Kristbjörn stýrir endurvinnslu

Pappírsverksmiðjan Ranheim Paper & Board endurvinnur helminginn af öllum bylgjupappa sem safnað er til endurvinnslu í Noregi. Verksmiðjan var stofnuð í lok nítjándu aldar og er í úthverfi Þrándheims (sjá hér). Á vefsíðunni Randheimsavisa er rætt við framkvæmdastórann sem er Siglfirðingurinn Kristbjörn Bjarnason. Hann er sonur Bjarna Sigurðssonar sjómanns og lögregluþjóns, sem kenndur var við…

Ungur fálki í heimsókn

Ungur fálki sat í dag hinn rólegasti á einum ljósastauranna sem eru meðfram Langeyrarveginum og hreyfði sig ekki þótt fólk gengi framhjá. Þarna var hann lungann úr deginum, skimandi eftir bráð. Hann lét sig hverfa um fimmleytið. Skemmst er að minnast annars á sama stað í lok janúar í fyrra og eins til í lok…

Vetrarfrí

Barnastarf Siglufjarðarkirkju tekur sér vetrarfrí á morgun, sunnudag. Næsti kirkjuskólatími verður 25. febrúar. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Pósturinn í nýtt húsnæði

Pósturinn á Siglufirði, sem í um hálfa öld hefur haft aðstöðu við Aðalgötu 24, flutti í nýtt húsnæði í dag, nánar tiltekið að Aðalgötu 34. Hið eldra var farið að láta nokkuð á sjá og mun enda hafa verið það eina á vegum fyrirtækisins sem var orðið eftir með upphaflegar innréttingar að stærstum hluta. Kaffiveitingar…

Siglfirskt snjóhús í Noregi

Siglfirðingarnir og hjónin Anna Lind Björnsdóttir og Arnar Þór Stefánsson, sem búsett eru í Drammen í Noregi, voru í skemmtilegri frétt á Vísi í gær. Sjá hér. Mynd: Vísir.is/Anna Lind Björnsdóttir. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

112 dagurinn

Í dag, 11. febrúar, er 112 dagurinn. Var hann að venju haldinn um allt land, þar sem veður ekki hamlaði. Að því tilefni renndu sér í gegnum bæinn fulltrúar þeirra aðila sem alltaf ertu í viðbragðsstöðu í Fjallabyggð.   Myndir: Anna Hulda Júlíusdóttir. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kirkjuskóli í fyrramálið

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur kl. 12.45. Næsta sunnudag, 18. febrúar, verður hins vegar vetrarfrí. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjarðarvegur lokaður

Ófært er milli Siglufjarðar og Fljóta og óvissustigi (kóða B) var lýst yfir kl. 12.30 í dag varðandi snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla. Mynd: Vegagerðin.is. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Snjóflóðaviðvörun

Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu um fjögurleytið í dag um að snjóflóðahætta væri möguleg í Ólafsfjarðarmúla upp úr hádegi á morgun. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan, sem er fengið af vefnum Belgingur.is, er spáð mikilli ofankomu og vindi á nær öllu landinu. Mynd: Belgingur.is. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Héðinsfjörður

Í fréttaleysi daganna er hér birt ein stemmningsmynd úr Héðinsfirði, tekin haustið 2013. Annars varð Siglfirðingur.is fyrir árás hakkara á dögunum, sem komu því svo fyrir að ekki var hægt að komast þar inn til að skrifa. En það kom sumsé ekki að sök. Nú er þetta komið í lag til bráðabirgða, en ráðist verður…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is