Gúrkutíð á miðjum vetri

„Sóknarpresturinn á Siglufirði, Sigurður Ægisson, hefur undanfarin ár fengið árlegan styrk frá Fjallabyggð vegna heimasíðu sem hann heldur úti. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrir sitt leyti að styrkja Sigurð á árinu 2015 vegna heimasíðunnar Siglfirðingur.net. Bæjarstjórn á eftir að samþykkja styrkveitinguna. Að sögn Steinunnar Maríu Sveinsdóttur, formanns bæjarráðs, er styrkurinn veittur vegna mikilvægis síðunnar fyrir bæjarfélagið….

Hringmyndir úr Fjallabyggð

„Á vefnum Panoramaland.is má finna fimm myndir frá Siglufirði, eina fyrir utan Strákagöng, eina úr Héðinsfirði og þrjár frá Ólafsfirði þar sem hægt er að snúa myndinni í 360° gráður eða í heilan hring. Einnig má finna fleiri myndir þarna frá Norðurlandi.“ Héðinsfjörður greinir frá. Sjá nánar hér. Mynd: Skjáskot af Panoramaland.is. Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús…

Hátíðasöngvarnir hljóðritaðir

„Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar hafa nú verið hljóðritaðir í heild sinni í fyrsta skipti. Útgáfan er nokkurs konar kveðjugjöf félaga í Kór Dalvíkurkirkju til kórstjórans sem lét af störfum nýlega eftir rúmlega aldarfjórðungs starf.“ Þetta sagði í kvöldfréttum RÚV. Um undirleik sá Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, og upptökumaður var Gunnar Smári Helgason. Sjá…

Dagur í Paradís

Fyrir um fjörutíu árum birtust fyrstu myndirnar af jörðinni teknar úr geimnum. Aldrei áður hafði maðurinn séð heimkynni sín utan frá, jörðina úr þessari fjarlægð fljótandi um umvafða skýjum, en svo bara engu. Þessar myndir voru ótrúlegar, myndir af jörðinni rísandi upp fyrir sjóndeildarhring tunglsins rétt eins og við sjáum sólina rísa hér. Frá þessu…

Kirkjuskóli í fyrramálið

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Eftir fræðslu og söng niðri í kirkju verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu, enda jólin að nálgast. Fyrsti sunnudagur í aðventu er 30. nóvember. Kl. 17.00 verður svo kertamessa á rólegum nótum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

«Komdu með eina þykkari næst»

Landnámsmaður Siglufjarðar hét Þormóður og hafði viðurnefnið „rammi“, eflaust sökum atgervis síns, hefur þótt meira en lítið hraustur. Um þúsund árum síðar býr hér annar maður, sem ekki er heldur fisjað saman. Hann verður 60 ára gamall í janúar á næsta ári, var lögreglumaður í næstum 25 ár en er nú öryrki, eftir að hægri…

Brúðkaup – lokasýning

Rúmlega 1.000 manns hafa nú séð „Brúðkaup“, gamanleik sem saminn er af Guðmundi Ólafssyni og í hans leikstjórn, og yfirgefið menningarhúsið Tjarnarborg með hláturkrampa í maga og gleðitár á hvarmi. Í kvöld, fimmtudaginn 20. nóvember, er 7. og síðasta sýning þessa magnaða gamanleiks og þar mun höfundurinn sjálfur taka sig til og stíga á svið…

Þrjátíu metra langt hús

Í vikunni birti Kristján Runólfsson skemmtilega mynd á Facebook-síðu sem nefnist Siglfirðingar fyrr og nú. Þetta var mynd af stóru húsi og Kristján spurði hvort einhver þekkti það. Við fyrstu sýn var augljóst að myndin var frá Siglufirði. Hús sem var í baksýn var prestssetrið að Hvanneyri við Siglufjörð, á tímum séra Bjarna Þorsteinssonar. Fljótlega…

Formannafundur UÍF

Formannafundur UÍF verður haldinn á morgun, 20. nóvember, í skíðaskálanum í Ólafsfirði. Fundurinn hefst kl. 18.00 og eru formenn aðildarfélaga, auk eins stjórnarmanns, boðaðir. Vonast er til að allir boðaðir sjái sér fært að mæta. Stjórn UÍF. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is