Enn skelfur jörð

Enn skelfur jörð hér og víðar. Rétt fyrir hádegi varð skjálfti upp á 4,0 á Richter um 20 km NA af Siglufirði og kl. 12.51 annar af sömu stærð. Frá því að jarðskjálfta­hrinan hófst á föstu­dag hafa yfir 1.500 skjálft­ar mælst, þar af 69 stærri en 3. Tveir þeir stærstu urðu klukk­an 15.05 og 19.26…

Alma fékk orðu

Alma Dagbjört Möller landlæknir fékk riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og ellefu öðrum. Þau þrjú hafa verið í forystusveit í aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum. Alma var skipuð landlæknir fyrir rúmum tveimur árum, fyrst kvenna. Hún er fædd á Siglufirði árið 1961, yngst af sex börnum Jóhanns G. Möller…

Jörð skelfur

„Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 km NA af Siglufirði. Um 450 skjálftar hafa mælst þar, sá stærsti 3,8 að stærð í nótt og 3,6 kl. 06:50 í morgun. Síðan í gærkvöldi hafa mælst tíu skjálftar af stærð 3,0 eða stærri. Stærstu skjálftarnir fundust á Siglufirði og Ólafsfirði,“ sagði á vefsíðu Veðurstofunnar kl. 7:44 í…

Vetrarmein

Á Facebook-síðu Ragnars Jónassonar rithöfundar segir: „Ari Þór snýr aftur fyrir jólin í nýrri bók í Siglufjarðarseríunni. Að þessu sinni kemur bókin, Vetrarmein, hins vegar fyrst út á frönsku, þar sem hún kallast Sigló. Íslenska útgáfan er væntanleg í október, og í desember kemur hún svo út í Bretlandi og Bandaríkjunum, undir heitinu Winterkill.“ Lee…

Alexía Eir

Alexía Eir var færð til skírnar í dag á Svalbarðsströnd. Hún fæddist 21. desember 2019 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Eldri systir hennar er Agla Rakel, fædd 2018. Foreldrar þeirra eru Sigríður Edda Ásgrímsdóttir og Arnar Þór Björnsson. Skírnarvottar voru Anna María Björnsdóttir og Sandra Ásgrímsdóttir. Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn. Myndir og…

17. júní

Þjóðhátíðardagurinn er fagur í Siglufirði þetta árið, algjört logn úti og sólskin. Myndin hér fyrir ofan var tekin á ellefta tímanum. Jónas Ragnarsson  birti á Facebook-síðu sinni í morgun eftirfarandi fróðleik: Í bókinni Dagar Íslands, sem kom út 1994 og 2002, má finna atburði sem gerðust á þessum degi. Hér eru sjö dæmi. 1886: Afmælis…

Dimma slær í gegn

Dimma, fyrsta bókin í þríleik Ragnars Jónassonar um lögreglukonuna Huldu, er næstmest selda kilja vikunnar í Þýskalandi, samkvæmt metsölulista Der Spiegel. Þetta kemur fram í umfjöllun Ruv.is í dag. Sjá nánar þar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

Keilir verður Örkin

Í gær var hleypt af stokkunum mikið endursmíðuðum eikarbáti úr slippnum á Húsavík. Upphaflega var hann smíðaður í Stykkishólmi 1975 fyrir Húsvíkinga undir heitinu Kristbjörg ÞH 44. Hann var svo dreginn upp í slippinn á Húsavík fyrir nokkrum mánuðum sem Keilir SI 145 og hefur nú verið endursmíðaður að verulegu leyti. Yfirsmiður breytinganna er Húsvíkingurinn…

Sjómannadagurinn 7. júní

Slysavarnadeildin Vörn mun leggja blómsveig að minnisvarðanunm á Rammatorgi, um týnda sjómenn, á sunnudaginn kemur, kl. 14.00. Einnig verða tveir sjómenn heiðraðir og mun Anita Elefsen koma og segja nokkur orð. Vegna COVID-19 verður ekkert kaffisamsæti í ár. Mynd: Sigurður Ægisson │ [email protected]  Texti: Aðsendur.

Sýning í Kompunni

Sunnudaginn 7. júní kl. 13.00 opnar sýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur Mynd eftirmynd í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 21. júní og er opin daglega kl. 14.0017.00. Á sýningunni teflir Ingunn Fjóla fram þremur myndpörum sem samanstanda af ofnum málverkum og daufum einlitum flötum sem málaðir eru beint á veggi sýningarrýmisins. Verkin mynda innsetningu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]