Heimsendingarmatseðill

Hótel Siglunes býður upp á heimsendingarþjónustu úr eldhúsinu þessa dagana og matseðillinn er afar spennandi, eins og lesa má á plakatinu hér fyrir neðan. Og fyrir þau sem einu sinni hafa bragðað á því sem þar er fram reitt er ekki að efa að maturinn sem þarna er kynntur er með eindæmum ljúffengur. Mynd og…

Vetrarskipið Hyltingur

Njörður Sæberg Jóhannsson þúsundþjalasmiður á Siglufirði hefur ekki setið auðum höndum frá því hann lauk við gerð líkansins af súðbyrðingnum Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga, veturinn 2018-2019, og sem kynnt var hér á síðum Morgunblaðsins 14. febrúar í fyrra, því næst í röðinni var líkan af súðbyrðingurinn Látra-Felix, sem þau hjón, Njörður og Björg Einarsdóttir, færðu…

Kirkjuklukkur hljóma

Á laugardag, 21. mars, ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 á hádegi hvern dag meðan á samkomubanni stendur. Kirkjuklukkum verður samhringt á hádegi í þrjár mínútur á undan. Biskup sendi jafnframt…

Kveðja og þakkir frá Strákum

Þann 11. febrúar, á 112 daginn, voru haldnir styrktartónleikar í Siglufjarðarkirkju þar sem úrvalslið tónlistarfólks í Fjallabyggð kom fram og skemmti bæjarbúum. Ágóði tónleikanna var nýttur til kaupa á sérhæfðum fyrstuhjálparbúnaði í bifreiðar björgunarsveitarinnar og í dag afhenti Þorsteinn Sveinsson, skipuleggjandi tónleikanna, Magnúsi Magnússyni formanni Stráka búnaðinn fyrir hönd tónlistarfólksins sem kom fram á tónleikunum….

Bókasafnið auglýsir

Bókasafn Fjallabyggðar auglýsir! Hefðbundinn afgreiðslutími er frá kl. 13.00 til 17.00 virka daga. Allir spritta sig! Skert þjónusta! Dagblöðin liggja ekki frammi. Tímarit eru til útláns eingöngu, ekki er leyfilegt að skoða þau á safninu. Öll leikföng á barnadeild hafa verið tekin úr umferð. Við mælumst til þess að viðskiptavinir virði tilmæli um tveggja metra…

Laust starf í Kjörbúðinni

Kjörbúðin hér á Siglufirði leitar að öflugum starfskrafti í fullt starf. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi geti talað og lesið íslensku. Áhersla er lögð á · Styrkleika í mannlegum samskiptum · Skipulagshæfni · Reglusemi · Ríka þjónustulund og skilning á þörfum viðskiptavina…

Tjaldurinn er kominn

Tjaldurinn er kominn og vorið þá á næsta leiti. Tveir sáust fyrir nokkrum dögum rétt hjá Bás á Leirutanga og í dag voru þrír mættir á uppfyllinguna austur af Roaldsbrakka. Íslenski tjaldurinn er að mestu leyti farfugl sem kemur hingað til lands gjarnan í mars og byrjun apríl. Á vorin og sumrin er hann einkennisfugl…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]