Siglfirðingur.is búinn að vera úti

Siglfirðingur.is hefur verið í láginni undanfarna daga vegna staðbundinnar bilunar í hugbúnaði vefþjóns, sem erfitt reyndist að finna. Ekki var því hægt að komast inn í kerfið til að setja inn nýjar fréttir en annað virtist keyra eðlilega. Nú hefur málið verið leyst farsællega. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjarðarkirkja á morgun

Klukkan 08.00 í fyrramálið, páskadag, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar syngur. Kórstjóri og undirleikari verður Rodrigo J. Thomas. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustunni lokinni býður Systrafélags Siglufjarðarkirkju til hátíðarmorgunverðar uppi í safnaðarheimili, eins og verið hefur undanfarna áratugi. Klukkan 10.30 verður svo helgistund á sjúkrahúsinu. Mynd…

Fríða með handgerð páskaegg

Fríða Björk Gylfadóttir, listakona á Siglufirði, opnaði  súkkulaðikaffihús 25. júní í fyrra, eins og lesendum Siglfirðings er eflaust kunnugt, enda var tekið við hana ítarlegt viðtal af því tilefni og birt hér. Þar kom m.a. fram, að hún er fædd árið 1965. Árið 1979 lék hún aðal kvenhlutverkið, eina af fjórum eiginkonum biskupsins, í sjónvarpsmynd…

Kertamessa á morgun kl. 17.00

Kl. 17.00 á morgun, skírdag, verður kertamessa í Siglufjarðarkirkju, með altarisgöngu. Kirkjukór Siglufjarðar leiðir almennan söng. Píanóleikari og kórstjóri verður Rodrigo J. Thomas. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Páskasýning Ljósmyndaklúbbsins

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar verður með sýningu í Bláa húsinu á Rauðkutorgi á morgun, skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag, frá kl. 14.00 til 17.00 alla dagana. Þau sem sýna eru: Alice Liu, Björn Valdimarsson, Erla Marý Sigurpálsdóttir, Gísli Kristinsson, Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, Hannes Pétur Baldvinsson, Jón Ólafur Björgvinsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Kristján Friðriksson, Lára Stefánsdóttir, Marín Gautadóttir, Mikael…

Hafliði Guðmundsson hreppstjóri

Í dag eru 100 ár síðan Hafliði Guðmundsson hreppstjóri andaðist, eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Hann var allt í öllu hér í lok 19. aldar og á fyrstu árum 20. aldar og drengur góður. Um það ber öllum saman. Í blaðinu Norðurlandi 19. maí 1917 segir um hann: „Hann var fæddur í Reykjavík 2. desember…

Alþýðuhúsið á föstudaginn langa

Nú á föstudaginn langa verður í fimmta sinn efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði með sýningaropnun í Kompunni og gjörningadagskrá í salnum. Listamennirnir sem taka þátt að þessu sinni eru Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Florence Lam, Joris Rademaker, Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir. Dagskráin hefst kl. 14.00 með sýningaropnun Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur í Kompunni. Kompan,…

Gengið til Hofsóss í dymbilviku

Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir gönguferðum á Siglufirði um páskana. Göngurnar eru hluti af æfingagöngum Mundo fyrir pílagríma sem halda á Jakobstíg á Spáni á árinu. Gengið verður frá Siglufirði á Hofsós á þremur dögum: skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska. Hvern dag verða farnir 20 km og verður gengið eftir veginum. (Við vitum –…

Gunnar I. Birgisson í viðtali

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, var í ítarlegu viðtali í Pressunni í gær. Hægt er að lesa það hér. Eða í Akureyri – vikublaði hér (á bls. 12). Mynd: Skjáskot úr frétt Pressunnar. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Glæpasögurnar seldar til 15 landa

„Maður skil­ur þetta eig­in­lega ekki, áhug­inn er ótrú­leg­ur. Við byrjuðum að gefa út í Frakklandi fyr­ir tæpu ári og seld­um um 30 þúsund ein­tök af fyrstu bók­inni sem var inn­bund­in og sú bók verður gef­in út í kilju í 60 þúsund ein­tök­um til viðbót­ar,“ seg­ir Ragn­ar Jónas­son, rit­höf­und­ur og lög­fræðing­ur. Glæpa­sag­an Snjó­blinda sem ber ís­lenska…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is