SSS og Arctic Heli Skiing í samstarf

Í dag undirrituðu Jökull Bergmann, hjá Arctic Heli Skiing, og Kristín Anna Guðmundsdóttir, formaður Skíðafélags Siglufjarðar (SSS), samstarfssamning sem staðfestir samstarf á milli Skíðafélagsins og Arctic Heli Skiing vegna hins árlega fjallaskíðamóts Super Troll Ski Race sem haldið verður á Siglufirði í fimmta skipti þann 12. maí næstkomandi. Mótið hefur nú þegar fest sig í sessi…

Besta safn á Norðurlandi

Síldarminjasafni Íslands barst í desember síðastliðnum viðurkenningarskjal þar sem tilkynnt var að það hefði hlotið verðlaun ferðatímarits Reykjavík Grapevine, Best of Iceland, sem besta safn á Norðurlandi. Þar segir jafnframt að í dómnefnd hafi setið þaulreyndir blaðamenn á sviði ferðamennsku sem og heimamenn af hverju landsvæði, ljósmyndarar, ferðalangar, listamenn og fleiri sérfræðingar af ólíkum sviðum….

Lognið á eftir storminum

Gríðarlegt fannfergi er í Siglufirði eftir ofankomu síðasta sólarhrings. Og þau voru mörg verkin sem unnin voru í snjónum í dag. Og misjöfn. Sumir þurftu að moka frá dyrum húsa sinna og jafnvel að moka bílana sína upp, sem höfðu fennt í kaf. Aðrir fengust við eitthvað annað keimlíkt. En í suðurbænum gerðu þessir ungu drengir sér holu…

Siglfirskur Selfyssingur

Hjónin Stefán Jónsson og Bára Leifsdóttir voru í fyrradag heiðruð sem íbúar Árborgar nr. 8.999 og 9.000. Frá þessu var sagt í Vísi. Stefán og Bára bjuggu áður meðal annars í Kópavogi, Árnessýslu og Reykjavík en eru nýlega flutt til Selfoss. Stefán er fæddur á Siglufirði árið 1943 og bjó þar sennilega fram undir tvítugt….

Ólafur Orri Sigtryggsson

Ólafur Orri Sigtryggsson var færður til skírnar í dag. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Katrín Sigmundsdóttir og Sigtryggur Kristjánsson og fór athöfnin fram á heimili fjölskyldunnar, að Skeiðsfossi 2 í Fljótum. Eldri bróðir Ólafs Orra er Kristján, fæddur 5. apríl 2014. Skírnarvottar í dag voru Sigrún Svansdóttir, föðuramma…

Þrettándabrennu frestað

Þrettándabrennu og flugeldasýningu Kiwanisklúbbsins Skjaldar, sem fyrirhugað var að halda seinnipartinn í dag, í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka og grunnskólanemendur, hefur verið frestað til mánudags kl. 18.00 sökum veðurs. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Aðalheiður fær listamannalaun

Í dag var tilkynnt um úthlutun úr launasjóðum listamanna. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum og var úthlutað til 369 listamanna. Í þeim hópi er Siglfirðingurinn Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, sem hlaut sex mánaða laun úr Launasjóði myndlistarmanna. „Ég er svo lukkuleg,“ sagði Aðalheiður á Facebook. „Til hamingju allir sem fá laun.“…

Netflix leitar að aukaleikurum

Val á aukaleikurum fyrir erlenda kvikmynd verður á morgun, laugardaginn 6. janúar, á Snyrtistofu Hönnu, Norðurgötu 4b á Siglufirði, milli kl. 11.00 og 15.00. Senurnar verðar teknar 9., 10. og 15. janúar næstkomandi. Þau sem taka þátt verða einungis einn af þessum dögum. Um er að ræða greitt verkefni fyrir Netflix. Áhugasöm eru hvött til…

Flugvöllurinn í umræðunni

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð vilja að flugvöllurinn á Siglufirði verði tekinn aftur í notkun. Flugstöðin hefur drabbast niður síðan völlurinn var afskráður fyrir nokkrum árum. Formaður bæjarráðs segir ótækt að ríkið skili flugvellinum í óhæfu ástandi til baka til sveitarfélagsins. Isavia vísar á stjórnvöld í málinu. Þetta mátti lesa í frétt á Rúv.is 15. desember síðastliðinn….

Gamlárskvöld úr háloftunum

Ingvar Erlingsson kom hinum stórglæsilega dróna sínum á flug á gamlársdag og horfði þaðan á áramótabrennu og flugeldaskot bæjarbúa. Afrakstur þess má sjá hér. Virkilega áhugavert sjónarhorn það og flottar myndir. Forsíðumynd og myndband: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is