Blakmóti frestað til sunnudags

Mótsstjórn hefur tekið þá ákvörðun að færa Strandblaksmót Rauðku, sem vera átti á morgun, til sunnudagsins 2. ágúst vegna hagstæðrar veðurspár þá. Mótið mun hefjast kl. 11.00 og þátttökugjaldið er 5.000 kr. á lið (2 saman í liði). Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verður deildarskipt hjá konunum. Karlarnir munu hefja leik kl. 11.00…

Saga Fotografica

Svissneskur ljósmyndari, Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica á Siglufirði á laugardag og sunnudag, 1. og 2. ágúst næstkomandi. Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúruljósmyndara á þessu ári og var jafnframt valinn ljósmyndari ársins þar á bæ. Verðlaunamyndina, sem sjá má hér að ofan, tók hann úr þyrlu austan við Mýrdalsjökul. Walter og…

Glæsileg sýning

„Í dag opnaði Sigurjón Jóhannsson sýningu á vatnslitaverkum sínum þar sem andi síldaráranna er túlkaður með persónulegum og skemmtilegum hætti. Sigurjón er fæddur hér á Siglufirði árið 1939 og hann hefur um langt skeið unnið að því að skrásetja síldarárin í verkum sínum. Þetta er þriðja sýning hans hér í bæ, sú fyrsta var á…

Nýi golfvöllurinn í Hólsdal

N4 Sjónvarp var nýlega á ferð í Siglufirði og tók þá viðtal við  Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuð. Þar kom m.a. fram, að nýi golfvöllurinn í Hólsdal verður tilbúinn eftir tvö ár. Sjá nánar hér. Mynd: Skjáskot úr umræddu viðtali. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kertamessa í kvöld

Síldardögum er að ljúka og í kvöld hefst Síldarævintýrið formlega með kertamessu í Siglufjarðarkirkju, á þægilegum nótum, klukkan 20.00. Hún verður í umsjón Önnu Huldu Júlíusdóttur, Margrétar Scheving, Sigurðar Ægissonar og Þorvaldar Halldórssonar. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gagnfræðaskólinn seldur

„Félag í eigu Þrastar Þórhallssonar, fasteignasala og stórmeistara í skák, hefur nú fest kaup á gamla gagnfræðaskólanum að Hlíðarvegi 18-20 á Siglufirði og hafa kaupsamningar verið undirritaðir. Þröstur ætlar að breyta gamla skólahúsnæðinu í íbúðarhús með 14 íbúðum en breytingar á húsinu hafa þegar farið í grenndarkynningu. Hönnunarvinna verkefnisins er nú í fullum gangi og…

Síldardagar á fullu

Síldardagar hófust kl. 16.00 á fimmtudag í síðustu viku, 23. júlí, með lifandi viðburði á Ljóðasetrinu, og standa fram að Kertamessu í Siglufjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 30. júlí næstkomandi, þegar Síldarævintýrið hefst formlega. Hefur verið mikið um dýrðir og verður áfram. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin fyrr í dag þegar verið var að setja upp tjald Sirkuss Íslands…

Hringarnir komu af himnum ofan

Mbl.is er í dag með frétt af giftingarathöfn framan við Siglufjarðarkirkju í fyrradag, laugardaginn 25. júlí, á Bjarnatorgi, þar sem m.a. er rætt við hin nývígðu, Aron Guðnason og Hörpu Hauksdóttur, og jafnframt vísað í upphaflega frétt Kristínar Sigurjónsdóttur á Sigló.is. Sjá hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Besti júnímánuður frá upphafi

„Sumarið fór vel af stað á Síldarminjasafninu en aðsóknarmet var slegið í júnímánuði þegar tæplega 4.000 gestir heimsóttu safnið. Er það um 40% aukning frá síðasta ári. Þá fjölgaði erlendum gestum sömuleiðis um rúm 15% á milli ára.“ Bændablaðið, sem út kom í síðustu viku, 23. júlí, greinir frá þessu. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu….

Leiðrétting vegna snjómoksturs

„Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur endurreiknað „útgjaldajöfnunarframlag vegna snjómoksturs í þéttbýli“ fyrir árin 2007 til 2014. Framlag til Fjallabyggðar hækkar um 44,9 milljónir króna vegna þessarar leiðréttingar. Til þess að setja þessa upphæð í samhengi þá gerir fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015 ráð fyrir 51 milljón króna til umhverfismála í sveitarfélaginu.“ Héðinsfjörður.is greinir frá. Mynd: Úr safni….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is