Aðventumessa fjölskyldunnar

Á morgun, 1. sunnudag í aðventu, kl. 14.00, verður létt fjölskyldumessa í Siglufjarðarkirkju með virkri þátttöku kirkjuskólabarna. Umrædd messa er hápunkturinn á barnastarfi kirkjunnar á haustmisseri og mikið sungið og glaðst. M.a. verður jólasagan rifjuð upp. Og spurst hefur að einhverjir rauðklæddir náungar muni e.t.v. líta inn með eitthvað gott í pokahorninu. Mikil köku- og…

Humar til sölu

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg er með humar til sölu. 1 kg. af skelflettum humri er á 5.000 kr., upplagt í súpur, pizzur o.fl., og 1 kg. af stórum humri í skel er á 7.000 kr. Þarna er um að ræða fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Áhugasamir kaupendur eru vinsamlegast beðnir um að panta fyrir 10….

Siglufjörður í Bandaríkjunum

Náttblinda, eftir Ragnar Jónasson, er að koma út í Bandaríkjunum og af því tilefni birti þekkt vefsíða í New York, Crime by the book, á dögunum fjölda mynda frá Siglufirði auk viðtals við rithöfundinn o.fl. Sjá hér. Mynd: Skjáskot af umræddri vefsíðu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Jólakortakvöld hjá Fríðu

Það verður æ sjaldgæfara að fólk sendi jólakort önnur en rafræn, ef þá nokkur. Fríðu Björk Gylfadóttur og mörg fleiri langar að breyta þessu til fyrra horfs, enda óneitanlega ákveðin stemmning sem fylgir því að skrifa á kort og ekki síður gaman að fá þau. Annað kvöld, fimmtudaginn 30. nóvember, frá kl. 19.00 til 22.00,…

Barnastarf og óvissumessa

Á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, verður barnastarf Siglufjarðarkirkju á sínum stað, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45. M.a. verða útbúnir dúskarnir sem fara eiga á jólatréð á Ráðhústorgi, og fleira. Óvissumessa verður svo frá kl. 17.00 til 18.00. Þar er um að ræða nýtt, siglfirskt messuform, þar sem íslensk og erlend dægurlög verða…

Líney Rut í stjórn EOC

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var síðdegis í gær kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), fyrst Íslendinga. Líney Rut var kjörin í stjórnina til næstu fjögurra ára. Stjórnin telur 16 manns í heildina; forseta, varaforseta, ritara og gjaldkera og 12 meðstjórnendur. Líney Rut varð sjötta efst í kjörinu um meðstjórnendur en 23 voru í framboði….

Enn á ný lokað

Lokað er um Siglufjarðarveg og Múlaveg, að því er segir á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Ekki kemur þar fram hvort um er að ræða snjóflóð eða hættu á þeim, og ekkert um hvort opnun er fyrirhuguð eða hvenær. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lokað vegna snjóflóðahættu

Veginum frá Ólafsfirði til Dalvíkur hefur verið lokað vegna hættu á snjóflóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var að berast frá Vegagerðinni. Aðstæður verða skoðaðar með morgninum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Jólaaðstoð 2017

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn veita þeim á Eyjafjarðarsvæðinu sem á þurfa að halda fjárhagslega aðstoð fyrir jólin. Fyrir þau sem búa á og við Akureyri skal bent á auglýsinguna hér fyrir ofan, en þau sem eru utan þess svæðis hafa samband við viðkomandi sóknarprest og nálgast hjá honum eyðublað sem þarf…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is