Lúsmýið skæðast í Reykjavík

Um 14% full­orðinna Íslend­inga telja sig hafa verið bitin af lús­mýi á Íslandi í sum­ar sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup. Mbl.is greinir frá þessu í dag. Þar segir aukinheldur: „Tæp­lega tvö­falt fleiri íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins en lands­byggðar­inn­ar telja sig hafa verið bitna af lús­mýi í sum­ar, eða tæp­lega 17% Reyk­vík­inga á móti rúm­lega 9% íbú­um lands­byggðar­inn­ar. Þegar bú­seta…

Afhendingu Gests frestað

Á þriðjudag, 9. júlí síðast liðinn, stóð til að Njörður Jóhannsson þúsundþjalasmiður á Siglufirði myndi afhenda Fjallasölum ses líkan sitt af Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga og átti athöfnin að fara fram í Pálshúsi. Á sama tíma hugðist Njörður opna þar sýningu af vetrar- og vorskipum Fljótamanna, og átti hún að standa fram að helgi. Var…

Maddý selur gömludagadót

Maddý Þórðar flutti til Noregs fyrir þremur og hálfu ári og nýtur sín þar vel. Hún er þessa dagana í heimsókn á Siglufirði og hefur verið að fara í gegnum dót af ýmsu tagi, sem safnast hefur upp hjá henni í gegnum tíðina, eins og víðar. Gömludagadót, kallaði eitt barn það, sem er hið ágætasta…

Vítaspyrnukeppni Mumma

Hin árlega Vítaspyrnukeppni Mumma verður á sunnudaginn kemur, 14. júlí, á sparkvellinum á Siglufirði, og mun þetta vera í 25. sinn sem hún er haldin. Keppnin hefst kl. 13.00 og er fyrir alla krakka, 12 ára og yngri. Sjá líka hér. Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ sae@sae.is. Texti: Aðsendur.

Albatros í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Albatros er í heimsókn þessa stundina, liggur við akkeri á miðjum firðinum til klukkan 18.00 í dag. Farþegar, sem eru þýskir, eru fluttir að bryggju í léttbátum og hafa verið duglegir við að skoða bæinn, heimsækja söfn, setur, kaffihús og veitingastaði. Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins mun enda hafa farið um borð með fyrsta bát…

Ný og fersk veisluþjónusta

Nomy er ný og fersk veisluþjónusta, staðsett í glæsilegu eldhúsi að Hjallabrekku 2 í Kópavogi. Þeir sem standa að Nomy eru allir metnaðarfullir matreiðslumeistarar og hafa verið fyrirferðarmiklir á bestu veitingahúsum Reykjavíkur í gegnum tíðina. Eigendur eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson en þeir hafa yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur…

Hildur Eir á Ljóðasetrinu

Í dag, fimmtudaginn, 11. júlí, kl. 16.00, mun Hildur Eir Bolladóttir prestur við Akureyrarkirkju heimsækja Ljóðasetrið og lesa þar úr ljóðabók sinni, Líkn. Þetta er fyrsta ljóðabók Hildar Eirar og hefur hún hlotið mjög góða dóma, er ein mesta selda ljóðabók landsins í dag. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Mynd: Ljóðasetur Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │…

Síldarævintýrið undirbúið

Eftir tveggja ára hlé á að halda Síldarævintýri að nýju á Siglufirði um komandi verslunarmannahelgi. Það eru ýmsir þjónustuaðilar og aðrir áhugasamir sem standa að hátíðinni. Fyrsti liðurinn í því að endurreisa hátíðina var að kjósa um nafn á hana og hlaut nafnið Síldarævintýri langflest atkvæði, eða 42%. Yfir 700 manns tóku þátt í þeirri…

Trilludagar

Fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin á Siglufirði 25.-28. þessa mánaðar. Sjá nánar um dagskrána á heimasíðu Fjallabyggðar. Mynd: Fjallabyggð. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ocean Diamond í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í morgun, lagðist við Óskarsbryggju. Það er nú á leið inn að Hrísey, að því er fram kemur á Marine Traffic. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is