til 7. júní. Steingrímur Kristinsson var með í för og hefur nú birt myndir á þessari vefslóð. Sjón er sögu ríkari. Mynd: Steingrímur Kristinsson. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Hitabylgja í vændum

Fallegt veður hefur verið um land allt í dag, heiðskírt og bjart, og verður svo áfram víðast hvar, nema kannski helst á sunnudag. Eftir helgi er svo von á hitabylgju. Spáin fyrir þriðjudag er svofelld hjá Veðurstofu Íslands: „Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað. Hiti 11 til 20 stig að deginum, hlýjast…

Örlygur með sýningu

Á morgun, laugardaginn 8. júní kl. 14.00, opnar Örlygur Kristfinnsson sýningu sína „Lundabúðin“ í Söluturninum við Aðalgötu. Þar gefur að líta  sjötíu verk sem unnin eru með vatnslitum á pappír og fjörusprek. Sýningin verður opin flesta daga fram til 20. júlí. Mynd og texti: Aðsent.

Dagur hafsins

Alþjóðlegur dagur hafsins er 8. júní. Af því tilefni verður ýmislegt um að vera í Fjallabyggð. Sjá nánar á meðfylgjandi plakati. Mynd / plakat: Fjallabyggd.is. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Hver tók myndirnar?

Í gegnum tíðina hefur undirritaður fengið sendar ótal myndir af Gústa guðsmanni, vegna bókarinnar um hann sem verið hefur í smíðum í næstum tvo áratugi en er væntanleg í september á þessu ári, og í sumum tilvikum hafa ekki fylgt með nöfn ljósmyndara eða eigenda. Í öðrum tilvikum hafa nöfn orðið viðskila við myndir, þegar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is