Páskabingó í Allanum

Foreldrafélag Leikskála heldur páskabingó í Allanum á sunnudaginn kemur, 22. mars, kl. 16.00. Vinningar eru glæsileg páskaegg. Spjaldið kostar 300 kr. Mætum öll og styðjum krílin í bænum! Foreldrafélag Leikskála Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Héðinsfjörður.is

Héðinsfjörður.is stendur vaktina eins og fyrri daginn og þar má nú líta ýmsar fréttir úr Siglufirði og nágrenni. Nánar hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Góð heimsókn frá Akureyri

Í morgun komu um 100 nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum – þar á meðal Sverri Páli Erlendssyni – í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafnsins (Bátahúsinu, Gránu og Roaldsbrakka), á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð…

Hönd í hönd

Þann 21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Af því tilefni eru um alla Evrópu haldnir viðburðir tengdir fjölbreytileika undir yfirskriftinni „Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti“. Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ýmsa hópa ungs fólks á Íslandi. Í ár leitaði Mannréttindaskrifstofan til grunnskóla um að vinna saman að táknrænu verkefni….

Keypti bæinn á 1.000 krónur

Séð og heyrt, þ.e.a.s. vefútgáfan, er með áhugaverða frétt úr norðrinu góða, sem birtist upphaflega í prentuðu formi á síðasta ári. Sjá hér. Mynd: Skjáskot af umræddri frétt. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Illugi í heimsókn

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var á Siglufirði í nýliðinni viku og heimsótti þá m.a. Grunnskóla Fjallabyggðar og leit á tökur á Ófærð. Morgunblaðið gerði því skil á laugardag, 14. mars, eins og meðfylgjandi úrklippa sýnir. Mynd: Skjáskot af umræddri frétt Morgunblaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kirkjuskólaslútt

Síðasti tími í barnastarfi Siglufjarðarkirkju þennan veturinn verður á morgun, sunnudaginn 15. mars, frá kl. 11.15 til 12.45. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Alþjóðlegt fjallaskíðamót

„Markmið mótsins er að efla útivist í náttúrulegu umhverfi svo og að vekja athygli á töfrum Tröllaskaga,“ segir í tilkynningu um alþjóðlega fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race sem fram fer á Tröllaskaga í byrjun maí. Með mótinu er Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, að endurtaka leikinn frá því í fyrra. Þátttakendur ýmist ganga á skíðum sínum eða…

2. sætið

Lið Siglfirðingafélagsins tapaði með einu stigi fyrir Átthagafélagi Vestmannaeyinga í Reykjavík í úrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna í gærkvöldi, 17-16, og hafnaði í öðru sæti. Það er frábær árangur en keppnin var hörkuspennandi allan tímann og sigurinn hefði getað lent báðum megin. En annað sætið er okkar, og við erum að sjálfsögðu ánægð með það. Sérstaklega…

Gjóðurinn í sænsku tímariti

Gjóðurinn sem hélt til í nokkrar vikur í Siglufirði í fyrra prýðir nú 1. tölublað þessa árs af Roadrunner, en það er vandað, sænskt tímarit um fugla. Yann Kolbeinsson ritar þar um helstu viðburði á Íslandi hvað slíka framandi gesti varðar. Mynd: Skjáskot úr umræddu tímariti. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is