Grunsamlegar mannaferðir

Lögregla á Norðurlandi eystra sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær á Facebooksíðu sinni: Sælir, kæru lesendur. Okkur langar að biðja ykkur að muna að læsa útidyrum íbúða og húsa ykkar og ef þið farið af bæ að sjá til þess að gluggar séu lokaðir ef búið er á jarðhæð. Við höfum grun um að…

Sýning í Gránu og Herhúsinu

Laugardaginn 14. september kl. 14.00 verður opnuð samsýning fimm myndlistarmanna og ljósmyndara í Síldarminjasafninu (Gránu) og Herhúsinu á Siglufirði. Sýnendur eru þau Haraldur Ingi Haraldsson sem sýnir Cod Head (akrýlverk á plastfilmu), Garún sýnir Skuggasveina (kindahorn og ull), J. Pasila ljósmyndaverk, Björn Valdimarsson ljósmyndir úr myndaröðinni Hvarf og Bergþór Morthens er með Flekann, olíu- og…

Þróar lyf gegn tíðaverkjum

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði vinnur nú að lyfjarannsóknum sem Hilmar Bragi Janusson, forstjóri fyrirtækisins, hefur trú á að geti orðið að fullgildum lyfjum á komandi árum. Meðal þess sem nú er unnið að því að vinna bug á eru tíðaverkir kvenna en þróunarstarf á slíku lyfi er komið einna lengst á vettvangi fyrirtækisins.“ Þetta má…

Fleiri siglfirskar afreksstúlkur

Þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna í blaki hafa valið lokahópinn sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku. Þar á meðal er siglfirsk stúlka, Margrét Brynja Hlöðversdóttir, fædd 13. október 2004, en Anna Brynja, sem valin var í U15 ára í knattspyrnu á dögunum og er nýkomin heim frá Víetnam eftir sigurför þangað, og…

Íslensku stúlkurnar unnu mótið

Eins og greint var frá 26. ágúst var Siglfirðingurinn Anna Brynja Agnarsdóttir valin í U15 landslið Íslands í knattspyrnu, sem þá var á leið á æfingamót í Hanoi í Víetnam. Skemmst er frá því að segja, að íslensku stúlkurnar unnu mótið. Úrslit leikjanna voru þessi: Ísland – Hong Kong 8-0 Ísland – Mjanmar 1-1 Ísland…

Fermingarbörn í Vatnaskógi

Fermingarárgangur vetrarins er þessa dagana á námskeiði í Vatnaskógi, sem er við Eyrarvatn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Eins og sjá má á andlitum og látbragði siglfirsku ungmennanna er þetta hin besta skemmtun. Þarna eru líka jafnaldrar þeirra af Vestfjörðum. Heimferð er ráðgerð á morgun, fimmtudag, um kl. 15.00. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vaknaðu

Á allra vörum“ er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem íslenska þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt málefni á ári – eitthvað sem þarfnast sérstakrar athygli og aðstoðar. Síðan er ákveðið fyrir hverju skal safna, en það verður að liggja skýrt fyrir áður en…

Fermingardagar ákveðnir

Fermingardagar næsta árs í Siglufjarðarprestakalli hafa verið ákveðnir. Þeir verða tveir, annars vegar skírdagur, 9. apríl kl. 11.00, og hins vegar hvítasunnudagur, 31. maí kl. 11.00. Fermingarbörn verða tólf. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin um borð í Níelsi Jónssyni EA 106 í lok maí, þegar árgangurinn, Ólafsfirðingar og Siglfirðingar, hélt í vorferð sína ásamt kennara og…

Valin í U15 landsliðið

Siglfirðingurinn Anna Brynja Agnarsdóttir, nýlega orðin 15 ára gömul, hefur verið valin í U15 landslið Íslands í knattspyrnu. Hún leikur með Þór á Akureyri, er á yngra ári í 3. flokki en hefur jafnframt verið að spila með 2. flokki í sumar. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Þór/KA á Íslandsmótinu í Pepsi Max…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is