Ljósamessa á morgun

Á morgun kl. 17.00 verður ljósamessa í Siglufjarðarkirkju á rólegum nótum, við almennan söng og píanóundirleik. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hvítt í efstu brúnum

Fallegur hefur þessi septemberdagur verið nyrst á Tröllaskaga. Og er. Siglfirskir fjallatindar bera þó margir hverjir snjóhettu eftir kulda næturinnar. Hvort þessi áminning um veturinn fer eða verður á svo eftir að koma í ljós. Veðurspáin er þessi: „Austanátt, víða 10-18 m/s og rigning, en hægari og úrkomulítið N-lands fram á nótt. Norðaustan 13-20 m/s…

Myndarlegur borgarísjaki

Þessi myndarlegi borgarísjaki er þessa stundina norður af mynni Siglufjarðar og hefur fjöldi manns verið út við Strákagöng í dag að berja hann augum. Sjá líka hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Kort: Veðurstofa Íslands.

Skrifum öll undir

Þessa dagana er í gangi rafræn undirskriftasöfnun til stuðnings bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Henni lýkur 8. október næstkomandi. Allir sem orðnir eru 18 ára mega taka þátt. Siglfirðingur.is hvetur hér með lesendur sína til dáða. Slóðin er http://listar.island.is/Stydjum/23. Undirskriftirnar verða síðan afhentar Alþingi og ríkisstjórn. Mynd: Fengin úr Morgunblaðinu í dag. Texti: Sigurður Ægisson |…

Veggspjaldasýning um mannát

Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðing, sem var að opna Veggspjaldasýningu í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík, um mannát í íslenskum þjóðsögum. Dagrún Ósk á m.a. rætur í Siglufirði. Foreldrar hennar eru Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson. Ester er dóttir Sædísar Eiríksdóttur (f. 1944) og Sigfúsar Magnúsar Steingrímssonar (f. 1942,…

Alþjóðlegt briddsmót um helgina

Norðurljósamótið, alþjóðlegt briddsmót, fer fram í íþróttahúsinu á Siglufirði um komandi helgi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið. Alls eru 30 sveitir og 50 pör skráð til leiks, þar af flestir bestu spilarar landsins. Einnig er meðal keppenda dönsk sveit, skipuð spilurum sem oft hafa spilað á Briddshátíð í Reykjavík. Mótið hefst…

Svifflugfélag Siglufjarðar

Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar var í gær afhent til varðveislu Fundargerðarbók Svifflugsfélags Siglufjarðar, sem starfaði hér á árunum 1939-1942. Í siglfirsku tímariti sem nefndist Brautin og kom út á árunum 1936-1938 og var gefið út af Siglufjarðardeild K.F.Í. ritar Sigtryggur Helgason um aðdragandann að stofnun umrædds félags. Hann segir: „Hér á landi hefir til skamms tíma verið…

Tvær hjónavígslur í gær

Tvær hjónavígslur voru í Siglufjarðarkirkju í gær, laugardaginn 8. september. Kl. 14.30 voru gefin saman Jón Fannar Ólafsson og Júlía Sjørup Eiríksdóttir. Þau eiga heima á Akureyri en eru aðflutt, komu þangað til að nema við Háskólann á Akureyri árið 2011 og hafa búið þar síðan. Jón, sem er lögfræðingur að mennt, fæddist á Selfossi…

2,43% aukning frá síðasta ári

Alls heimsóttu tæplega 3.500 ferðamenn Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar frá maí til ágúst í ár. Af þeim fjölda komu 3.207 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það 2,43% aukning frá síðasta ári. Þetta má lesa á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar. Mynd: Tom Brechet. Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gengið í skólann

Verkefnið „Göngum í skólann“ hófst í gær, 5. september, og mun ljúka formlega með alþjóðlega „Göngum í skólann“ deginum 10. október næstkomandi. Grunnskóli Fjallabyggðar tekur þátt í átakinu. Markmiðið er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka um leið færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is