Siglingamaður kom til Siglufjarðar

Sóló-siglarinn Patrick Laine er á leið sinni umhverfis Ísland. Á leið sinni frá Vestfjörðum og austur fyrir land kom hann m.a. við í Grímsey og á Siglufirði. Þessi einstaklega geðþekki franski sjóari og flugmaður hrósar íslenskum sjómönnum fyrir hugulsemi og þekkingu á óskrifuðum lögum sem gilda meðal sjómanna, þó heldur hafi nú fjörðurinn fagri tekið kuldalega…

Bjarni Pálsson landlæknir

Í dag eru 300 ár liðin frá því að merkismaðurinn og fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, fæddist. Alma D. Möller, landlæknir og Siglfirðingur, ritar um hann á vef landlæknisembættisins og þar kemur m.a. fram, að Bjarni hafi verið „einn 16 barna hjónanna Sigríðar Ásmundsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar prests sem þjónaði á Upsum og einnig á…

Af Siglufjarðarkossum og öðru

Árum saman birtust greinar í Mánudagsblaðinu eftir mann sem nefndi sig Ajax. Voru þær taldar besta efnið í því blaði. Sumir sögðu að höfundur þeirra hefði verið Ólafur Hansson menntaskólakennari. Haustið 1974 skrifaði Ajax grein þar sem fjallað var um síldina og Siglufjörð. Jónas Ragnarsson.   Hálfgerð heimsborg og rómantískt ævintýraland Siglufjarðarkossarnir voru blautir og…

Misstu af sæti í efstu deild

Sumarið 1963 tók Knattspyrnulfélag Siglufjarðar, KS, þátt í keppni í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og það í fyrsta sinn. Þegar fór að líða á sumarið var KS í einu af efstu sætunum í öðrum riðlinum og átti möguleika á að komast í 1. deild, sem þá var efsta deildin. En þá fór að draga…

Mandarínöndin komin með dömu

Þau tíðindi eru helst af fuglalífinu nyrst á Tröllaskaga, að mandarínöndin sem fyrst sást hér í byrjun janúar á þessu ári er komin með siglfirska dömu upp á arminn. Er þar um að ræða stokkandarkollu. Þau hafa sést á Leirunum undanfarið, ásfangin upp fyrir haus. Það verður fróðlegt að sjá hvað þetta samband gefur af…

Ævisaga Gústa væntanleg í haust

Í september á þessu ári kemur út ævisaga Gústa guðsmanns sem er öllum Siglfirðingum og mörgum öðrum hugleikinn. Sigurður Ægisson ritar sögu hans og mun Bókaútgáfan Hólar annast útgáfuna. Bókin, sem verður um 300 blaðsíður, er afrakstur næstum tveggja áratuga heimildasöfnunar. Nú er hafin söfnun áskrifenda að bókinni og mun Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði annast…

Hluti Aðalgötu lokaður út júní

Framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun Aðalgötu, milli Grundargötu og Tjarnargötu, að því er lesa má á heimasíðu sveitarfélagsins. Tvístefna verður á Norðurgötu milli Aðalgötu og Eyrargötu meðan á framkvæmdunum stendur, með innkomu frá Eyrargötu. Áætluð verklok eru 30. júní 2019. Kort: Fjallabyggd.is. Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Hatari á svið í kvöld

Í ljósi þess að Hatari er að stíga á svið í kvöld í Ísrael er rétt að minna á tengingu þriggja meðlima hljómsveitarinnar við Siglufjörð, eins og gert var hér 14. mars. Bara til fróðleiks, hafi þetta farið framhjá einhverjum. Mynd: Ruv.is. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Siglufjarðar snemma í morgun. Það var Ocean Diamond sem lagðist að Óskarsbryggju. Alls eru 39 komur 11 farþegaskipa áætlaðar til Siglufjarðar á þessu ári, frá og með 14. maí til 20. september. Með þeim koma 7.925 farþegar. Sjá nánar um það hér. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │…

Eygló með sýningu í Kompunni

Fimmtudaginn 16. maí  kl. 17.00 opnar Eygló Harðardóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin verður opin til 2. júní, daglega frá kl. 14.00–17.00. Eygló Harðardóttir (f.1964) vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra og bókverk. Hráefni eins og pappír, bæði nýr og endurnýttur, litríkt fundið efni, plast, viður, grafít og gler leggja grunn að hugmyndum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is