Breytingar hjá Genís

Á dögunum var greint frá því að Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, hefði verið ráðinn forstjóri líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði. Einnig var Árni Geir Pálsson, fyrrverandi forstjóri Icelandic Group, ráðinn til fyrirtækisins. Sjá nánar í meðfylgjandi fylgju úr Viðskiptamogganum 11. maí og Morgunblaðinu 13. maí. Mynd og texti: Sigurður Ægisson |…

99 ára afmæli bæjarins

Á þessum degi, 20. maí, árið 1818 samþykkti Friðrik konungur sjötti tilskipun um að Siglufjörður í Eyjafjarðarsýslu skyldi vera löggiltur verslunarstaður. Hundrað árum síðar, 20. maí 1918, var tilkynnt að Alþingi hefði samþykkt að veita Siglufirði kaupstaðarréttindi. Í siglfirska blaðinu Fram var fjallað um afmælið og hátíðahöldin 1918. Snemma að morgni 20. maí var skotið…

Gagginn opinn á morgun

Opið hús verður í Gagganum á morgun, laugardag, frá kl. 12.00 til 13.15. Nú munu 10 íbúðir vera seldar og einungis 5 eftir. Allir eru velkomnir. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Alþjóðleg ráðstefna um ljóstækni

Alþjóðleg ráðstefna um ljóstækni hefur farið fram á Siglufirði undanfarna daga. Ráðstefnan ber yfirskriftina Dinamo 2017 og hana sækja um 70 sérfræðingar alls staðar að úr heiminum. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur haft veg og vanda að undirbúningi og skipulagningu ráðstefnunnar. Ráðstefnugestir komu til Siglufjarðar sl. sunnudag og hafa fundað stíft alla vikuna. Dagskráin hefur verið brotin…

Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Siglufjarðar snemma í morgun. Það var Ocean Diamond sem lagðist að Óskarsbryggju. Komur skemmtiferðaskipa hingað verða á fjórða tuginn í sumar. Myndin hér fyrir ofan var tekin þegar skipið lagði úr höfn kl. rúmlega 12.00. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Sólberg ÓF 1 komið til heimahafnar

Sólberg ÓF 1 kom til heimahafnar í Siglufirði í morgun. Þetta er hið glæsilegasta fley, hannað af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðað í Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Það er tæpir 80 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. Rými verður fyrir allt að 1.200 tonn af afurðum á brettum í 1.900…

Hundrað milljónir í nýjan veg

Hundrað milljónum króna hefur verið veitt í nýjan veg að skíðasvæðinu í Skarðsdal. Vegurinn er talinn nauðsynlegur hluti endurbóta vegna snjóflóðahættu. Skíðasvæðið hefur verið rekið á undanþágu síðustu ár, en hluti þess er skilgreint sem snjóflóðahættusvæði. Samkvæmt áhættumati þarf að færa skíðaskála og lyftu af neðsta hluta svæðisins og leggja nýjan veg. Þetta má lesa…

Kökubasar leikskólans

Á morgun, fimmtudag, verður árlegur kökubasar leikskólans í Kiwanishúsinu. Kaupa má tertur, kökur og brauð frá kl. 08.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Yfirlitssýning á verkum Abbýar

Laugardaginn 20. maí kl. 14.00 opnar Arnfinna Björnsdóttir, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, sýningu í Ráðhússalnum að Gránugötu 24. Siglufirði. Hún verður opin til kl. 17.00 þann dag. Einnig verður opið sunnudaginn 21. maí frá kl. 14.00 til 17.00. Sýningin er yfirlitssýning á verkum Abbýar, eins og hún er kölluð, frá fyrstu verkum og til dagsins í dag….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is