Barnastarf Siglufjarðarkirkju

Á morgun, frá kl. 11.15 til 12.45, verður barnastarf Siglufjarðarkirkju í fullum gangi, en ljósamessa, sem vera átti frá kl. 17.00 til 18.00, fellur hins vegar niður af óviðráðanlegum orsökum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Brunnur með þinni hjálp

Bank, bank… – brunnur með þinni hjálp. Á hverju hausti ganga börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt í hús í sinni heimabyggð með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd. Þau eru að safna fyrir vatnsverkefnum Hjálparstarfsins í Afríku, nánar tiltekið í Eþíópíu og Úganda. Mörg undanfarin ár hafa þau safnað um átta milljónum króna í…

Halldóra, Marlís og Ronja

Að undanförnu hafa verið að birtast frásagnir og myndir af skelfilegum afleiðingum plasts, ekki síst á dýralíf í höfunum, og mikil vitundarvakning hefur orðið í kjölfarið, jafnt hér á landi sem annars staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) má ætla að eins og staðan er í dag eigi um 80% af plastinu í…

Ragnar Jónasson í viðtali

Ragnar Jónasson var í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag í tilefni af útkomu nýjustu skáldsögu hans, sem ber nafnið Þorpið. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu hér fyrir neðan. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Úrklippa: Úr Morgunblaðinu í dag.

Ný ljósmyndabók væntanleg

Starfsfólk Síldarminjasafnsins hefur unnið að útgáfu ljósmyndabókar undanfarið ár. Mikill metnaður var lagður í gerð bókarinnar sem telur rúmar 300 síður. Bókin, sem ber heitið Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018, er væntanleg úr prentun í desemberbyrjun. Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins. Sjá nánar þar. Mynd: Af heimasíðu Síldarminjasafnsins. Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Bingó á sunnudag

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í safnaðarheimilinu á sunnudaginn kemur, 4. nóvember, og hefst það kl. 15.00. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hjón tilnefnd heiðursfélagar

Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru í fyrradag tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram í Borgarleikhúsinu. Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989. Hún sá um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. „Vandaðri, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri…

Nýr formaður kosinn

Fjölmenni var á aðalfundi Siglfirðingafélagsins í gærkvöldi sem haldinn var í Bústaðakirkju. Jónas Skúlason, fyrrverandi varaformaður félagsins, var kosinn formaður og tók við af Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, sem lét af embætti eftir 8 ára setu á formannsstóli. Ný í stjórn voru kosin Birgir Gunnarsson, Gunnhildur Gígja Þórisdóttir og Hlöðver Sigurðsson en þau tóku sæti Halldóru…

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins 2018 verður haldinn annað kvöld, þriðjudaginn 30. október, í safnaðarheimili Bústaðakirkju og hefst stundvíslega kl. 20.00. Kittý Gull býður upp á kaffi og vöfflur, næg bílastæði og skemmtilegur félagsskapur. Sýndur verður bútur úr sjónvarpsþáttum um sögu Siglufjarðar sem sýndir verða á RÚV í vetur. Fjölmennum. Stjórnin Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is