Golfmeistari af siglfirskum ættum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, vakti mikla athygli þegar hún keppti í Abu Dhabi fyrir nokkrum vikum og þessa dagana er hún í sviðsljósinu á golfmóti í Flórída í Bandaríkjunum. Eftir þrjá keppnisdaga af fimm er hún í þriðja sæti. Sjá hér. Foreldrar Ólafíu Þórunnar eru Kristinn Jósep Gíslason og Elísabet María Erlendsdóttir. Elísabet…

Kveikt á jólatrénu

Í dag kl. 18.00 voru ljósin kveikt á jólatrénu á Ráðhússtorginu á Siglufirði. Fjöldi manns var þar saman kominn og jólasveinar tóku lagið. Að þessu sinni er tréð skreytt hjörtum, þar sem öðrum megin er rauður litur en hinum megin ljósmynd af andlitum þeirra um 150 barna og fullorðinna sem sótt hafa barnastarf Siglufjarðarkirkju það…

Símabingó skíðafélagsins

Skíðafélag Siglufjarðar er að skella á Símabingói nú í byrjun desember. Símabingó er venjulegt bingó, eini munurinn er sá að spilað er heima. Á hverjum seldum miða eru þrjú bingóspjöld. Nóg er að fylla eitt spjaldanna til að fá bingó. Fyrstu tölur verða dregnar út fimmtudaginn 8. desember. Tölur verða lesnar inn á símsvaranúmer 871-0053,…

Ríma og Ísold í Siglufjarðarkirkju

Annað kvöld, 29. nóvember, munu Kvæðamannafélagið Ríma og Kammerkórinn Ísold halda sameiginlega tónleika í Siglufjarðakirkju. Á dagskránni eru rímnalög, tvísöngslög, jólalög og önnur lög sem hóparnir syngja ýmist saman eða hvor í sínu lagi og hefst dagskráin kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis en tekið við frjálsum framlögum. Allir hjartanlega velkomnir! Mynd, plakat og texti: Aðsent.

Nýr meirihluti í Fjallabyggð

Í þessu var að berast yfirlýsing frá Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokknum í Fjallabyggð vegna myndunar nýs meirihluta í Fjallabyggð. Þar segir: Jafnaðarmenn í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hafa stofnað til meirihlutasamstarfs í Fjallabyggð. Málefnasamningur milli framboðanna tveggja var samþykktur af Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar og fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð í kvöld. Steinunn María Sveinsdóttir, oddviti…

Breyttur fundarstaður

Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar auglýsir: Haldinn verður félagsfundur á Kaffi Klöru í Ólafsfirði í dag, mánudaginn 28. nóvember, kl. 18.00, en ekki í Húsi eldri borgara eins og auglýst hafði verið. Fundarefni: Málefnasamningur milli S-lista Jafnaðarmanna og D-lista Sjálfstæðisflokks. Stjórnin. Mynd og texti: Aðsent.

Gunnar Smári Helgason

Gunnar Smári Helgason er kominn af uppfinningamönnum í föðurættina og smiðum í móðurættina og er lifandi goðsögn í heimi íslenskrar tónlistar. Fingraför hans má sjá á margri hljómplötunni sem tekin hefur verið upp og gefin út, allt frá 8. áttunda áratug síðustu aldar. Þar á meðal hafa verið kunnustu músíkantar þjóðarinnar. Bara einu sinni gafst…

Hvalshræ á Evangerfjöru

Hræ af á.a.g. 13-14 m löngum hval liggur í fjöru undir Evangerrústunum, handan Siglufjarðarbæjar. Óðinn Freyr Rögnvaldsson gekk fram á það í dag. Það er illa farið og lyktandi, í einum vöðli og sporðblaðkan meira en lítið undarleg og því erfitt um nákvæma greiningu en líklegast er þetta búrhvalur, tarfur. Vera má að þarna sé…

Jafnaðarmannafélagið fundar

Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar auglýsir: Haldinn verður félagsfundur í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði mánudaginn 28. nóvember kl. 18.00. Fundarefni: Málefnasamningur milli S-lista Jafnaðarmanna og D-lista Sjálfstæðisflokks. Stjórnin. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is