Eyjar – ferðalag í tónum

Laugardagskvöldið 14. júlí í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins munu hinar nafntoguðu tónlistarkonur Sophie Ramsay frá Skotlandi og Sarah Smout frá Englandi flytja ný og gömul þjóðlög frá ýmsum löndum. Tónleikarnir í Þjóðlagasetrinu, sem bera yfirskriftina EYJAR · ferðalag í tónum yfir láð og lög, eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra um Orkneyjar, Færeyjar og Ísland. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00,…

Helgistund á Hvanneyrarhólnum

Í fyrramálið kl. 11.00 verður helgistund með strandmenningarívafi fyrir ofan prestsetrið á Siglufirði, nánar tiltekið við minnisvarðann á Kirkjuhól, í umsjá sr. Sigríðar Mundu Jónsdóttur. Guðspjallið verður lesið á dönsku, finnsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku. Hugleiðingu flytur Ida Marguerite Semey. Almennur söngur. Undirleikari á harmonikku verður bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018, Sturlaugur Kristjánsson. Mynd og texti:…

Bliki var auðþekkjanlegur

Njörður S. Jóhannsson lauk nýverið við að smíða líkan af enn einu sögufrægu Fljótaskipinu og afraksturinn er eins og áður geysifagurt verk. Í það fóru 3.224 koparnaglar. Skipið sem nú varð fyrir valinu er Bliki, sem smíðað var á Hraunum í Fljótum árið 1862 af Jóhannesi Sigurðssyni. Það fórst árið 1871 með tíu manna áhöfn,…

Hátíð fyrir hálfri öld

Helgina 6.-7. júlí 1968 voru mikil hátíðahöld á Siglufirði í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli og 150 ára verslunarafmæli. Samkvæmt blaðafréttum voru á þriðja þúsund manns á Skólabalanum þegar hátíðin var sett. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp og gat um mikilvægi síldarvinnslunnar fyrir þróun þjóðfélagsins og minntist þess tíma þegar hann vann hjá Óskari Halldórssyni…

Flöskuskeyti á Siglunesi

Hinn fyrsta þessa mánaðar gengu þau Lisa Dombrowe og Ragnar Ragnarsson sem oftar Nesskriður út á Siglunes, fóru svo meðfram ströndinni fram hjá Reyðará inn í Nesdalinn og til baka yfir Kálfsskarðið. Vestan við Reyðará fundu þau flöskuskeyti í fjörunni, í plastflösku sem merkt var „BF 19.12.17“. Áhugavert væri að vita hver þessi Bára er…

Strandmenningarhátíðin sett

Norræna strandmenningarhátíðin NORDISK KUSTKULTUR var formlega sett hér í bæ kl. 17.00 í dag og mun hún standa fram á sunnudag, 8. júlí. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram. Norræna strandmenningarhátíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina Tónlist við haf og strönd. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2011 og hafa Norðurlöndin skipt með…

Afskekkt

Á morgun, 4. júlí, kl. 18.00–21.00, verður sýningin Afskekkt opnuð í sýningarrými Seguls 67 á Siglufirði og verður opin þar daglega á Strandmenningarhátíðinni, frá kl. 14.00 til 18.00, til 8. júlí. Listamennirnir sem taka þátt eru allir búsettir, alfarið eða að hluta, í Fjallabyggð og er áhugavert að stefna þeim saman til sýningar á Strandmenningarhátíð….

Trommukjöt í Kompunni

Á morgun, miðvikudaginn 4. júlí, kl. 14.00, opnar Freyja Eilíf sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin nefnist Trommukjöt. Til sýnis verða nýleg verk eftir listakonuna sem unnin eru eftir leiðslum út úr mannslíkamanum inn í aðra heima. „Á sýningunni Trommukjöt verða málverk, skúlptúrar og vídjóverk sem ég hef unnið sem minjar og vísbendingar annarra…

8 ára í dag

Siglfirðingur.is er 8 ára í dag. Hann fór af stað 3. júlí árið 2010 eftir um mánaðar undirbúningstíma og er óháður frétta-, upplýsinga- og mannlífsvefur, tileinkaður lífinu í Siglufirði, fyrr og nú, einkum því sem er jákvætt, uppbyggjandi og gefandi, og hafinn yfir pólitíska flokkadrætti og argaþras. Undirritaður þakkar hinum fjölmörgu lesendum, í rúmlega 100 þjóðlöndum,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is