Nú er hvasst

Nú er hvasst í Siglufirði, en ofankoma lítil. Ófært er þó beggja vegna. Vestan Strákaganga eru þessa stundina, kl. 15.30, um 30 m/sek, um 40 m/sek í hviðum, í Héðinsfirði 25 m/sek, 32 m/sek í hviðum, og á Múlavegi 27 m/sek, 36 m/sek í hviðum. Snúrustaur úr járni í ónefndum garði hér í bæ brotnaði…

Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi klukkan 08.00 í fyrramálið, þriðjudaginn 10. desember. Spáð er mikilli snjókomu í mjög hvassri norðaustan- og síðan norðanátt á svæðinu. Búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, á Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð. Þetta má lesa á vef Veðurstofu Íslands. Um kl. 20.00…

Rauð viðvörun

Nú er búið að gefa út rauða viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra. Hún mun taka gildi klukkan 17.00 á morgun. Siglufjörður er á austustu mörkum svæðisins. Á vef Veðurstofu Íslands segir: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða…

Allt að 10 metra öldu­hæð

Gangi spár eftir varðandi illviðrið sem fer að skella á landinu er um mannskaðaveður að ræða, að sögn Elínar Bjarkar Jón­as­dótt­ur, veður­fræðing­s á Veður­stofu Íslands, en gert er ráð fyr­ir allt að 33 m/​s á Norður­landi vestra og 28-30 m/​s á Vest­fjörðum, Breiðafirði, Faxa­flóa­svæðinu og Norður­landi eystra. Ölduhæð gæti náð allt að 10 metrum. Og…

Úr gulu í appelsínugult

Viðvörunarstig gærdagsins hefur verið hækkað úr gulu í appelsínugult fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið og er jafnvel búist við að Veðurstofan breyti því í rautt áður en langt um líður, en það yrði þá í fyrsta sinn hér á landi. Á veðurspá- og veðurfréttavef sínum segir…

Illviðri í kortunum

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, því útlit er fyrir að gangi í norðanstorm eða -rok á vestanverðu landinu á þriðjudag, jafnvel ofsaveður, með snjókomu og blindbyl, einkum norðvestantil. Ekki er gert ráð fyrir að lægi hér nyrst á Tröllaskaga fyrr en seinnipart miðvikudags. Sjá…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Næstsíðasti tími barnastarfs Siglufjarðarkirkju á þessu ári verður á morgun kl. 11.15-12.45. Börn eru að þessu sinni beðin um að koma með vasaljós. Kl. 17.00-18.00 verður svo aðventuhátíð. Um söng- og tónlistaratriði sjá Kirkjukór Siglufjarðar, nemendur úr Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir og Vorboðakórinn, ásamt stjórnendum, auk þess sem almennur söngur verður. Þórgnýr Dýrfjörð…

Páll Baldvin kynnir Síldarárin

Á morgun, laugardaginn 7. desember, kynnir Páll Baldvin Baldvinsson nýútkomna bók sína Síldarárin 1867-1969 í Bátahúsi Síldarminjasafnsins. Kynningin hefst kl. 11:00. Í bókinni er magnaðri og mikilvægri sögu síldaráranna gerð skil í margradda frásögn síldarstúlkna og spekúlanta, aflakónga og ævintýramanna. Auk þess prýða verkið á annað þúsund ljósmyndir sem flestar koma nú fyrir almenningssjónir í…

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að útnefna Elías Þorvaldsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020. Útnefningin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 18.00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir til menningarmála fyrir árið 2020. Þetta má lesa í fréttatilkynningu sem var að berast. Áfram segir þar: „Elías Þorvaldsson er Siglfirðingur fæddur 24….

98,7% safngesta ánægð

Á sumarmánuðum var gerð könnun meðal ferðamanna sem heimsóttu söfn, setur eða sýningar á Norðurlandi. Könnunin var unnin af Rannsóknarmiðstöð ferðamála að beiðni Markaðsstofu Norðurlands og er hún hluti af greiningu á möguleikum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi. Almennt var niðurstaða könnunarinnar afar góð fyrir söfn og var Síldarminjasafnið þar engin undantekining. 98,7% svarenda sögðust…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is