Kveðið úr kirkjuturni

Í gær hófst flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju, eins og verið hefur undanfarin þrjú sumur. Þar er um að ræða upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð á völdum kvæða- og sönglögum, sem spilaðar eru tvisvar á dag, kl. 12.30 og kl. 18.15. Alls er um að ræða sjö verk að þessu…

Þýska lúxusfleyið Bremen

Þýska lúxusfleyið Bremen var í Siglufirði í dag, lét úr höfn kl. 18.00. Það tekur 155 farþega og er rekið af Hapag-Lloyd. Hér má líta um borð og fá nánari upplýsingar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ást og uppreisn

Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar í sumar hefur verið birt (sjá hér). Á Facebooksíðu Gunnsteins Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, segir: „Í ár verður þjóðlagahátíðin haldin í 20. skipti á Siglufirði, dagana 3.-7. júlí. Hvern hefði órað fyrir því að stutt heimsókn norður á Siglufjörð í byrjun september árið 1997 ætti eftir að draga slíkan dilk á eftir sér?…

Þormóðseyrin

Í fréttaleysi daganna mætti benda á áhugaverða skýrslu sem kom út í fyrra í flokknum Verndarsvæði í byggð. Hún fjallaði um Þormóðseyri á Siglufirði og hafði að gera með skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja þar. Höfundar eru Birna Lárusdóttir og Birkir Einarsson. Sjá hér. Mynd: Úr umræddri skýrslu. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Rit um gönguleiðir í Fjallabyggð – Kynning á Siglufirði 16. júní

Í vikunni gaf Ferðafélag Íslands út rit um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum. Höfundurinn ritsins er Siglfirðingurinn Björn Z. Ásgrímsson. Heiti þess er Fjallabyggð og Fljót – 25 gönguleiðir um fjallstinda og fjallaskörð. Þetta er fallegt og fróðlegt rit sem hentar vel að taka meðferðis í stuttar og lengri leiðir. Þar eru gagnlegar lýsingar allra…

Anita Elefsen á N4

Anita Elefsen var í 30 mínútna viðtali á N4 á dögunum, í þættinum Landsbyggðir. Það má nálgast hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Fiskbúðin opnuð á ný

Fiskbúð Fjallabyggðar var opnuð í dag eftir gagngerar breytingar og er óhætt að segja að þær hafi tekist frábærlega vel. Mikið var að gera og fólk ánægt með það sem á boðstólum var. Er full ástæða til að óska þeim hjónum, Valgerði og Hákoni, innilega til hamingju með þetta og alls hins besta í komandi…

Hebridean Sky í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Hebridean Sky kom fyrr í dag til hafnar í Siglufirði og fór um kvöldmatarleytið út aftur. Svo ánægjulega vildi til að á móti farþegum tók einhver sólríkasti dagur mánaðarins, ólíkt því sem var fyrir skemmstu, þegar Seabourn Quest kom hingað. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Strákagöng á N4 í kvöld

Í kvöld er á N4 þáttur sem nefnist Strákagöng og samfélagsleg áhrif þeirra. Hann byrjar kl. 21.30. Karl Eskil Pálsson heldur um alla þræði. Er þetta sá fyrsti í röð nokkurra þátta um jarðgöng á Norðurlandi. Mynd: Úr Lesbók Morgunblaðsins 1959. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is