Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, og bjóða eyfirsk söfn gestum og gangandi í heimsókn þeim að kostnaðarlausu kl. 13.00-17.00. Á Síldarminjasafninu verða sýnd málverk og teikningar sem safninu hafa borist á undanförnum árum. Þarna verða verk eftir Arnar Herbertsson, Sveinbjörn Blöndal, Herbert Sigfússon, Yvonne Struys, Sigurjón Jóhannsson og Sigurð Konráðsson….

Íþróttaálfurinn í heimsókn

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar býður öllum börnum í Fjallabyggð á skemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði miðvikudaginn 29. apríl, kl. 16.30. Íþróttaálfurinn mætir á svæðið og ætlar að vera með sprell og þrautir fyrir börnin. Hlökkum til að sjá ykkur öll. Barna- og unglingaráð KF. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015

Það hefur lengi verið þekkt að meðalaldur íbúa Fjallabyggðar, ekki síst Siglufjarðar, hefur verið hærri en flestra annarra sveitarfélaga. Nú hefur Samband íslenskra sveitarfélaga birt á vefsíðu sinni skjal sem sýnir breytingar á aldurssamsetningu sveitarfélaga frá 1998 til 2015. Þegar skoðaður er svonefndur aldurspýramídi fyrir Fjallabyggð má greinilega sjá hvernig fjölgað hefur hlutfallslega í elstu…

Söngur að vori

Hið frábæra tónlistarfólk Kristjana Arngrímsdóttir og eiginmaður hennar, Kristján Eldjárn Hjartarson, á Tjörn í Svarfaðardal, verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju 7. maí næstkomandi, kl. 21.00. Þeir nefnast „Söngur að vori“. Þar verða gömul lög flutt í bland við ný. Miðaverð er 3.000 krónur. Hér er örlítið sýnishorn. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson |…

Kökubasar á morgun

Hinn árlegi kökubasar Foreldrafélags Leikskála verður haldinn á morgun, 22. apríl, kl. 13.00, í Kiwanishúsinu við Aðalgötu. Eflaust verður þar fjöldinn allur af gómsætum tertum og brauði, svo nú er bara um að gera að líta þar inn og versla og styrkja um leið krílin í bænum. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson |…

Siglufjörður – Héðinsfjörður

Ferðafélag Akureyrar býður upp á margar áhugaverðar göngur í sumar og eina þar af frá Siglufirði, yfir Hestskarðið og ofan í Héðinsfjörð. Sjá nánar hér. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Heimismenn í heimsókn

Nú er komið að því að við Heimismenn leggjum í hann enn á ný, nú ætlum við fyrir Tröllaskagann næstkomandi laugardag, 18. apríl, og koma við bæði á Dalvík og á Siglufirði. Á Dalvík verðum við kl. 14:00, í menningarhúsinu Bergi. Þaðan höldum við út í Siglufjörð, og verðum í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30. Menningarhús þeirra…

Múlagöng

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranætur mánudagsins 13. apríl til föstudagsins 17. apríl má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21.00 til 06.00 að morgni. Þetta má lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Dýrðardagur

Svona var umhorfs í Siglufirði í morgun. Dýrðardagur. Enn ein lægðin er þó væntanleg og því um að gera að njóta stundarinnar meðan hún varir. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hjónakoss á Múlakollu

Af Múlakollu, sem er efsti hluti Ólafsfjarðarmúla, 984 m.y.s., er útsýni stórkostlegt og sést vítt um fjöll og dali. Það var eins í fyrradag, 9. apríl, þegar þar uppi fór fram giftingarathöfn í blíðskaparveðri, sú fyrsta sem vitað er um. Brúðhjónin voru komin alla leið frá Svíþjóð til að ganga í það heilaga, hann Ólafsfirðingur,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is