Fær ekki einkaafnot af fjalllendinu

Bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hafnaði 5. þessa mánaðar erindi Viking Heliskiing, þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið hæfi viðræður við fyrirtækið um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Bæjarráð taldi ekki rétt að gerður yrði samningur um einkaafnot af fjalllendi þess við eitt fyrirtæki umfram annað. Sjá nánar hér. Mynd…

Gulrætur og sex tegundir af áleggi

Næstu daga munu iðkendur Skíðafélagsins á Siglufirði ganga í hús í fjáröflunarskyni fyrir komandi vetur. Á boðstólum verða nýuppteknar úrvals gulrætur frá Flúðum, á 1.000 krónur kílóið, og áleggspakkar frá Kjarnafæði sem innihalda sex tegundir af áleggi: hangikjöt, léttreyktan hamborgarhrygg, skinku, spægipylsu, venjulegt pepperoni og sterkt pepperoni, og koma í smekklegri pappaöskju. Verðið er 2.000…

Alþýðuhúsið á sunnudag

Sunnudaginn 10. september verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Annars vegar opnar Steingrímur Eyfjörð sýningu í Kompunni kl. 14.00 og hins vegar verður Margrét Elísabet Ólafsdóttir með erindi í Sunnudagskaffi með skapandi fólki, kl. 15.00. RÚMFATALAGERINN – WhereThatPlaceIsSomehowGettingTheAmericanFeelingRight nefnist einkasýning Steingríms Eyfjörð í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Titill sýningarinnar er fenginn úr verkinu „Conversation…

Listaverk tengd Siglufirði

Á myndlistaruppboði nr. 106 hjá Gallerí Fold í Reykjavík á morgun kl. 18.00 verður m.a. að finna málverk frá Siglufirði eftir Arnar Herbertsson, sem og annað eftir Gunnlaug Blöndal, þann hinn sama og gerði altaristöflu Siglufjarðarkirkju. Einnig hefur gallleríið til sölu tréskúlptúr eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Mynd: Gallerí Fold. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Sæþotuferðir við Tröllaskagann

„Bróðir konunnar átti eiginlega þessa hugmynd. Ég var búinn að vera að pæla lengi í slöngubátum, en vandamálið er að það þarf bæði vélstjóra og skipstjóra á þá, og þótt þeir séu fyrir 30 manns má aldrei fara út með fleiri en 12, þannig að það varð úr að ég hafði samband við umboðið syðra…

Beinhákarl á fjöru í Ólafsfirði

Beinhákarl rak á fjöru í Ólafsfirði í gærmorgun og vakti þar mikla athygli. Um er að ræða 6-7 metra langt dýr, en meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 7-9 metrar en þeir stærstu geta orðið allt að 12 metra langir og 50 ára gamlir. Beinhákarlinn er stærsti þekkti fiskur við Ísland og sá næststærsti í heimi…

Uppskeruhátíð Þjóðlagasetursins

Hinn 31. ágúst er að vanda síðasti sumaropnunardagur Þjóðlagasetursins. Fljótlega eftir að hurðinni í aðaldyrum gamla Maðdömuhússins verður skellt í lás mun dyrum Brugghúss Seguls 67 lokið upp fyrir uppskeruhátíð setursins. Þar munu meðlimir úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða og syngja tvísöngva og Ella Vala Ármannsdóttir og Mathias Spoerry frá Böggvisstöðum flytja vel valda söngva við…

Hátíðarguðsþjónusta á morgun

Á morgun kl. 14.00 verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, í tilefni 85 ára vígsluafmælis hennar. Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari, Kirkjukór Siglufjarðar syngur og auk hans þær systur Eva Karlotta og Ragna Dís Einarsdætur, sem og Þorsteinn B. Bjarnason. Sigurður Hlöðvesson leikur á trompet. Organisti verður Rodrigo J. Thomas. Að guðsþjónustu lokinni…

Flytja inn vinnuhjól frá Kína

Siglfirðingurinn Valgeir Tómas Sigurðsson, fyrrverandi veitingamaður í Lúxemborg, sem m.a. rekur nú Harbour House Café á Siglufirði, með Jónasi bróður sínum, og Siglo Harbour Hostel, hefur undanfarið, ásamt Hilmari syni sínum, verið að flytja inn rafdrifin vinnuhjól frá Shenzhen í Kína, lítilli borg rétt norðan við Hong Kong. Úti um allt í Kína „Þetta byrjaði…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is