Al­vörusnjó­koma í vænd­um

Veður­stof­an vill vekja at­hygli á að fyrsta al­vörusnjó­koma hausts­ins er í vænd­um. Spár gera ráð fyr­ir að vax­andi lægð verði yfir land­inu í dag. Á morgun þokast lægðin aust­ur fyr­ir land og fylg­ir köld norðanátt í kjöl­farið. Mbl.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kirkjuskóli á morgun

Á morgun verður barnastarf Siglufjarðarkirkju á sínum stað, byrjar kl. 11.15 og er til 12.45. Næsta sunnudag, 26. október, dettur tíminn hins vegar niður, enda þá haustfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar; starfsfólk kirkjuskólans hefur um árabil tekið sér frí um sömu helgi. Þetta verður nánar auglýst síðar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Brúðkaup í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar mun heimsfrumsýna gamanleikinn Brúðkaup, eftir Guðmund Ólafsson og í leikstjórn hans, á morgun, föstudaginn 17. október, í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Og hér. Myndir: Aðsendar. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Anna Fält í Siglufjarðarkirkju

Anna Fält dvelur í Herhúsinu þennan mánuðinn. Hún er finnsk þjóðlagasöngkona og músíkant og hefur um árabil haldið tónleika án undirleiks, jafnt í Svíþjóð, þar sem hún býr, og í Finnlandi en einnig víða annars staðar. Hún hefur sérhæft sig í ólíkum sönghefðum, sænskum og finnskum, þar sem hún leitast við að sameina hina björtu…

Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Siglufirði er staðsett í Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu. Fjöldahjálparstöðin verður opin…

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn í Litlu Brekku (Lækjarbrekku) í Reykjavík fimmtudaginn 30. október næstkomandi og hefst kl. 20.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Siglfirðingur.is í nýjum búningi

Siglfirðingur.is hefur fengið nýtt útlit og er kominn í annað og betra kerfi, WordPress. Það er afar fullkomið, býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru fyrir hendi í því eldra. Áfram verður þó hægt að skoða gamla vefinn, í leit að eldri fréttum. Tónaflóð, eitt elsta vefsíðufyrirtæki á Íslandi, á heiðurinn að þessari uppsetningu, eins og…

Foreldramorgnar Siglufjarðarkirkju

Nú eru foreldramorgnarnir að hefjast að nýju í Siglufjarðarkirkju. Þeir verða, eins og áður, uppi í safnaðarheimili, á fimmtudögum, hálfsmánaðarlega, og í umsjón sóknarprests og Vilborgar Rutar Viðarsdóttur. Sá fyrsti verður á morgun, frá kl. 10.00 til 12.00. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gæludýr sett í megrun

Í rúmlega hálft ár hefur megrunarefni fyrir gæludýr með efni, sem unnið er hjá Primex á Siglufirði, verið á boðstólum hjá verslunarkeðjunni Walmart í Bandaríkjunum.  Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag, þar sem m.a. er rætt við Sigríði Vigdísi Vigfúsdóttur markaðsstjóra hjá Primex. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.  

Þorvaldur með afmælistónleika

Siglfirðingurinn flotti, Þorvaldur Halldórsson, verður með tónleika 29. október næstkomandi í tilefni 70 ára afmælis síns. Þeir verða í Grafarvogskirkju og hefjast kl. 20.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is