Allra hjóna elst

Trausti Magnússon er 100 ára í dag, 13. ágúst, fæddur í Kúvíkum við Reykjarfjörð í Strandasýslu og heitir fullu nafni Trausti Breiðfjörð. Hann var næstelstur af fjórum börnum Magnúsar Hannibalssonar skipstjóra og Guðfinnu Guðmundsdóttur. Auk þriggja alsystkina átti Trausti sex hálfsystkini, samfeðra, en eitt þeirra varð 94 ára. Trausti var alinn upp á Gjögri, hóf…

Nemendur fá ritfangapakka að gjöf

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Hann er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega. Þetta má lesa á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar. Grunnskóli…

Ási Már hannar Kismet

Í vikunni birtist í Morgunblaðinu viðtal við fatahönnuðinn Ása Má um nýja fatalínu hans, Kismet, sem er væntanleg í verslanir fljótlega. Bak við listamannsnafnið er Ásgrímur Már Friðriksson, sem er fæddur 1982 á Siglufirði, sonur hjónanna Friðriks Más Jónssonar og Sigurlaugar Gunnarsdóttur. Slóð á viðtalið er hér. Mynd: Úr fréttinni á Mbl.is. Texti: Sigurður Ægisson…

Búið að vera mikið ævintýri

Anna Hulda Júlíusdóttir á og rekur verslunina Hjarta bæjarins á Siglufirði, ásamt tvíburasonum sínum. Þar er á boðstólum íslensk hönnun, garn, handverk og gjafavara. Eitt af því sem vakið hefur sérstaka athygli þeirra sem leið eiga þar um, er að ýmislegt þar inni tengist hinni sögufrægu Mjallhvíti og þar á meðal kjóll í fullri stærð…

Metmánuður á Síldarminjasafninu

„Það hefur verið gestkvæmt á Síldarminjasafninu í júlí, en aldrei fyrr hafa jafn margir sótt safnið heim á einum mánuði. Annasömustu dagarnir voru í kring um Norrænu strandmenningarhátíðina, Þjóðlagahátíð og tíðar komur skemmtiferðaskipa. Alls heimsóttu um 10.700 manns safnið í júlímánuði – en til samanburðar má benda á að fyrir tíu árum síðan voru gestir…

Harpa Björnsdóttir í Kompunni

Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, á morgun, laugardaginn 4. ágúst, kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítið en lögur stór“ og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini…

Fyrsta myndin af Ara

„Mínir ágætu útgefendur í Japan tóku sig til og létu teikna mynd af Ara Þór á kápu japönsku útgáfunnar af Náttblindu, sem var að koma út. Fyrsta myndin sem náðst hefur af Ara!“ Þetta segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í færslu á Facebook. Náttblinda og fjórar aðrar bækur hans gerast á Siglufirði og þar er lögreglumaðurinn…

Ben Salter með tónleika

Laugardagskvöldið 4. ágúst næstkomandi klukkan 20.00 mun hinn víðförli ástralski trúbador Ben Salter flytja söngdagskrá með eigin lögum og textum í Siglufjarðarkirkju. Tónleikarnir eru hluti af alþjóðlegu tónleikaferðalagi Salters víða um lönd, þ.á m. til Japans, Bretlands, Frakklands, Danmerkur og Íslands – en tónleikaferðalagið ber yfirskriftina „2018 International Madness Tour“. Salter hefur getið sér gott orð í…

Meistari af siglfirskum ættum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2018. Hún sigraði með yfirburðum á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Guðrún Brá er af siglfirskum ættum. Móðir hennar er Heiðrún Jóhannsdóttir (f. 1971), dóttir Jóhanns Heiðars Jóhannssonar læknis (f. 1945), en hann er sonur Aðalheiður Halldórsdóttir (f. 1915, d. 1993) og Jóhanns…

Þrumur og eldingar

Þrumur og eldingar voru yfir Siglufirði á fimmta tímanum í dag með tilheyrandi skúradembum. Ingvar Erlingsson náði upptöku af hluta af þessu og gaf leyfi fyrir birtingu. Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin um klukkustund eftir lætin. Mynd og símaupptaka: Ingvar Erlingsson. Kort: Vedur.is. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. 

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is