Formannafundur UÍF

Formannafundur UÍF verður haldinn á morgun, 20. nóvember, í skíðaskálanum í Ólafsfirði. Fundurinn hefst kl. 18.00 og eru formenn aðildarfélaga, auk eins stjórnarmanns, boðaðir. Vonast er til að allir boðaðir sjái sér fært að mæta. Stjórn UÍF. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur.

Annar mátunardagur

Í dag, miðvikudaginn 19. nóvember, milli kl. 17.00 og 18.30, verður annar mátunardagur á íþróttagöllum í Siglósport. Þau sem ekki komast á þessum tíma geta kíkt við á opnunartíma Siglósports. Þeir foreldrar sem vilja fá fatnaðinn fyrir jólin (nýta sem jólagjöf) þurfa að ganga frá pöntun í síðasta lagi föstudaginn 21. nóvember. KF vill að…

Áskorun

Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar hafa sent eftirfarandi áskorun til samninganefndar sveitarfélaganna vegna verkfalls tónlistarskólakennara sem staðið hefur yfir í fjórar vikur: Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar skora á samninganefnd sveitarfélaganna að ganga til samninga við Félag tónlistarskólakennara og leiðrétta sanngjarnar kröfur þess um bætt kjör.  Tónlistarnám er mikilvægur liður í menntun  barna okkar og…

Skagfirskar skemmtisögur

Hjá Bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Skagfirskar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör! Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferðinni 4. bindið með gamansögum úr Skagafirði og sem fyrr var það blaðamaðurinn og Skagfirðingurinn Björn Jóhann Björnsson sem safnaði sögunum saman. Bókunum hefur verið vel tekið um land allt og samanlagt…

Kirkjuskóli í fyrramálið

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Eftir fræðslu og söng niðri í kirkju verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu, enda jólin að nálgast. Fyrsti sunnudagur í aðventu er 30. nóvember. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Í dag hvarf sólin á bak við fjöllin

Í dag hvarf sólin á bak við fjöllin í suðri, fyrst Blekkilsfjall, um kl. 13.45, og svo þau sem vestar eru. Reyndar var alskýjað, eins og meðfylgjandi ljósmynd ber með sér, tekin í hádeginu, en þessi er gangurinn. Næstu 10 vikur og rúmlega það „bregður aðeins fyrir daufu skini á Hafnarhyrnu og Hestskarðshnjúk, þegar létt…

Margir heimsækja Siglufjörð

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Þann 4. janúar og 10. september 2011, 28. janúar, 21. júlí…

Myndlistarsýning Leikskála

Myndlistarsýning leikskólabarna verður haldin í Ráðhúsinu á Siglufirði á morgun, laugardaginn 15. nóvember, kl. 14.00-16.00. Listaverk eftir börnin verða til sölu og kaffisala verður á staðnum. Allir velkomnir. Foreldrafélag Leikskála. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Hústaka í Alþýðuhúsinu

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er skemmtileg frétt um þverfaglega listahátíð ungs fólks, sem haldin verður á Siglufirði nú um helgina. Sjá nánar hér fyrir neðan. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Troðfullt í Breiðfirðingabúð

Það var troðfullt í Breiðfirðingabúð í Faxafeni í Reykjavík í gærkvöldi, á Upplestrar- og myndakvöldi Siglfirðingafélagsins, um 150 manns, og góð stemning. Og sírópskökurnar frá Aðalbakaríi og jólasmákökurnar slógu í gegn. Slóð á myndir er hér. Mynd: Thomas Fleckenstein. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is