Ráðgerir víðtækar lokanir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Vegagerðin hafa lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óveðursins í nótt og á morgun. Spáð er aftakaveðri. Vegagerðin ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax upp úr miðnætti. Mynd: Windy.com. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Rauðgul viðvörun

Rauðgul viðvörun hefur verið gefnin út fyrir allt landið vegna mikils óveðurs sem er væntanlegt snemma í fyrramálið. Fyrir Norðurland vestra tekur hún gildi snemma í fyrramálið og verður í gildi fram undir miðnætti. Spáin er svofelld fyrir umræddan landshluta: „Austan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20-30 m/s., hvassast á fjallvegum. Búast má…

Lokað

Vegurinn frá Ketilási til Siglufjarðar er lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er með Ólafsfjarðarmúla, þar sem hættustigi var lýst yfir í morgun kl. 07.25. Upp úr miðnætti í gær þurfti að kalla til björgunarsveitarmenn frá Dalvík til vegna ökumanns sem hafði fest bifreið sína á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson │…

Gul viðvörun í fyrramálið

Frá því seint í kvöld, eftir kl. 22.00, og í nótt er útlit fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum. Gul viðvörun tekur gildi fyrir Norðurland vestra kl. 06.00 í fyrramálið. Veðurstofan hvetur ferðalanga til að sýna varkárni. Spáð er snjókoma eða skafrenningi og slæmu skyggni. Snjóflóðahætta er möguleg í Ólafsfjarðarmúla næsta sólarhringinn að því er…

Heimilismessa á morgun

Heimilismessa verður í Siglufjarðarkirkju á morgun, sunnudaginn 9. febrúar kl. 11.00, nánar tiltekið í safnaðarheimilinu, eins og síðast. Messan átti upphaflega að vera kl. 20.00, eins og auglýst er í dagskránni sem borin var í öll hús í vetrarbyrjun, en af óviðráðanlegum orsökum þurfti að breyta tímasetningunni. Vinsamlegast athugið að barnastarfið fellur því niður á…

Leysingar valda usla

Eins og víðar á Íslandi voru leysingar í Siglufirði í nótt og dag í kjölfar hlýinda, auk þess sem úrkoma, þótt ekki væri hún mikil, bætti ekki úr skák. Sumstaðar flæddi upp um brunna og niðurföll og færði götur á kaf að einhverju leyti, ekkert þó í líkingu við það sem var síðast. Loka þurfti…

Snjóflóðahætta möguleg

Tilkynning var að berast frá Vegagerðinni rétt í þessu, kl. 15.50, um mögulega snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla næsta sólarhring. Þessa stundina er mikil ofankoma í Siglufirði og veður fer hlýnandi, með leysingum og rigningu á morgun. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Alþýðuhúsið tilnefnt

Alls bárust 25 umsóknir hvaðanæva að af landinu um Eyrarrósina 2020, en hún er sem kunnugt er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Alls voru sex verkefni valin á listann í ár. Þrjú þeirra hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina í þetta sinn. Þar á meðal er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]