Akstur Strætó yfir jól og áramót

Áætlunarferðir Strætó yfir jól og áramót verða sem hér segir: ·      Þorláksmessa, ekið samkvæmt áætlun. ·      Aðfangadagur, ekið samkvæmt laugardagsáætlun, vagnarnir hætta akstri upp úr kl. 14.00 (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig í leiðabók á Strætó.is). ·      Jóladagur,  enginn akstur. ·      Annar í jólum, ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. ·      Gamlársdagur, ekið samkvæmt laugardagsáætlun, vagnarnir…

Snjóflóðahætta

Varað er við snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi. Vegurinn um Siglufjarðarveg er lokaður. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Miklum snjó kyngdi niður í dag á utanverðum Tröllaskaga og var hann blautur. Mynd: Vegagerðin. Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gáttaþefur er sá ellefti

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn. Hann er með gríðarstórt nef og finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll. Þá trítlar hann til bæja, enda veikur fyrir lyktinni, og stingur hausnum inn um gættina til að drekka hana í sig. Ellefti var Gáttaþefur, – aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef….

Gluggagægir er sá tíundi

Gluggagægir er tíundi jólasveinninn. Hann er vanur að laumast að gluggum og gægjast inn. Oft girnist hann þá eitthvað sem hann sér og reynir seinna að komast yfir það. Náskyldur honum er sveinn sem í gömlum heimildum er nefndur Gangagægir og hefur trúlega gægst inn í bæjargöngin í svipuðum erindagjörðum. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann,…

Nú er það bjúgnakrækir

Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn og afskaplega fimur. Hann vatt sér upp í rjáfrin þar sem bjúgu héngu á eldhúsbitum, sat svo þar og gæddi sér á þeim. Eins og aðrir jólasveinar hefur hann þurft að sætta sig við breyttar aðstæður samfara minnkandi bjúgnagerð á heimilunum, en hefur sínar aðferðir til að verða sér úti um…

Ríplarnir sanna gildi sitt

Snjóflóð féll á Siglufirði í síðustu viku, sem stöðvaðist á varnargarði fyrir ofan bæinn. Hefði hann ekki verið þar, hefði flóðið líklega náð að efstu húsum í bænum. Flóðið féll líklegast þann 12. desember en varnargarðurinn er ofan Hávegar. Íbúar þar sem fréttastofa hefur rætt við urðu ekki varir við snjóflóðið að nokkru leyti og…

Mánaberg nýkomið úr veiðiferð

Mánaberg ÓF-42 kom til hafnar í gær eftir 21 dags veiðiferð. Veður var býsna risjótt í túrnum. Landað verður úr skipinu á morgun. Heildarafli úr sjó er 440 tonn, þar af rúmlega helmingur þorskur. Annar afli er gullkarfi, ufsi og ýsa. Skipið fer á veiðar strax eftir áramót. Sigurbjörg ÓF-1 er svo væntanleg inn um…

Leiðindaveður

Það er skollið á leiðindaveður hér nyrðra en ekki langvinnt þó, að því er lesa má á vef Veðurstofu Íslands. Þessa stundina eru 13 m/sek í Héðinsfirði  og 17-18 m/sek í Almenningum. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Norðaustan 13-20 með morgninum og snjókoma, fyrst vestantil en mun hægari og dálítil él seint…

Lausfryst úrvalsrækja til sölu

Iðkendur Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar munu næstu daga ganga í hús og selja rækju til styrktar félaginu. Um er að ræða stóra úrvalsrækju sem er lausfryst og alveg sérstaklega bragðgóð. Hún kemur í 1 kg. pokum sem eru með rennilás þannig að auðvelt er að loka pokunum aftur. Verð á poka er 2.000 kr. Vinsamlegast takið…

Skyrgámur er á næstu grösum

Skyrgámur, áttundi jólasveinninn, sem einnig gengur undir nafninu Skyrjarmur, er stór og sterklegur og sólginn í skyr. Hann leitaði uppi skyrtunnur og át, þar til hann stóð á blístri. Íslenskir jólasveinar hafa skiljanlega alltaf verið afskaplega hrifnir af mjólkurafurðum eins og eldri nöfn á borð við Smjörhák og Rjómasleiki bera með sér. Skyrjarmur, sá áttundi,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is