Eldhús meistaranna

Eldhús meistaranna heimsótti Hótel Siglunes á dögunum og var þátturinn sýndur á ÍNN 14. þessa mánaðar. Sjá nánar þar. Og líka hér og hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Á bíl yfir Skarð

Vorið 1946, þegar unnið hafði verið að gerð vegarins yfir Siglufjarðarskarð í ellefu sumur, voru enn eftir 4 kílómetrar af þeim 13,7 kílómetrum sem leiðin frá Skarðdalslæk að Hraunum í Fljótum var talin vera. Þrátt fyrir að erfitt væri að fá verkamenn til vinnu við vegagerðina, vegna anna í síldinni, var hugur í mönnum að…

Héðinsfjarðarmálverk

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar í dag kl. 16.00 í Hverfisgalleríi að Hverfisgötu 4 í Reykjavík einkasýningu á verkum sínum og ber hún yfirskriftina Mýrarskuggar. Í kynningu segir að efnið sæki Sigtryggur í votlendi norður í Héðinsfirði þar sem fjölskylda hans festi kaup á landskika. Þar hafi hann dvalið löngum stundum í huganum og séu skuggarnir…

Kirkjuskólinn að hefjast

Á morgun, sunnudag, kl. 11.15, hefst barnastarf vetrarins (kirkjuskólinn) í Siglufjarðarkirkju. Um sama umsjónarfólk verður að ræða og undanfarin ár, fyrir utan það að Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat mun til áramóta koma í stað sóknarprestsins, í námsleyfi hans. Fermingarbörn vetrarins sjá um tónlistarflutning og fleira. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Elrisöngvari og fleiri

Nú er kominn sá tími ársins að mikið fari að bera á hrakningsfuglum sem koma gjarnan til Íslands á haustin fyrir áhrif vinda sem bera þá af leið. Hingað til Siglufjarðar koma alltaf einhverjir og er skemmst að minnast gjóðursins um þetta leyti í hitteðfyrra, og býsvelgsins þar á undan, en sú tegund hafði einungis…

10 milljónir í rannsóknir og undirbúning á jarðgöngum

Samþykkt hefur verið að veita 10 milljónum til rannsókna og undirbúnings á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta annars vegar og milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar hins vegar. Atkvæðagreiðsla um breytingartillögur við samgönguáætun 2015-2018 fór fram í morgun. Þetta má lesa á Rúv.is. „Upphafið er þingsályktunartillaga mín og 12 annara þingmanna í vetur, um tvær mögulegar leiðir,“…

40 ára vígsluafmæli

Sunnudaginn 9. október var haldin hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju þar sem prestarnir séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigríður Munda Jónsdóttir, settur sóknarprestur, þjónuðu fyrir altari. Minnst var 40 ára vígsluafmælis séra Vigfúsar til Siglufjarðar og 155 ára fæðingarafmælis séra Bjarna Þorsteinssonar. Í kaffisamsæti Systrafélagsins að messu lokinni var afhjúpað málverk af séra Vigfúsi sem siglfirski…

Ný sjókort vantaði

Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir skort á nýj­um sjó­kort­um vera eina helstu ástæðu þess að línu­bát­ur­inn Rifs­nes strandaði skammt frá bryggju Siglu­fjarðar­hafn­ar í gær­kvöldi. Þetta mátti lesa í frétt á Mbl.is í dag. Belg­ískt sand­dælu­skip, Galilei 2000, vann sem kunnugt er í ágúst og september við að dýpka höfn­ina og hafn­ar Gunn­ar því að…

Rifsnesið strandaði í höfninni

Línubáturinn Rifsnes SH 44 strandaði fyrr í kvöld á sandrifi skammt sunnan við Hafnarbryggjuna á Siglufirði. Björgunarskipið Sigurvin var kallað út til að freista þess að draga línubátinn af rifinu og það tókst giftusamlega upp úr kl. 20.00. Sjá líka hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju í dag og hefst hún kl. 14.00. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt settum sóknarpresti, sr. Sigríði Mundu Jónsdóttur. Minnst verður 40 ára vígsluafmælis sr. Vigfúsar. Kaffiveitingar verða svo í boði Systrafélags Siglufjarðarkirkju í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is