Pappírssala og dósasöfnun KF

Á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar, munu iðkendur KF ganga í hús og selja pappír (eldhúspappír á 3.500 krónur og salernispappír á 4.500 krónur) í báðum bæjarkjörnum ásamt því að safna dósum Siglufjarðarmegin. Allir iðkendur KF taka þátt í fjáröfluninni og munu foreldrar í 3. flokki karla og kvenna ásamt meistaraflokksleikmönnum aðstoða. Fjáröflunin hefst kl. 17.30…

Saltkjöt og baunir

Upp er runninn sprengidagur. Og gott er saltkjötið sem Aðalbakarinn á Siglufirði er að selja tilbúið í hádeginu í fyrsta skipti í dag og miðað við viðtökur fólks á öllum aldri er ljóst að þessi nýjung er komin til að vera. Ýmsan fróðleik um sprengidag má lesa hér, en sá texti er fenginn af Wikipediu….

Bolla! Bolla! Bolla!

Upp er runninn bolludagur og nóg um að vera í bakaríinu við Aðalgötu, eins og endranær. Sortirnar eru fjölmargar eins og sjá má á ljósmyndinni hér fyrir ofan sem tekin var upp úr hádeginu. Á morgun verður hægt að fá þar keypt eldað saltkjöt með tilheyrandi. Á Wikipediu segir um þennan ágæta dag: „Bolludagur er…

Siglufjörður eftir hvellinn

Eins og landsmenn aðrir fengu Siglfirðingar að kynnast óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi, nótt og morgun. Í mestu kviðunum var ekki stætt. En þetta er afstaðið og skemmdir urðu óverulegar, sem betur fer. Klukkan á norðurhlið Siglufjarðarkirkju gafst upp að verða 11.oo í gærkvöldi eða morgun, vísarnir komust einfaldlega ekki áfram vegna þess…

Vonskuveður á leiðinni

Í ljósi veðurspár er ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Frá Holtavörðuheiði og til Akureyrar má búast við að fjallvegir lokist síðdegis og á þeirri leið er varað við miklu hvassviðri. Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar….

Hátíðir í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar til íbúafundar í dag, 4. febrúar, kl. 18.00 til að ræða stöðu hátíðarhalda í bæjarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. Þetta má lesa á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar er spurt: Er Síldarævintýrið að líða undir lok? Nær Blúshátíðin fyrri hæðum? Eru of margar hátíðir í Fjallabyggð? Fyrir hverja eru þessar…

Vinna beingræði úr rækjuskel

„Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði hefur markaðssett tvö fæðubótarefni sem unnin eru úr rækjuskel. Fæðubótarefnin eru árangur áralangrar rannsóknar- og þróunarvinnu við að vinna verðmæti úr hráefni sem um áratugaskeið var hent. Þróun á efni til að græða beinvef eftir beinbrot eða annan alvarlegan skaða er langt á veg komin.“ Vísir.is greinir frá þessu í dag….

Fræðslufundur Vitafélagsins

Á fræðslufundi Vitafélagsins í kvöld, í Sjóminjasafni Reykjavíkur við Grandagarð, kl. 20.00, verða flutt tvö erindi sem tengjast Siglufirði. Í því fyrra mun Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur segja frá niðurstöðum fornleifarannsókna á verstöðinni á Siglunesi sem fram fóru á árunum 2011-2013, en þar brýtur sjórinn sífellt af rústum á ströndinni. Velt verður upp spurningum um til…

100 ára eftir 100 daga

Hallfríður Nanna Franklínsdóttir verður 100 ára eftir 100 daga. Þá verður blásið til mikillar gleði og óstaðfestar fréttir herma að afmælisbarnið ætli að dansa uppi á borðum. Nanna fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson og Andrea Jónsdóttir, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is