Írar fræðast um Siglufjörð

Grein eftir Ragnar Jónasson rithöfund birtist í gær á menningarsíðu The Irish Times og var mest lesna menningargreinin þann dag. Þar segir Ragnar að enda þótt söguþráður Siglufjarðarbóka hans sé skáldaður upp og sögupersónurnar séu ekki til þá sé sögusviðið raunverulegt. Síðan segir hann frá tengingu sinni við Siglufjörð og lýsir bænum í stórum dráttum….

Eyjar – ferðalag í tónum

Laugardagskvöldið 14. júlí í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins munu hinar nafntoguðu tónlistarkonur Sophie Ramsay frá Skotlandi og Sarah Smout frá Englandi flytja ný og gömul þjóðlög frá ýmsum löndum. Tónleikarnir í Þjóðlagasetrinu, sem bera yfirskriftina EYJAR · ferðalag í tónum yfir láð og lög, eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra um Orkneyjar, Færeyjar og Ísland. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00,…

Helgistund á Hvanneyrarhólnum

Í fyrramálið kl. 11.00 verður helgistund með strandmenningarívafi fyrir ofan prestsetrið á Siglufirði, nánar tiltekið við minnisvarðann á Kirkjuhól, í umsjá sr. Sigríðar Mundu Jónsdóttur. Guðspjallið verður lesið á dönsku, finnsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku. Hugleiðingu flytur Ida Marguerite Semey. Almennur söngur. Undirleikari á harmonikku verður bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018, Sturlaugur Kristjánsson. Mynd og texti:…

Bliki var auðþekkjanlegur

Njörður S. Jóhannsson lauk nýverið við að smíða líkan af enn einu sögufrægu Fljótaskipinu og afraksturinn er eins og áður geysifagurt verk. Í það fóru 3.224 koparnaglar. Skipið sem nú varð fyrir valinu er Bliki, sem smíðað var á Hraunum í Fljótum árið 1862 af Jóhannesi Sigurðssyni. Það fórst árið 1871 með tíu manna áhöfn,…

Hátíð fyrir hálfri öld

Helgina 6.-7. júlí 1968 voru mikil hátíðahöld á Siglufirði í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli og 150 ára verslunarafmæli. Samkvæmt blaðafréttum voru á þriðja þúsund manns á Skólabalanum þegar hátíðin var sett. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp og gat um mikilvægi síldarvinnslunnar fyrir þróun þjóðfélagsins og minntist þess tíma þegar hann vann hjá Óskari Halldórssyni…

Flöskuskeyti á Siglunesi

Hinn fyrsta þessa mánaðar gengu þau Lisa Dombrowe og Ragnar Ragnarsson sem oftar Nesskriður út á Siglunes, fóru svo meðfram ströndinni fram hjá Reyðará inn í Nesdalinn og til baka yfir Kálfsskarðið. Vestan við Reyðará fundu þau flöskuskeyti í fjörunni, í plastflösku sem merkt var „BF 19.12.17“. Áhugavert væri að vita hver þessi Bára er…

Strandmenningarhátíðin sett

Norræna strandmenningarhátíðin NORDISK KUSTKULTUR var formlega sett hér í bæ kl. 17.00 í dag og mun hún standa fram á sunnudag, 8. júlí. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram. Norræna strandmenningarhátíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina Tónlist við haf og strönd. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2011 og hafa Norðurlöndin skipt með…

Afskekkt

Á morgun, 4. júlí, kl. 18.00–21.00, verður sýningin Afskekkt opnuð í sýningarrými Seguls 67 á Siglufirði og verður opin þar daglega á Strandmenningarhátíðinni, frá kl. 14.00 til 18.00, til 8. júlí. Listamennirnir sem taka þátt eru allir búsettir, alfarið eða að hluta, í Fjallabyggð og er áhugavert að stefna þeim saman til sýningar á Strandmenningarhátíð….

Trommukjöt í Kompunni

Á morgun, miðvikudaginn 4. júlí, kl. 14.00, opnar Freyja Eilíf sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin nefnist Trommukjöt. Til sýnis verða nýleg verk eftir listakonuna sem unnin eru eftir leiðslum út úr mannslíkamanum inn í aðra heima. „Á sýningunni Trommukjöt verða málverk, skúlptúrar og vídjóverk sem ég hef unnið sem minjar og vísbendingar annarra…

8 ára í dag

Siglfirðingur.is er 8 ára í dag. Hann fór af stað 3. júlí árið 2010 eftir um mánaðar undirbúningstíma og er óháður frétta-, upplýsinga- og mannlífsvefur, tileinkaður lífinu í Siglufirði, fyrr og nú, einkum því sem er jákvætt, uppbyggjandi og gefandi, og hafinn yfir pólitíska flokkadrætti og argaþras. Undirritaður þakkar hinum fjölmörgu lesendum, í rúmlega 100 þjóðlöndum,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is