Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Fríða Björk Gylfadóttir er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015. Er hún vel að þeirri nafnbót komin. Við útnefninguna, sem fram fór við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 18.00-19.00 í gær, var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2015. Nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar og fleiri sáu…

Selirnir vekja athygli

Landselirnir þrír sem verið hafa í og við Hólsá í Siglufirði undanfarið hafa vakið athygli þeirra sem átt hafa leið þar framhjá, enda hefur þessi sjón ekki verið daglegur viðburður hér til þessa. Um árabil áttu landselir þó til að hvíla sig fram undan rústum Evanger og voru þá afar spakir, að sögn Örlygs Kristfinnssonar….

Snorri í heimsókn

Þessi 2-4 ára gamli landselur hvíldi sig á ísspöng neðarlega í Hólsá í dag í blíðskaparveðri og skoðaði þaðan fjölbreytt mannlífið. Skammt þar frá voru tveir aðrir á sveimi, ekki eins gæfir. Landselurinn er algengasta selategundin hér við land og jafnframt önnur tveggja sem kæpa við Ísland; hin er útselur. Við Norðausturland og Austfirði er…

Skíðaferð SSS til Austurríkis

Þann 8. janúar sl. héldu 12 skíðakrakkar frá SSS í 10 daga æfingaferð til Austurríkis ásamt þjálfara og foreldrum. Skíðað var á Wildkogel skíðasvæðinu við Neukirchen, skammt frá Salzburg. Hópurinn frá SSS taldi samtals 29 manns og vorum við þar í nær 100 manna hópi Íslendinga sem þar voru í sama tilgangi. Ferðin gekk í…

Siglufjarðarkauptún 1915

Gamlar ljósmyndir hafa oftar en ekki mikinn fjársjóð að geyma. Eru gluggi inn í fortíðina. Gulls ígildi. Þessi sem hér trónir fyrir ofan er þar engin undantekning. Hún var tekin fyrir nákvæmlega 100 árum. Jónas Ragnarsson sendi vefnum hana. Hún er merkt „Siglufjarðarkauptún 1915“. Þetta mun vera póstkort, sennilega lýst en ekki prentað. Ekki er…

Hvalaskoðun frá Siglufirði

Siglo Sea Safari, nýtt siglfirskt fyrirtæki, varð til á dögunum eftir nokkurra mánaða undirbúningstíma. Á bak við það er Saga útgerð ehf., í eigu Gústafs Daníelssonar. Boðið verður upp á daglegar hvalaskoðunarferðir og aðrar tengdar frá 1. júní næstkomandi. Gústaf er 57 ára gamall, fæddur og uppalinn á Siglufirði, viðskiptafræðingur að mennt og hefur þar…

Opið í Skarðsdalnum

Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið í dag frá kl. 15.00 til 19.00. Veðrið kl. 12.30 var norðan gola, 2 stiga frost og alskýjað. Færið er troðinn púðursnjór. Flott færi og veður. Veðurútlit næstu daga er mjög gott. Minni á sunnudaginn 18. janúar. Snjór um víða veröld hefst kl. 13.00 en sá dagur er helgaður börnum…

Ófært á Siglufjarðarvegi

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á flestum fjallvegum. Ófært er á Siglufjarðarvegi og beðið með mokstur vegna snjóflóðahættu. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Skjáskot af heimasíðu Vegagerðarinnar. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga og hefur aukist hratt í kvöld. Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands fundaði í kvöld og er ekki talin hætta á snjóflóðum í byggð að svo stöddu. Aðstæður verða kannaðar snemma í fyrramálið. RÚV greindi frá þessu nú áðan, kl. 22.15. Slæmt veður er á Norðurlandi, færð tekin að spillast og víða orðið…

Ljósker í óskilum

Jón Dýrfjörð fann í dag ljósker sem fokið hafði af einhverju leiði í nýja kirkjugarðinum í Siglufirði. Fólk sem kannast við það er vinsamlegast beðið um að hafa samband við Jón. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is