Jarðskjálfti upp á 3,4 stig

Jarðskjálfti fannst í Siglufirði um kl. 01:02 í nótt. Hann stóð ekki lengi yfir, einungis í örfáar sekúndur. Á síðu Veðurstofu Íslands kemur fram að hann hafi verið 3,4 að stærð og upptökin 11,1 km norðvestur af Siglufirði, á 13,3 km dýpi. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SMS við snjóflóðahættu

Vegagerðin hefur komið á fót viðvörunarkerfi með sms-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla. Hægt er að skrá símann sinn hjá Vegagerðinni og fær viðkomandi þá sent sms-skeyti við öll fjögur viðvörunarstigin. Þegar varað er við, hættustigi lýst, vegi lokað og þegar opnað er eftir lokun. Prófanir fóru fram síðastliðið vor og…

Söfnuðu 104.239 krónum

Alls söfnuðust 104.239 krónur í árlegri söfnun siglfirskra fermingarbarna, sem gengu í hús á fimmtudag í síðustu viku, 9. nóvember. Féð mun renna óskert til vatnsverkefna í Afríku, á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin og undirritaður þakka bæjarbúum kærlega velvildina og hlýjar móttökur. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Ákall og þakkir vegna töfrateppisins

Ágæti lesandi. Mig langar að vekja athygli þína á átaki sem hrundið hefur verið af stað í þeim tilgangi að auðvelda börnum og byrjendum aðgang að skíðasvæðinu á Siglufirði. Það er þekkt að skíðaiðkun er holl og góð útivist sem fullorðnir og börn geta notið saman. Það stuðlar að heilbrigðum lífsstíl og hefur mikið forvarnargildi….

Skjálfti upp á 3,7 stig

Jarðskjálfti af stærð 3,7 varð í morg­un klukk­an 07:36 um 11 km norðvest­ur af Sigluf­irði, á þekktu jarðskjálfta­svæði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands. Eng­ir skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið. Til­kynn­ing­ar hafa borist Veður­stof­unni um að skjálft­inn hafi fund­ist á Sigluf­irði og Ólafs­firði. Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir bæði Sigl­f­irðinga og Ólafs­firðinga hafa…

Var nær dauða en lífi

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, veiktist hastarlega 27. september síðastliðinn, eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, og var í skyndi komið undir læknishendur. Aðgerð, sem hann þurfti nauðsynlega að fara í, gekk vonum framar. Hann er á góðum batavegi og hyggst koma aftur til starfa að endurhæfingu lokinni. Í fréttum Stöðvar 2…

Töluverð ofankoma

Töluvert hefur fennt í Siglufirði í dag. Nokkrar myndir sem teknar voru undir kvöld tala sínu máli. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Breytileg átt 3-8 og snjókoma á köflum, en úrkomulítið á morgun. Frost 0 til 6 stig. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 15-23 m/s annað kvöld, slydda eða snjókoma og hiti kringum frostmark….

Barnastarf og kertamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Kl. 17.00 verður svo kertamessa á rólegum nótum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Strákagöng 50 ára í dag

Í dag eru 50 ár síðan Strákagöng voru tekin í notkun. Í fréttatíma Sjónvarpsins nú í kvöld var þessa minnst og einnig hefur Kristján L. Möller, fyrrum alþingismaður og samgönguráðherra, gert þessu skil á Facebooksíðu sinni. Mynd: Úr fréttatíma Sjóvarpsins í kvöld. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Fylgja: Skjáskot af Facebooksíðu Kristjáns L. Möller.

Líf og fjör við höfnina

Siglufjörður var sú höfn á landinu þar sem mestu var landað af þorski á síðasta fiskveiðiári, eða alls 20.513 tonnum. Höfuðborgin var sjónarmun á eftir með 20.509 tonn og í þriðja sæti var Grindavík með tæplega 19 þúsund tonn af lönduðum þorski, en hins vegar er verulegur hluti af þorski sem landað er á Siglufirði…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is