Skarðsvegurinn sjötíu ára

Það var á þessum degi, 27. ágúst, árið 1946 sem fyrsta fólksflutningabifreiðin komst yfir Siglufjarðarskarð og er oftast miðað við að vegurinn hafi verið tekinn í notkun þann dag. Reglulegar áætlunarferðir yfir Skarð hófust strax daginn eftir. Í blaðafréttum kom fram að bifreiðastjórinn, Baldvin Kristinsson, hefði þurft aðstoð við að komast yfir 600 metra kafla…

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

„Frá því í byrjun árs 2014 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð verið í samstarfi er lýtur að því að hafa einn skólastjóra yfir tónlistarskólum sveitarfélaganna. Það samstarf hefur gengið ágætlega. Í samningi sem var gerður um þetta samstarf var ákvæði þar sem lýst var yfir vilja til frekara samstarfs og jafnvel yrði skrefið stigið til…

Skákþingið hefst í kvöld

Skákþing Norðlendinga 2016 hefst í kvöld í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju, kl. 20.00. Alls eru 27 keppendur skráðir til leiks, þar af einn stórmeistari og þrír Fide-meistarar. Mótinu verður fram haldið á morgun og því lýkur á sunnudag. Þá mun taka við Hraðskákmót Norðlendinga 2016. Sjá nánar hér og hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson…

Múlagöng eru barn síns tíma

Gagnrýni bæjarráðs Fjallabyggðar á störf lögreglunnar vegna umferðarstjórnunar við Múlagöng er ekki réttmæt, segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri Norðurlands eystra. Hluti vandans er samgöngumál frekar en að lögreglan sinni ekki sínu starfi. Fyrr í sumar sendi Bæjarráð Fjallabyggðar kvörtun til Lögreglustjórans á Norðurlandi. Kvörtunin snéri að því að lögreglan hafi ekki stýrt umferð um Múlagöng…

Grunnskóli Fjallabyggðar settur

Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur í dag, miðvikudaginn 24. ágúst, kl. 11.00 á Siglufirði og kl. 13.00 í Ólafsfirði. Nemendur í vetur verða alls 207, þar af 116 á Siglufirði, í 2.-4. bekk og 8.-10 bekk, og 91 í Ólafsfirði, í 2.-7. bekk. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gifting um borð í varðskipi

Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá brúðkaupi á heldur óvenjulegum stað, eða nánar tiltekið um borð í varðskipinu Óðni, þar sem Magnús Guðmundsson gekk að eiga Jennifer Barrett á Menningarnótt í Reykjavík. Magnús, sem fæddur er 1986, á ættir að rekja til Siglufjarðar. Móðir hans er Sigurlaug Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1955) en hún…

Merkjasala Systrafélagskvenna

Systrafélag Siglufjarðarkirkju er að hefja sína árlegu merkjasölu. Gengið verður í hús á Siglufirði og nýja merkið boðið til sölu. Vonast félagið til að íbúar bæjarins taki jafn vel á móti Systrafélagskonum og verið hefur undanfarin ár. Eina markmið Systrafélagsins er að styðja og hlúa að kirkjunni okkar, Siglufjarðarkirkju, og hefur félagið m.a. fjármagnað þær…

Á sjóstöng um borð í Steina Vigg

Undanfarin sumur hefur Siglfirðingum og öðrum staðið til boða að fara í 2-2,5 klukkustunda langa siglingu út fjörðinn til að njóta einstaks útsýnisins eða þá að renna fyrir þorsk eða aðrar fisktegundir. Fleyið sem um ræðir er Steini Vigg SI 110, 29 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri árið 1976. Skipstjóri er Pétur Bjarnason. Siglt er…

Fiskbúð Fjallabyggðar

Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…

Gráa skipið

Grátt skip hefur undanfarna daga verið á siglingu út og inn fjörðinn, nokkurn veginn stanslaust, og vafalaust hefur margur Siglfirðingurinn velt fyrir sér hvað það eiginlega væri að gera. Að sögn Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, er þarna um að ræða dýpkunarskipið Galilei 2000 frá Belgíu sem er að vinna við dýpkun á innsiglingu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is