Lætur af störfum í leikhúsinu

Siglfirðingurinn Guðrún Stefánsdóttir hefur látið af störfum í miðasölu Borgarleikhússins, vegna aldurs, að því er Vísir greinir frá. Guðrún er fædd 1949, eiginkona Theodórs Júlíussonar leikara og dóttir Stefáns Guðmundssonar bifreiðastjóra og Huldu Stefánsdóttur. Frændgarður hennar á Siglufirði er stór. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og fyrrverandi leihússtjóri skrifar eftirfarandi á Facebook af þessu tilefni: „Sumt…

Auglýst eftir bæjarlistamanni

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar kallar eftir umsóknum og eða rökstuddum ábendingum/tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2019. Auglýsing þessa efnis er birt á heimasíðu sveitarfélagsins í dag. Sjá nánar þar. Mynd: Fjallabyggð.is. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

App til varnar heilablóðfalli

Heilaheill, félag slagþolenda, opnaði á dögunum nýjan vef á slóðinni heilaheill.is. Þar má meðal annars finna upplýsingar um nýtt og ókeypis app fyrir snjallsíma, sem er öryggistæki fyrir þann einstakling sem telur að hann sé að fá slag.  Appið er beintengt við Neyðarlínuna 112. Árlega fá um 600 einstaklingar hér á landi heilablóðfall eða um…

Kirkjuskólinn að byrja

Á morgun, sunnudaginn 7. október, hefst barnastarf Siglufjarðarkirkju, verður frá kl. 11.15 til 12.45. Umsjónarmenn eru þeir sömu og verið hafa undanfarin ár auk fermingarbarna vetrarins og Þorsteins Sveinssonar, sem nú mætir aftur galvaskur en hann var lengi starfandi við kirkjuskólann hér áður fyrr. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hafnarkaffi opið í vetur

Veitingahúsið hlýlega við innri höfnina á Siglufirði, Harbour House Café, öðru nafni Hafnarkaffi, hefur til þessa verið lokað á veturna. Í byrjun sumars tók Sigmar Bech framreiðslumaður þar við rekstrinum. Hann gekk vonum framar og nú ætlar Sigmar að halda áfram í vetur og verður opnunartími frá fimmtudegi til sunnudags til að byrja með. Veitingageirinn.is…

Árlegt bátasmíðanámskeið

Síldarminjasafn Íslands stendur fyrir árlegu námskeiði um bátavernd og viðgerð gamalla trébáta vikuna 22.–26. október nk. Námskeiðið er ætlað iðnnemum, safnmönnum og öðrum áhugamönnum um bátavernd. Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður og forsvarsmaður Báta- og hlunnindasýningarinnar að Reykhólum sér um kennslu en hann hefur áralangra reynslu af nýsmíði trébáta sem og viðgerðum gamalla. Þetta má lesa á…

Unglingamót TBS

Unglingamót TBS, A-mót, er haldið í Íþróttahúsinu á Siglufirði þessa helgina. Þátttakendur eru rúmlega 100 frá fimm félögum. Ingvar Erlingsson hefur verið að fylgjast þar með og sendi fréttaveitunni meðfylgjandi ljósmyndir. Myndir: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kvöldsöngur á morgun

Kvöldsöngur verður í Siglufjarðarkirkju á morgun, frá kl. 17.00 til 18.00, og markar hann upphaf vetrarstarfsins. Þar verður komandi vikum og mánuðum heilsað með tónlist og ljóðaflutningi, meðal annars eftir siglfirska höfunda. Þórarinn Hannesson og fleiri lesa. Um verður að ræða uppbyggilega og gefandi stund í notalegu umhverfi. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vetur innan seilingar

Siglufjörður var kaldur í dag, hvítnaði næstum ofan í byggð. Héðinsfjörður var samt öllu ljósari, eins og hér undir má sjá. En spáin fyrir morgundaginn er góð, sólskin fram undir kvöld. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lífið á Siglufirði fyrir áttatíu árum

Hin þekkta Íslandskvikmynd Andreas M. Dam frá sumrinu 1938 er nú aðgengileg á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Stór hluti myndarinnar sýnir síldveiðar fyrir Norðurlandi (hefst 23:17) og síldarvinnslu á Siglufirði (hefst 30:15). Athygli vekur hve söltunarmyndirnar eru skýrar og sýna vel lífið á Siglufirði fyrir átta áratugum. Bent hefur verið að „ræsarinn“ í myndinni sé Kristinn…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is