Nýja fræðslustefnan hélt velli

Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018 liggja fyrir. Alls vildu 523, eða 62,34%, að áfram yrði unnið í samræmi við fræðslustefnuna sem samþykkt var í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18. maí í fyrra, en nei sögðu 309, eða 36,83%. Auðir seðlar og ógildir voru 7, eða 0,83%. Kosningarþátttaka var 52,5%. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson…

Kosið um núverandi fræðslustefnu

Íbúakosning um núverandi fræðslustefnu Fjallabyggðar fer fram í dag, laugardaginn 14. apríl 2018. Alls eru 1.596 á kjörskrá, á Siglufirði 955 og í Ólafsfirði 641. Íbúakosningin er staðarkosning í tveimur kjördeildum, annars vegar í Ráðhúsi Fjallabyggðar og hins vegar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Hægt er að kjósa á milli kl. 10.00 og 20.00. Utanatkvæðagreiðslu lauk í…

Góðar fréttir

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi, spurði nýverið samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um það hvernig rannsóknum á gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Fljóta miðaði og hvenær niðurstöður yrðu birtar. Í svari ráðherra kom fram, að unnið væri að skipulagi vinnu við athugun á göngum milli Fljóta og Siglufjarðar á þessu ári, 2018….

Nýjasta gallerí bæjarins

Á páskadag var sá hluti Ytrahússins á Siglufirði sem enn stendur, Söluturninn, sem jafnframt er 6. elsta hús bæjarins, tekinn í notkun eftir gagngerar endurbætur. Hefur honum verið breytt í sýningarrými og verður þar hér eftir rekið gallerí með fjölbreytilegum sýningum. Fyrsta sýningin er á verkum Guðmundar Kristjánssonar, Guðmundar góða, sem margir Siglfirðingar muna vel…

MA-ingar í heimsókn

Í morgun komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum, þar á meðal Sverri Páli Erlendssyni, í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar. Safnaðarheimilið hefur allt frá upphafi staðið þessum gestum opið á hádeginu, þar sem hvílst er…

Þverpólitískt og óháð framboð

Framboðslistinn „Betri Fjallabyggð“ býður fram í sveitastjórnarkosningum í Fjallabyggð 2018. „Betri Fjallabyggð“ er þverpólitískt og óháð framboð. Framboðslistinn er eftirfarandi: Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir. Nanna Árnadóttir. Konráð Karl Baldvinsson. Hrafnhildur Ýr Denke. Hólmar Hákon Óðinsson. Sóley Anna Pálsdóttir. Sævar Eyjólfsson. Rodrigo Junqueira Thomas. Guðrún Linda Rafnsdóttir. Ólína Ýr Jóakimsdóttir. Ægir Bergsson. Ida Marguerite Semey. Friðfinnur Hauksson….

Fréttatilkynning

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlutu Jafnaðarmenn í Fjallabyggð 25,7% atkvæða og hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Ákvörðun hefur verið tekin um að Jafnaðarmenn verði hluti af þverpólitísku og óháðu framboði í sveitarstjórnarkosningum í vor og verður framboðið kynnt á morgun. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur.

Valdamenn í lit

Visir.is fjallaði í dag um sýningu siglfirska listmálarans Bergþórs Morthens en hún var opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri fyrir páska og stendur til 15. apríl. Bergþór sýnir nokkra helstu valdamenn heimsins í nýju ljósi og í skærum litum. Fram kemur að sýningin hafi vakið sterk viðbrögð listunnenda. Óhætt er að mæla með þessari umfjöllun og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is