Grét þegar byrjaði að flæða

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Þórð og Huldu Andersen, Gunnar Smára Helgason og Hálfdán Sveinsson vegna vatnsskemmdanna sem urðu á húsum á Þormóðseyri á dögunum. Viðtalið má lesa hér fyrir neðan. Sjá líka hér. Meðfylgjandi eru líka myndir frá júní og júlí 2015, þegar unnið var að endurnýjun á fráveitukerfi bæjarins í Lækjargötu….

Nálægt úrkomumeti

Sólarhringsúrkoman á Siglufirði í fyrradag, mánudag, mældist 130-140 millimetrar, eftir því sem fram kom á vefsíðu Veðurstofunnar, og sennilega ein sú mesta á landinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur var spurður hvernig þetta væri í samhengi við fyrri mælingar. Hann svaraði: „Mér sýnist þetta vera ívið meira en fyrir fjórum árum. Aftur á móti er þetta ekki…

Alþýðuhúsið á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20.00 verða Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið verður opnað kl. 19.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ferðast nú um landið og fagna 20 ára vináttu og samspilsafmæli með tónleikum. Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João…

Vatnsveður í Siglufirði

Gríðarleg úrkoma hefur verið á Tröllaskaga undanfarna daga og eru vatnavextir í ám og lækjum. Dælubrunnar í Siglufirði hafa ekki haft undan meðan hásjávað er og hefur Slökkvilið Fjallabyggðar og bæjarstarfsmenn dælt úr brunnum með aukadælum. Hið minnsta tvær aurskriður hafa fallið sunnan Stóra Bola í nótt eða morgun og er aukin hætta á frekari…

Hætta á skriðum og grjóthruni

Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu á morgun, sunnudag, og á mánudag á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum. Veðurstofan varar við aukinni hættu á skriðum, grjóthruni og vatnavöxtum á norðanverðu landinu næstu daga vegna þessa. Fólk er beðið um að fara varlega. Sjá nánar hér og hér. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Vísir.is / Sigurður…

Enn eykst umferðin

Umferð um Héðinsfjarðargöng virðist enn vera að aukast, samkvæmt samantekt sem Friðleifur Ingi Brynjarsson hjá Vegagerðinni vann fyrir Siglfirðing. Göngin voru tekin í notkun í október 2010 og árið eftir fóru 548 bílar um þau að meðaltali á dag, í fyrra voru þeir 743, sem er 35% aukning á sjö árum, og það sem af…

Miðbæjarstemmning

Síldarævintýrið heldur áfram. Í dag hefur ýmislegt verið í boði og þar á meðal á Aðalgötunni, þar sem fjöldi hefur verið og notið þess að vera til. Sólina hefur þó vantað. Dagskrána er annars að finna hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is. Dagskrá: Aðsend.

Tombóla fyrir barnastarfið

Systurnar Guðbjörg Marý, sem er að verða 8 ára, og Valgerður Ása, sem er að verða 10 ára, bönkuðu upp á hjá presti á Hvanneyrarhólnum um áttaleytið í kvöld og færðu honum rúmar 5.000 krónur, sem renna skyldu til barnastarfs Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða afrakstur þriggja daga tombólusöfnunar þeirra framan við Kjörbúðina. Þær…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is