Hraðhleðslustöð komin í bæinn

Nýverið var hraðhleðslustöð sett upp á lóð Olíuverzlunar Íslands að Tjarnargötu 6 á Siglufirði. Þetta er fyrsta hraðhleðslustöðin sem sett er upp hér í bæ og jafnframt sú fyrsta sem Olís setur upp í landinu. Vistorka á Akureyri sótti fyrir nokkru um styrk í Orkusjóð fyrir hönd Fjallabyggðar sem gaf Vistorku síðan umboð til þess…

Í dag hvarf sólin

Í dag hvarf sólin á bak við fjöllin í suðri, fyrst Blekkilsfjall, um kl. 13.45, og svo þau sem vestar eru. Reyndar var dimmt yfir og lítið að sjá, en þessi er gangurinn. Næstu 10 vikur og rúmlega það „bregður aðeins fyrir daufu skini á Hafnarhyrnu og Hestskarðshnjúk, þegar létt er í lofti um hádegisbil,“…

Allt á fullu á Salthúsloftinu

Á Salthúsloftinu er mikið um að vera þessa dagana. Að sögn Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafns Íslands, hafa starfsmenn frá Berg og Raffó verið að vinna þarna undanfarnar vikur og gengið mjög vel. „Í suðurendanum er ráðgert varðveislurými fyrir safnkostinn. Við erum að kappkosta við að koma því í gagnið á næsta ári. Í suðurhluta loftsins…

Systrafélag Siglufjarðarkirkju

Rúmlega 90 manns sóttu árlegt Bingó Systrafélags Siglufjarðarkirkju nýverið. Bingóið er hluti af árlegri fjáröflun félagsins – sem hefur það að markmiði að hlúa að kirkjunni. Undanfarin ár hefur meginmarkmið félagsins verið að safna fé til umbóta á eldhúsi safnaðarheimilisins, sem komið var til ára sinna. En þar að auki hefur Systrafélagið lagt fé til…

Barnastarf Siglufjarðarkirkju

Á morgun, frá kl. 11.15 til 12.45, verður barnastarf Siglufjarðarkirkju í fullum gangi, en ljósamessa, sem vera átti frá kl. 17.00 til 18.00, fellur hins vegar niður af óviðráðanlegum orsökum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Brunnur með þinni hjálp

Bank, bank… – brunnur með þinni hjálp. Á hverju hausti ganga börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt í hús í sinni heimabyggð með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd. Þau eru að safna fyrir vatnsverkefnum Hjálparstarfsins í Afríku, nánar tiltekið í Eþíópíu og Úganda. Mörg undanfarin ár hafa þau safnað um átta milljónum króna í…

Halldóra, Marlís og Ronja

Að undanförnu hafa verið að birtast frásagnir og myndir af skelfilegum afleiðingum plasts, ekki síst á dýralíf í höfunum, og mikil vitundarvakning hefur orðið í kjölfarið, jafnt hér á landi sem annars staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) má ætla að eins og staðan er í dag eigi um 80% af plastinu í…

Ragnar Jónasson í viðtali

Ragnar Jónasson var í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag í tilefni af útkomu nýjustu skáldsögu hans, sem ber nafnið Þorpið. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu hér fyrir neðan. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Úrklippa: Úr Morgunblaðinu í dag.

Ný ljósmyndabók væntanleg

Starfsfólk Síldarminjasafnsins hefur unnið að útgáfu ljósmyndabókar undanfarið ár. Mikill metnaður var lagður í gerð bókarinnar sem telur rúmar 300 síður. Bókin, sem ber heitið Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018, er væntanleg úr prentun í desemberbyrjun. Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins. Sjá nánar þar. Mynd: Af heimasíðu Síldarminjasafnsins. Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is