Íslensk og spænsk kvöldstund

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 13. júlí kl. 20.30 í Þjóðlagasetrinu, munu hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari ásamt dóttur sinni Evu Jáuregui flytja vel valin íslensk og spænsk þjóðlög. Einnig mun Eyjólfur Eyjólfsson leika á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða rímur og syngja tvísöngva. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Mynd…

Fyrsti svartþrastarungi fjarðarins

Óvenju mikið var um svartþresti hér í firði í vetur. Hefur þeim litist dvölin vel, því einhverjir ákváðu að freista gæfunnar og stofna til hjúskapar. Á a.m.k. tveimur stöðum í bænum, á Eyrinni og á Hvanneyrarhólnum, hefur í sumar sést til þeirra vera að bera ánamaðka í tré, sem þýðir bara eitt: að þeir séu…

Sigló Ski Lodge

Tíðindamaður þessa fréttamiðils leit inn í Skarðdalsskóg fyrir nokkrum dögum. Þar var verið að halda upp á 13 ára afmæli. Óvenju dekkmikil reiðhjólin sem leigð höfðu verið handa ungmennunum í tilefni dagsins vöktu athygli hans og var annar leiðbeinandanna, sem fylgdu með í kaupunum, ef svo má að orði komast, Gestur Þór Guðmundsson, spurður nánar…

Göngur um Þjóðlagahátíðina

Fyrir þau sem vilja njóta morgundagsins og helgarinnar úti í hinni siglfirsku náttúru ættu gönguferðirnar sem þau Gestur Hansson og Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir bjóða upp á að heilla, en þar verður farið upp á Hólshyrnu, Leyningsbrúnir og Hestskarðshnjúk. Sjá nánar á meðfylgjandi veggspjöldum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Veggspjöld: Aðsend.

Safnað fyrir nýjum líkbíl

Kæru Siglfirðingar, vinir og velunnarar, nær og fjær. Hafin er söfnun fyrir nýjum líkbíl á Siglufirði. Systrafélag Siglufjarðarkirkju heldur utan um söfnunina og var nýr reikningur stofnaður á kennitölu systrafélagsins, 680499-2849, vegna þessa. Reikningurinn er númer 0348-13-300115, og skýring, ef lagt er þar inn: Líkbíll. Í von um góðar viðtökur og með fyrirfram þökkum, Systrafélag…

Þjóðlagahátíðin 2017

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2017 hefst í dag kl. 17.00 með tónlistarflutningi í lýsistanknum gamla milli Bátahússins og Gránu. Hún er nú haldin í 18. sinn. Sjá nánar hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Fylgja: Viðtal úr Morgunblaðinu 3. júlí 2017.

Margt leynist í djúpinu

Bryggjuveiði er að glæðast í Siglufirði. Ungir drengir sem upp á hvern einasta dag hafa verið á og við Óskarsbryggju eftir að sól tók að hækka á lofti hafa verið að fá sitt lítið af hverju úr djúpinu, s.s. marhnúta, rauðsprettur (skarkola), sandkola, silunga og þorska. Og krabbagildra, sem út hefur verið lögð, er að…

Hann er sjö ára í dag

Siglfirðingur.is hefur verið á rólegu nótunum undanfarið vegna sumarleyfis umsjónarmanns og verður það eitthvað áfram. Reyndar á fréttavefurinn sá afmæli í dag, er orðinn sjö ára gamall. Ekki fleira um það. Hann þakkar lesendum sínum samfylgdina hingað til. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Geggl og tónlist

Fimmtudaginn 6. júlí kl. 17.00 mun fjöllistahópurinn Melodic objects – experimental juggling + music vera með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Fimm gegglarar og einn tónlistamaður vinna þar saman að sýningu á lifandi og sýnilegri tónlist. Hópurinn er undir handleiðslu Jay Gilligan, sem er atvinnugegglari og býr í Stokhólmi í Svíþjóð. Jay er höfundur mjög…

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu

Á sunnudaginn kemur, 2. júlí, kl. 14.30-15.30, verður Valur Þór Hilmarsson með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Erindið ber yfirskriftina „Tvær holur – staðhættir, mannlíf, menning“ og fjallar um hvernig staðhættir móta samfélög og menningu. Valur Þór er menntaður garðyrkjufræðingur af umhverfisbraut Garðyrkjuskóla Íslands. Hann er búsettur á Ólafsfirði og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is