Norðansperringur

Enn er einhver norðansperringur í honum í Siglufirði, með ofankomu annað veifið. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðan 8-13 og él. Lægir og styttir upp í kvöld. Hæg austlæg átt á morgun og bjartviðri. Frost 0 til 7 stig.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðan 8-13 með snjókomu eða éljum. Lægir og styttir…

Enginn vegur fær, eða þannig

Allir vegir út úr Fjallabyggð eru nú lokaðir, sema sjóvegurinn. Siglufjarðarvegur vegna snjóflóðahættu og Múlavegur vegna hins sama; staðan þar verður endurmetin kl. 12.00. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Múlavegi lokað kl. 22.00

Kl. 22.00 í kvöld verður veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu, samkvæmt tilkynningu sem var að berast frá Vegagerðinni. Ekki hefur verið hægt að opna veginn milli Ketiláss og Siglufjarðar í dag. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Norðurstrandarleið

Siglufjörður er einn af áfangastöðum á svonefndri Norðurstrandarleið, sem nær frá Hvammstanga til Bakkafjarðar. Tilgangurinn er „að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland,“ að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttar framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Möguleg snjóflóðahætta

Siglufjarðarvegur er lokaður og ófært í Héðinsfirði, að því er kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Einnig er snjóflóðahætta möguleg í Ólafsfjarðarmúla í dag. Leiðindaveður er fyrir norðan, hvasst og ofankoma, eins og víða annars staðar á Íslandi. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Gengur í norðaustan 13-18 m/s með dálitlum éljum, en 18-23…

Kleinur, kleinur, kleinur

Á morgun, laugardaginn 16. febrúar, verða nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar með nýsteiktar kleinur til sölu. Þetta er fjáröflun í útskriftarsjóð þeirra. Pokinn kostar aðeins 1.000 krónur. Gengið verður í hús á Siglufirði en Ólafsfirðingar geta pantað og foreldrar munu aka með kleinurnar yfir um. Nemendur leggja af stað upp úr kl. 10.00. Hvað er…

Fyrsta þilskip Ólafsfirðinga

Njörður Sæberg Jóhannsson á Siglufirði, sem undanfarin ár hefur verið að skrá báta- og skipasögu Fljóta- og Siglufjarðar, með því að gera nákvæm líkön af helstu fleyjum sem þar úti fyrir klufu hafflötinn fyrr á tímum, þar sem tomman er fetið, þ.e.a.s. í hlutföllunum 1 á móti 12, lauk á dögunum við eitt í viðbót…

Frábær dagur

Hrafn Jökulsson skákfrömuður var á ferð hér í bæ í morgun og tefldi fjöltefli við börn í yngri deildum Grunnskóla Fjallabyggðar. Áður en baráttan hófst sagði hann frá starfi Skákfélagsins Hróksins á Grænlandi í gegnum tíðina og uppskar margar spurningar í kjölfarið frá áhugasömum áheyrendunum. Svo voru teknar nokkrar köflóttar. Héðan fór hann yfir til…

Flughált á Siglufjarðarvegi

Slaknað hefur verulega á frostinu sem verið hefur á norðanverðu landinu undanfarna daga og þessa stundina er flughálka frá Hofsósi að Ketilási, að því er lesa má á vef Vegagerðarinnar. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðaustan 8-15 og slydda seint í nótt, en snýst í sunnan 13-20 með stöku skúrum eða éljum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is