Myndin sem prýðir Moggann

Mikael Sigurðsson, fimmtán ára Siglfirðingur, á mynd á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Þar er um að ræða sjaldgæfan flækingsfugl, þistilfinku. Hún á heimkynni í Evrópu, Norður-Afríku og vestur- og mið-Asíu og heldur sig einkum í skóglendi. Myndin var tekin á Fáskrúðsfirði 13. janúar síðastliðinn. Finkan var þar í slagtogi með auðnutittlingum, sem eru…

Ingvar með ljósmyndasíðu

Ingvar Erlingsson hleypti af stokkunum ljósmyndasíðu á Facebook á dögunum. Þar er margt fallegt að sjá, héðan og þaðan af landinu. Mynd: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kona vitavarðarins

Um helgina var rætt við Elfríði Pálsdóttur á Rás 1. Umræðuefnið var Þýskaland stríðsáranna og hvernig var að koma sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð. Hún giftist Erlendi Magnússyni sem var bóndi og vitavörður á Siglunesi og síðan bjuggu þau lengi á Dalatanga við Mjóafjörð. Árið 2011 kom út bókin Elfríð með endurminningum þessarar lífsreyndu…

Ljóðið lifir

Frétt Morgunblaðsins í gær (sjá hér) um vaxandi aðsókn í Ljóðasetrið á Siglufirði vakti athygli umsjónarmanna Lestarinnar á Rás 1 í dag. Hringt var í Þórarin Hannesson og er hægt að hlusta á viðtalið hér (byrjar 13:40). Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vetur konungur minnir á sig

Töluvert hefur fennt í Siglufirði undanfarna daga og hafa snjóruðningstæki verið stöðugt á ferðinni við að hreinsa götur og vegi, eftir því sem kostur er. Þessa stundina er Siglufjarðarvegur reyndar lokaður. Mjög kalt verður næstu daga og einhver ofankoma, m.a. á morgun. Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin fyrr í dag á Túngötunni. Kortið hér…

Finnski utanríkisráðherrann í heimsókn

„Tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, málefni norðurslóða, Norðurlandasamstarfið, Evrópumál og öryggis- og varnarmál voru á meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, á fundi þeirra fyrr í dag sem fram fór á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Soini, sem er staddur hér á landi í vinnuheimsókn, kynnti sér jafnframt atvinnulíf og…

GAMMA og Genís

„Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins og mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi. GAMMA var ráðgjafi Genís við fjármögnunina.“ Þetta segir í aðsendri tilkynningu, sem var að berast. Og áfram: „Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði…

Stóraukin aðsókn á Ljóðasetrið

Stóraukin aðsókn er á Ljóðasetur Íslands á Siglufirði, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break hóf að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar á veturna. Fjölmargir hópar hafa pantað heimsókn á setrið fram í mars en aukin ásókn ferðamanna hleypir nýju lífi í vetrartímann að sögn Þórarins Hannessonar, stofnanda og forstöðumanns Ljóðaseturs Íslands,…

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 24. janúar næstkomandi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18.00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Mynd: Úr safni. Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Spá 40-50 m/​s í dag

Það er spáð kolvitlausu veðri í dag og nótt, að því er fram kemur á Mbl.is. Á Ströndum og Norður­landi vestra tek­ur gul viðvör­un gildi klukk­an 13.00 og gild­ir til 10.00 í fyrra­málið. Þar er spáð suðvest­an 15-25 m/​s með vind­hviðum 35-45 m/​s við fjöll, hvass­ast á Strönd­um og í Skagaf­irði. Á Norður­landi eystra tek­ur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is