Rigndi mest á Siglufirði

Veðurstofan hefur birt kort með upplýsingum um úrkomu frá kl. 9 í gærmorgun til kl. 9 í morgun. Langhæsta talan er á Siglufirði, 74,3 millimetrar. Þetta er eini staðurinn á landinu þar sem úrkoman var meiri en 50 millimetrar á sólarhring. Fyrir tveimur vikum, 10.-11. september, rigndi heldur meira á Siglufirði. Úrkoman mældist þá 94,7…

Menningarminjar í Fjallabyggð

Hafin er skráning menningarerfða í Fjallabyggð. Hún er liður í samstarfsverkefni milli tveggja stofnana í Noregi og ÞjóðListar ehf. á Íslandi og styrkt af Norsk-íslenska samstarfssjóðnum. Unesco, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi hvatt til slíkrar skráningar í heiminum öllum. Sjá nánar hér og hér. Mynd: Skjáskot af umfjöllun N4. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Blakæfingar í Fjallabyggð

Blakfélag Fjallabyggðar (BF) er með skipulagðar blakæfingar í íþróttahúsinu á Siglufirði á eftirtöldum tímum: Mánudagur kl. 17:00-18:00: Krakka- og unglingablak fyrir 4.-10. bekk. Mánudagur kl. 18:00-19:30: Karlar. Mánudagur kl. 19:30-21:00: Konur. Miðvikudagur kl. 18:00-19:30: Karlar og konur. Fimmtudagur kl. 20:00-21:30: Íslandsmótshópur kvenna. Nýir iðkendur eru hvattir til að prufa þessa skemmtilegu íþrótt og upplifa frábæran…

Alþjóðlegt mót á Siglufirði

Alþjóðlegt bridgemót verður haldið á Siglufirði um næstu helgi, nánar tiltekið í íþróttahúsinu. Mótið hefst á föstudag, 23. september, og því lýkur á sunnudag. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu úr Morgunblaðinu á dögunum. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Utanvegarakstur og fleira

Í byrjun september voru birtar hér myndir úr Skarðdalsskógi og var fólk beðið um að ganga nú fallega um þessa einstöku náttúruperlu okkar, hún ætti það skilið. Undirritaður veit ekki til annars en að lesendur og aðrir hafi virt það. En litlu síðar fór einhver um svæðið þar fyrir neðan, þar sem nýi golfvöllurinn er…

Hafnarbryggjan tekin í notkun

Á fimmtudag í nýliðinni viku, 15. september, var í Morgunblaðinu frétt um Bæjarbryggjuna, sem oftar er reyndar kölluð Hafnarbryggjan, og m.a. rætt við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Fjallabyggðar. Stefnt er að því að taka hana í notkun um komandi mánaðamót eftir miklar endurbætur og stækkun. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 27. febrúar 2016, þegar verið var…

Samgöngubætur í Nesskriðum

Í blíðskaparveðri 3. september síðastliðinn fór Björn Z. Ásgrímsson ásamt þeim Ásgrími Angantýssyni og Hannibal Jónssyni út í Nesskriður í norðaustanverðum Siglufirði þeirra erinda að gera skriðurnar auðveldari yfirferðar. Að sögn Björns var verkefnið tvíþætt, annarsvegar að endurbæta það sem gert var í fyrra og hinsvegar að auðvelda aðgengi í fleiri giljum. „Við nutum einnig…

Ragnar Helgason 90 ára

Ragnar Helgason fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Hann fæddist 14. september árið 1926. Foreldrar hans voru Helgi Ásgrímsson skipstjóri á Kambi á Siglufirði og Þóra Þorkelsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Afi Ragnars í föðurætt var Ásgrímur Þorsteinsson skipstjóri, meðhjálpari og skíðakappi á Siglufirði. Systkinin á Kambi voru sjö og er Ragnar næstyngstur þeirra. Kona…

Siglfirsk verk á uppboði

Á listmunauppboði hjá Gallerí Fold í síðustu viku voru seld tvö verk sem tengjast Siglufirði, gamalt málverk og líkan af skipi. Málverkið var eftir Sigríði Sigurðardóttur listmálara (f. 1904, d. 1971) en hún var um tíma eiginkona hins þekkta teiknara Tryggva Magnússonar. Þetta verk er 30×42 sentimetrar og var selt á 27.500 krónur. Margt bendir…

Orri í viðtali

Siglfirðingurinn og athafnamaðurinn Orri Vigfússon (Friðjónssonar) var gestur skáldsins og Akureyringsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar (Sigmundssonar) í þættinum Mannamál á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir helgi. Þar kom margt forvitnilegt fram en megináherslan var á verndun villtra laxastofna. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is