Átta bæir enn á hættusvæði

Átta bæir á Íslandi teljast enn sem hættusvæði í C flokki, þegar kemur að snjóflóðum, en það er sá flokkur sem mest þörf er á að byggja upp varnir í. Þeir eru Bíldudalur, Eskifjörður, Hnífsdalur, Neskaupstaður, Patreksfjörður, Seyðisfjörður, Siglufjörður og Tálknafjörður. Eyjan.is greinir frá þessu í úttekt í dag. Sjá nánar þar. Mynd: Eyjan.is. Texti:…

Lokað, lokað

Enn á ný er Siglufjarðarvegur utan Fljóta lokaður, sem og Múlavegur. Hvort tveggja er vegna snjóflóðahættu og óveðurs. Sama ástand er víða um land, eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Enn ein lægðin

Enn ein lægðin skekur landið. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra frá kl. 12.00 og áfram og út allan morgundaginn en gul annars staðar. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: „Norðaustan, og síðar norðan, 18-25, með vindhviðum yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll….

Óvissustig beggja vegna

Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir kl. 10.30 í morgun fyrir Siglufjarðarveg utan Fljóta og vegna Múlavegar kl. 14.00 í dag. Veðurspáin sem gildir fram til kl. 22.00 í kvöld fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðan 13-18 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari og úrkomuminna í innsveitum Lélegt skyggni og erfið…

Þrettándabrennan í dag

Þrettándabrenna Kiwanis og flugeldasýning Stráka, sem hvoru tveggja var frestað 6. janúar, verður í dag, 11. janúar og hefst á blysför frá Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 17.00. Að þessu loknu verður grímuball á Kaffi Rauðku. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Opið og lokað

Klukkan 06.00 í morgun var Múlavegur opnaður fyrir umferð og hættustigi vegna snjóflóða þar aflýst en óvissustig er þó enn í gildi. Siglufjarðarvegur utan Fljóta er enn lokaður. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Múlavegur opinn – í bili

Nú er vitað að tvö snjóflóð hafa fallið við Siglufjarðarveg, annað hvort í nótt eða í morgun, og fór annað þeirra yfir veginn við munna Strákaganga. Þá fór tveggja metra þykkt snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg í nótt og annað féll í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð. Nú áðan, kl. 18.30, var hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla aflýst og…

Appelsínugult

Gul viðvörun Veðurstofu Íslands frá því í morgun er nú orðin að appelsínugulri fyrir Breiðafjörð, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Hún tekur þegar gildi og rennur ekki út fyrr en síðdegis. Orðrétt segir veðurfræðingur um Strandir og Norðurland vestra: „Suðvestan hríðarveður, vindur víða 20-28 m/s, snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar,…

Allt lokað

Siglufjarðarvegur utan Fljóta er lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er um Múlaveg. Einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni. Sumstaðar eru yfirgefnir bílar í vegkanti. Þetta má lesa á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Mynd: Vegagerðin.is. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]