„Þetta var bara ágæt­is túr“

Þetta var bara ágæt­is túr,“ seg­ir Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma hf., í sam­tali við 200 míl­ur, en tog­ari fé­lagins Sól­berg ÓF1 er nú að landa 1.100 tonn­um á Sigluf­irði að verðmæti um 470 millj­ón­um króna og var veitt í um mánuð, að sögn fram­kvæmda­stjór­ans. „Þetta var mest þorsk­ur,“ bæt­ir hann við. Sól­berg kom við á…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45. Annað kvöld, frá kl. 20.00 til kl. 20.45, verður svo Heimilismessa í safnaðarheimilinu. Boðið verður upp á konfekt og eitthvað heitt og kalt að drekka. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Norðan slagveðursrigning

Töluvert hefur rignt í hvassri norðanátt í Siglufirði frá miðjum degi og fram á kvöld og það svo að flætt hefur upp um niðurföll og brunna sumstaðar í bænum. Verst er ástandið á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu en einnig er það slæmt á mörkum Eyrarflatar og Langeyrarvegar. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur verið að aðstoða við dælingu….

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Þann 15. október, á þriðjudag í næstu viku, kl. 20.00 munu rafnar, Dušana og Framfari, halda litríkan fögnuð og listviðburð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar verður boðið upp á heimatilbúinn blöndung af tónverkum, myndlist og videoverkum. Samhliða hljómleikunum opnar ný listasýning í Kompunni með verkum eftir Dušana Pavlovičová. Sýningin er hluti af heildarverkinu VODA sem…

Barnastarf Siglufjarðarkirkju

Kirkjuskólinn hefst á morgun, sunnudag, 6. október, og verður á sama tíma og undanfarin ár, þ.e.a.s. frá kl. 11.15 til 12.45. Þar verður splunkunýtt og afar vandað fræðsluefni kynnt til sögunnar og afhent, sem 17 fyrirtæki bæjarins hafa af miklum rausnarskap keypt og gefið barnastarfinu hér. Þetta eru Aðalbakarinn ehf., Byggingafélagið Berg ehf., Efnalaugin Lind…

Með fjöll á herðum sér – ljóðaleikur – Stefán Hörður Grímsson

Í ár er aldarafmæli ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar, eins áhrifamesta ljóðskálds sinnar tíðar. Ljóðasetur Íslands og Kómedíuleikhúsið hafa sett saman sérstakan ljóðaleik í tilefni tímamótanna. Ljóðaleikurinn inniheldur úrval ljóða úr smiðju Stefáns Harðar, sem flutt verða bæði í tali og tónum. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin og Þórarinn Hannesson, tónlistarmaður, leikur og syngur eigin…

Fegurð haustsins

Ragnar Ragnarsson, sjómaður og göngugarpur, hefur verið á fjöllum hér í kring undanfarið og tekið myndir af fegurðinni sem við hefur blasað alls staðar. Siglfirðingur.is fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta nokkrar þeirra hér. Þær voru teknar 22., 23., 25. og 26. september. Sjón er sögu ríkari. Myndir: Ragnar Ragnarsson. Texti: Sigurður Ægisson |…

Siglfirðingurinn treystir MAX-vélunum

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var rætt við flugstjóra hjá Icelandair um flutning fimm Boeingvéla af MAX-gerð til Frakklands, tímabundið. Þessi flugstjóri heitir Þórarinn Hjálmarsson og er sonur Hjálmars Stefánssonar og Höllu Haraldsdóttir, sem eru innfæddir Siglfirðingar. Á yngri árum var Hjálmar framarlega í skíðaíþróttinni. Halla er listakona. Stórt verk eftir hana er á…

Ljósamessa á morgun

Á morgun kl. 17.00 verður fyrsta ljósamessa (kertamessa) vetrarins í Siglufjarðarkirkju, á rólegum nótum og við almennan söng og píanóundirleik. Hún verður að þessu sinni í umsjá Jónínu Ólafsdóttur prests í Dalvíkurprestakalli. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is