RAX og Jóna á Siglufirði

Sýning verður opnuð 17. júní á ljósmyndasögusafninu, Saga-Fotografica, á Siglufirði eins og hefð er orðin fyrir. Í sumar verða þar á veggjum verk tveggja ljósmyndara; annars vegar myndir Ragnars Axelssonar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, hins vegar verk Jónu Þorvaldsdóttur. Fimm stórar Grænlandsmyndir Ragnar verða til sýnis á Siglufirði, auk nokkurra minni úr safni hjónanna…

Björn og Scott í Ólafsfirði

Ástralski ljósmyndarinn Scott Probst, sem nú er húshaldari í Listhúsinu á Ólafsfirði, og Björn Valdimarsson, halda ljósmyndasýningu í Kaffi Klöru nú í sumar. Myndirnar voru teknar á Ólafsfirði og víðar á Norðurlandi. Scott sýnir myndir af húsum og landslagi og Björn af fólki sem býr eða hefur starfað í Ólafsfirði. Sýninging verður opnuð þann 17….

Með GPS-tæki á bakinu

Þann 24. maí síðastliðinn náðist mynd af jaðrakaninum hér fyrir ofan. Það sem vakti athygli tíðindamanns var litli skjárinn sem hann var með á bakinu auk þess sem litmerki á öðrum fæti voru þrjú, en ekki tvö eins og hjá Bretunum sem hafa verið að merkja jaðrakana í Siglufirði á undanförnum árum, og svo var…

Uppstilling með speglum

Á morgun, laugardaginn 9. júní, kl. 14.00, opnar Helgi Þorgils Friðjónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin ber yfirskriftina Uppstilling með speglum og er að mestu ný verk unnin með Kompuna í huga. Sýning Helga stendur til 24. júní og er opin daglega kl. 14.00–17.00. Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur í Búðardal 1953, en…

Siglufjarðarkirkja opin í sumar

Eins og verið hefur undanfarin ár verður Siglufjarðarkirkja opin heimafólki og gestum til skoðunar frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga, virka og helga, í sumar, svo fremi að ekki séu þar athafnir í gangi eða kirkjan upptekin út af einhverju öðru, s.s. tónleikum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Pan orama við Óskarsbryggju

Á sumrin má sjá alls kyns fley líða inn Siglufjörð, lítil og stærri, og eitt lagðist í gær að Óskarsbryggju. Þar var um að ræða gríska skútu, Pan orama, sem, að því er lesa má á Marinetraffic.com, var smíðuð árið 1991 og er 52,75 m löng og 12,01 m breið. Hún var að koma frá…

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er runninn upp. Kl. 14.30 verður athöfn á Rammatúni, þar sem sjómaður verður heiðraður og blómsveigur lagður að minnisvarðanum um týnda og drukknaða sjómenn. Kl. 15.00-17.00 verður Slysavarnadeildin Vörn síðan með kaffisölu á Rauðku. Dagskrá sjómannadagshelgarinnar var að öðru leyti birt hér 30. maí. Siglfirðingur.is færir öllum sjómönnum, nær og fjær, og fjölskyldum þeirra,…

Úthlutað úr SMS

Stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar, en í henni sitja Oddgeir Reynisson, formaður, Jón Hrólfur Baldursson og Sigurður Friðfinnur Hauksson, hefur tekið ákvörðun um úthlutun á 25 styrkjum þetta árið sem hljóða upp á samtals  6.570.000 kr. Neðangreindir aðilar hlutu styrk: Mynd: Tom Brechet. Birt með leyfi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Aðalgata lokuð í dag og á morgun

„Vegna viðgerða á þaki tónlistarskólans við Aðalgötu fimmtudaginn 31. maí og föstudaginn 1. júní verður götunni lokað fyrir bílaumferð milli Lækjargötu og Grundargötu. Gangandi vegfarendum er bent á að ganga norðanmegin götunnar á meðan viðgerð stendur yfir.“ Þetta má lesa á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar. Og hér. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Fjallabyggð.is…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is