Lífið á Sigló

Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar hafa látið setja myndefni frá Ólafi Ragnarssyni við lag sem sumarið 2010 var tekið upp vegna Síldarævintýris. Höfundur þess er Gylfi Ægisson. Textann gerði undirritaður. Miðaldamenn sáu um undirleik og bakraddir og var sá partur tekinn upp í Shellhúsinu niðri á Eyri en söngur Ragnars Bjarnasonar í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar í…

20 stiga hiti

Spáð er töluverðum hlýindum á norðanverðu landinu í dag. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: „Sunnan 8-15 og sums staðar dálítil rigning í fyrstu. Hiti 10 til 17 stig. Sunnan 5-10 og líkur á skúrum á morgun. Hiti 8 til 14 stig.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Sunnan og suðaustan 8-13, bjartviðri og hiti…

Líf og dauði geirfuglsins

Örlygur Kristfinnsson opnar vatnslitamyndasýningu í Söluturninum að Aðalgötu 23 í Siglufirði á morgun, 29. maí kl. 15.00. Hún fjallar um líf og dauða geirfuglsins, sem var útrýmt fyrir miðja 19. öld, að talið er. Opið verður til 31. maí frá klukkan 15.00 og 17.00. Forsíðumynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] Mynd af geirfuglum: Örlygur…

Leggst gegn friðun Eyjafjarðar

Bæjarráð Fjallabyggðar leggst gegn því að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eins og meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar vill að verði gert. Miklir möguleikar séu til frekari þróunar í greininni en stíga þurfi varlega til jarðar. Þetta má lesa á Rúv.is. Sjá nánar þar. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson │ [email protected]

Rusl og meira rusl

Rusl og meira rusl – kannski á maður bara að loka augunum og láta þetta vera? Þetta skrifar Raggi Ragg á Fésbókarsíðu sinni. En hann lætur alls ekki deigan síga – dag eftir dag fara þau, hann og Lísa Dombrowe, allar fjörur og mýrar og móa frá Hólsárósi og út að Staðarhóli, þriggja kílómetra leið…

Gullpeningur og bæn undir mastri

Keil­ir SI, áður Krist­björg ÞH 44, er í slipp á Húsa­vík, þar sem verið er að gera upp bát­inn og end­ur­smíða. Þegar eig­and­inn Gunn­ar Júlí­us­son á Sigluf­irði tók mastrið niður fann hann gull­pen­ing vel vaf­inn inn í papp­ír sem á var skrifuð sjó­ferðabæn fyr­ir áhöfn­ina og bát­inn.“ Þetta má lesa í dag á Mbl.is. Sjá…

Hámarkshraði í húsagötum

Björn Valdimarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði, sendi Bæjarráði Fjallabyggðar eftirfarandi bréf í dag.   Siglufirði 17. maí 2020 Bæjarráð Fjallabyggðar   Hámarkshraði í húsagötum / íbúðagötum í Fjallabyggð Miðað við bókanir Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar er stefnt að því að hækka hámarkshraða í húsagötum í 40 km/klst. Skv. lauslegri könnun minni er algengast hjá sveitarfélögum út…

Tóbaks- og rafrettulaus bekkur

Um þessar mundir tekur 8. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í keppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur. Keppnin var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 30 árum en Ísland er nú með í tuttugasta og fyrsta sinn. Embætti landlæknis sér um keppnina hér á landi og til þess að fá að vera með þurftu nemendur að skrifa undir…

Gaf þrjú hjartastuðtæki

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð færði á dögunum kirkjunum í sveitarfélaginu og Síldarminjasafninu á Siglufirði hjartastuðtæki af PAD-350 gerð, ásamt skáp og fylgihlutum. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin við afhendinguna í Siglufjarðarkirkju. Sjá líka hér. Forsíðumynd: Kiwanisklúbburinn Skjöldur. Mynd af afhendingarskjali og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Haldið köttum inni á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]