Alþýðuhúsið í dymbilviku

Í lok dymbilviku verður efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sjöunda árið í röð. Skapast hefur sú hefð að bjóða upp á gjörningadagskrá og sýningaropnun í Kompunni á föstudaginn langa sem hefur verið kærkomin viðbót við annars öflugt menningarlíf á staðnum. Í ár bætast svo við tónleikar á laugardeginum þar sem þrjú tónskáld flytja…

Ljósmyndasýning um páskana

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar heldur ljósmyndasýningu um komandi páska og verður hún að þessu sinni á Ljóðasetri Íslands. Sýningin hefst á skírdag, 18. apríl, og verður opin til 24. apríl. Um sölusýningu verður að ræða og rennur allur ágóði til Ljóðasetursins. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

100 ár frá snjóflóðunum miklu

Í dag, 12. apríl, eru eitt hundrað ár síðan mikið snjóflóð féll úr Staðarhólshnjúk við Siglufjörð og sópaði með sér öllum mannvirkjum síldarverksmiðju Evangers og sex öðrum húsum. „Þar stóð ekki steinn yfir steini og eyðileggingin afskapleg,“ sagði í blaðinu Fram. Níu manns létust. Á sama tíma fórust sjö manns í snjóflóði á Engidal við…

Snjóflóðin miklu 1919

Þ. Ragnar Jónasson: Snjóflóðin miklu 1919 Á snjóþungum vetrum eru víða stórhættur af snjóflóðum þar sem snarbratt fjöll eru. Safnast oft hengjur framan í fjallsbrúnir eða í gil og gjár, og hengjurnar bresta svo þegar þungi þeirra er orðinn of mikill, með nýrri viðbót eða veðrabreytingum. Þannig er þetta víða í byggðum Siglufjarðarhéraðs. Mestu snjóflóðin…

Rykmengun í Héðinsfjarðargöngum

Töluverð mengun er í Héðinsfjarðargöngum þessa stundina. Að sögn Vegagerðarinnar á Akureyri er þetta líklegast ryk, sem þyrlast upp við mikla umferð stórra farartækja þar um, en vifturnar fara ekki sjálfkrafa í gang ef svo er, einungis ef um útblástursmengun er að ræða. Erfitt er við þetta að eiga, en til stendur að þrifa göngin…

Vísindaferð á Siglunes

Ingvar Erlingsson og Þorsteinn Stefánsson brugðu sér út á Siglunes í blíðviðrinu í gær, í vísindaferð. Ekki fékkst upp gefið hvað nákvæmlega var skoðað, en hér eru nokkrar myndir þaðan. Myndir: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Vegleg gjöf

Foreldrar barna á Leikskálum á Siglufirði hafa um árabil staðið fyrir fjölbreyttum fjáröflunum í nafni Foreldrafélags Leikskála, í þeim tilgangi að geta lagt sitthvað af mörkum til að gleðja börnin og auðga daglegt starf á leikskólanum. Á dögunum færði Foreldrafélagið Leikskálum afar veglega leikfangagjöf, að andvirði rúmlega 300.000 kr. – en sérstaklega var horft til…

Siglfirskur vagnstjóri

Leó R. Ólason strætóstjóri er einn þeirra sem við Hlemm í dag mótmæltu lökum kjörum og var í viðtali á Rúv af þeim sökum. Sjá nánar hér. Mynd: Aðsend (úr safni). Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu

Á sunnudaginn kemur, 7. apríl, kl. 14.30, mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Teresa kemur upphaflega frá Hong Kong. Hún hefur verið að vinna í lista- og menningargeiranum í yfir 8 ár. Hún hefur stjórnað sérstökum verkefnum hjá Listhús, Ólafsfirði, frá því að hún flutti…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is