Snjóflóðahætta möguleg

Snjóflóðahætta er möguleg í Ólafsfjarðarmúla í kvöld og nótt, segir í tilkynningu sem var að berast frá Vegagerðinni. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjörður 1938

Fréttavefnum var að berast merkilegt efni frá Danmörku, nánar tiltekið brot úr kvikmynd frá 1938, þar sem m.a. Siglufjörður er í brennidepli. Sjá hér og hér. Og líka hér, þar sem er að finna efni frá öðrum stöðum á Íslandi. Mynd: Skjáskot úr einu kvikmyndabrotanna. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Af siglfirskum ættum

Í dag var tilkynnt að Bogi Nils Bogason viðskiptafræðingur hefði verið ráðinn forstjóri Icelandair. Hann er sonur  Boga Nilssonar lögfræðings og fyrrverandi ríkissaksóknara og Elsu Petersen. Bogi eldri er fæddur og uppalinn á Siglufirði, sonur Nils Ísakssonar og Steinunnar Stefánsdóttur, en þau bjuggu lengi við Hólaveg. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Útgáfuhóf í Gránu

Starfsfólk Síldarminjasafnsins kynnir nýútgefna bók safnsins á útgáfuhófi í Gránu, fimmtudaginn 6. desember kl. 17.00. Bókin, Siglufjörður. Ljósmyndir / Photographs 1872-2018, er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar – og er framlag safnsins til samfélagsins. Lesnir verða valdir kaflar úr bókinni – sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli, en…

Málverkasýning í Kompunni

Á fimmtudaginn kemur, 6. desember kl. 16.00, opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir málverkasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Verkin eru unnin í vinnustofudvöl í Svorbæk í Danmörku á haustdögum og bera yfirskriftina  frjó. Ár hvert hefur skapast sú hefð að Aðalheiður setur upp nýjustu verk sín í galleríinu sem eru þá oft á tilraunastigi. Þannig gefur…

Hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju

Á morgun verður hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju og hefst hann kl. 11.15. Kemur hann í stað fjölskyldumessu sem ráðgert hafði verið að hafa kl. 14.00. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökuveitingar í tilefni aðventunnar og vera má að einhverjir rauðklæddir, skeggjaðir náungar villist þangað eins og í fyrra. Mynd og texti: Sigurður Ægisson |…

Og aftur er lokað

Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur eru lokaðir vegna snjóflóðahættu, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Ólafsfjarðarmúla var lokað kl. 22.00 í gærkvöldi eftir að óvissustigi hafði verið lýst yfir kl. 21.15. Forsíðumynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Kort: Vegagerðin.

Frjáls og fullvalda þjóð

Engar fréttir eru af því að Siglfirðingar hafi haldið sérstaklega upp á 1. desember 1918 að öðru leyti en því að þar hafi fánar verið dregnir að hún eins og annars staðar á landinu. En daginn áður birtist hvatningargrein í bæjarblaðinu Fram. „Loksins hafa íslendingar náð því takmarki, er þeir hafa verið að keppa að…

Bók um framkvæmdastjóra SR

Margir eldri Siglfirðingar minnast Jóns Gunnarssonar sem var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði frá 1935 til 1936 og aftur frá 1938 til 1945. Jakob F. Ásgeirsson sagnfræðingur hefur skrifað bók um ævi þessa mikla athafnamanns en útgefandi er Ugla. Í texta á bókarkápu segir: „Fáir menn hafa markað jafn djúp spor í atvinnusögu Íslendinga á…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is