Fundur í Tjarnarborg á morgun

Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar boðar til opins fundar í Tjarnarborg miðvikudaginn 26. apríl (á morgun) kl. 18.00. Efni fundarins: Lausnamiðuð umræða um fræðslustefnu og aðgerðaráætlun Fjallabyggðar. Vonumst til að sjá sem flesta. Fyrir hönd stjórnar, Hugborg Inga Harðardóttir Mynd: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is. Texti: Aðsendur.

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016 var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag, 21. apríl 2017. Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs var jákvæð um 199 milljónir króna. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Skjal: Aðsent.

Landsmót kvæðamanna 2017

Landsmót kvæðamanna 2017 verður haldið í Fjallabyggð nú um helgina og hefst í kvöld með tónleikum á Rauðku. Sjá nánar hér. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is (úr safni). Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Richard Andersson NOR

Í kvöld, föstudaginn 21. apríl, kl. 21.00, mun djasstríó „Richard Andersson NOR“ vera með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sveitina skipa Richard Andersson, bassi, Óskar Guðjónsson, saxófónn og Matthías Hemstock, trommur. Árið 2013 flutti danski bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson til Íslands til að kynna sér menningu og tónlistarsenu landsins. Hann tengdist fljótlega öðru tónlistarfólki…

Leitin að Gústa

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, 20. apríl, sumardaginn fyrsta, og að þessu sinni er yfirskrift dagsins bækur. Í tilefni dagsins mun ég kynna og lesa valda kafla úr væntanlegri bók um Gústa Guðsmann sem ég hef unnið að í 15 ár. Kynningin fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 14.00. Að henni lokinni er gestum…

Siglfirðingur.is búinn að vera úti

Siglfirðingur.is hefur verið í láginni undanfarna daga vegna staðbundinnar bilunar í hugbúnaði vefþjóns, sem erfitt reyndist að finna. Ekki var því hægt að komast inn í kerfið til að setja inn nýjar fréttir en annað virtist keyra eðlilega. Nú hefur málið verið leyst farsællega. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjarðarkirkja á morgun

Klukkan 08.00 í fyrramálið, páskadag, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar syngur. Kórstjóri og undirleikari verður Rodrigo J. Thomas. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustunni lokinni býður Systrafélags Siglufjarðarkirkju til hátíðarmorgunverðar uppi í safnaðarheimili, eins og verið hefur undanfarna áratugi. Klukkan 10.30 verður svo helgistund á sjúkrahúsinu. Mynd…

Fríða með handgerð páskaegg

Fríða Björk Gylfadóttir, listakona á Siglufirði, opnaði  súkkulaðikaffihús 25. júní í fyrra, eins og lesendum Siglfirðings er eflaust kunnugt, enda var tekið við hana ítarlegt viðtal af því tilefni og birt hér. Þar kom m.a. fram, að hún er fædd árið 1965. Árið 1979 lék hún aðal kvenhlutverkið, eina af fjórum eiginkonum biskupsins, í sjónvarpsmynd…

Kertamessa á morgun kl. 17.00

Kl. 17.00 á morgun, skírdag, verður kertamessa í Siglufjarðarkirkju, með altarisgöngu. Kirkjukór Siglufjarðar leiðir almennan söng. Píanóleikari og kórstjóri verður Rodrigo J. Thomas. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Páskasýning Ljósmyndaklúbbsins

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar verður með sýningu í Bláa húsinu á Rauðkutorgi á morgun, skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag, frá kl. 14.00 til 17.00 alla dagana. Þau sem sýna eru: Alice Liu, Björn Valdimarsson, Erla Marý Sigurpálsdóttir, Gísli Kristinsson, Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, Hannes Pétur Baldvinsson, Jón Ólafur Björgvinsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Kristján Friðriksson, Lára Stefánsdóttir, Marín Gautadóttir, Mikael…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is