Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í húsnæði MTR í Ólafsfirði í gærkvöldi, frá kl. 18.00-19.00. Þar lásu nemendur 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar textabrot og fluttu ljóð. Foreldrum og öfum og ömmum hafði verið boðið að hlýða á og þau sem komu sáu ekki eftir því, enda upplesturinn og öll framkoma nemenda þeim og íslenskukennara þeirra, Guðrúnu…

Nýir, glæsilegir skjalaskápar

Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar á Siglufirði var að fá nýja og rúmgóða skjalaskápa, sem gjörbylta allri starfsaðstöðu þeirra sem að því koma. Tíðindamaður leit í heimsókn þangað niður eftir í gær og skoðaði herlegheitin. Búið er að gefa skápunum nöfn úr bæjarkjörnunum í austri og vestri, til að auðvelda skráningu og leit. Þeir heita núna í stafrófsröð:…

Hlaupandi Siglnesingur

Á dögunum var hér frétt um hjólandi Siglfirðing. Nú skal vísað á eina um hlaupandi Siglnesing, Unnar Hjaltason, framkvæmdastjóra VHE í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Kristjana Guðmundína Jóhannesdóttir og Hjalti Einarsson. Sjá hér (bls. 3). Mynd: Skjáskot úr Fjarðarfréttum. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Tafir í Héðinsfjarðargöngum

Búast má við umferðartöfum í Héðinsfjarðargöngum í dag vegna viðhaldsvinnu. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og virða hraðatakmarkanir. Þetta má lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ sae@sae.is. Texti: Vegagerdin.is / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ný ljóðabók frá Þórarni

Útgáfuhóf í tilefni af útgáfu sjöttu ljóðabókar Þórarins Hannessonar verður í Ljóðasetrinu við Túngötu á morgun, föstudaginn 15. mars, kl. 20. Bókin nefnist „Listaverk í leiðinni“ en ljóðin voru samin um listaverk sem bar fyrir augu höfundar í ferð til Tenerife vorið 2018. Léttar veitingar. Lifandi tónlist. Allir velkomnir. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson…

Siglfirskir hatarar

Allir þrír tónlistarmennirnir í hljómsveitinni Hatari, sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hafa Siglufjarðartengingu. Klemens Hannigan er sonur Nikulásar Klemenssonar Hannigan, sem er skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Ránar Tryggvadóttur lögfræðings en hún er dóttir Tryggva Sigurbjarnarsonar, sem var rafveitustjóri á Siglufirði frá 1961 til 1966, og Siglinde Klein. Matthías Tryggvi Haraldsson er sonur listakonunnar Gunnhildar…

Dimma fer til Hollywood

Greg Silverman, fyrrverandi forstjóri kvikmyndarisans Warner Brothers, hefur tryggt sér réttinn á Dimmu eftir Ragnar Jónasson. Ætlunin er að framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni en hún er upphaf þríleiks Ragnars um lögreglukonuna Huldu.“ Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Áfram sagði þar: „Á meðal þeirra mynda sem Greg Silverman lét Warner Brothers framleiða á meðan hann…

Góðgerðarvika Neon

Nú stendur yfir Góðgerðavika hjá félagsmiðstöðinni Neon í Fjallabyggð. Þau ungmenni, sem eru að fara á SamFestinginn – sem er árleg hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi – um aðra helgi, ganga í hús í kvöld og föstudagskvöld og biðla til bæjarbúa um hógværan styrk til ferðarinnar. Þau verða ekki með posa. Neon greiðir fyrir…

Hjólar pólanna á milli

Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hjálmar Jóelsson lyfjafræðing á Egilsstöðum, sem stundar einhvers konar líkamsrækt á hverjum degi. Hjálmar, sem er fæddur á Siglufirði, gengur á skíðum þegar færi gefst en hjólar, gengur, skokkar eða syndir annars. Hjálmar er fæddur á Siglufirði árið 1941 og orðinn 77 ára, sonur Jóels Hjálmarssonar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is