Á sjóstöng um borð í Steina Vigg

Undanfarin sumur hefur Siglfirðingum og öðrum staðið til boða að fara í 2-2,5 klukkustunda langa siglingu út fjörðinn til að njóta einstaks útsýnisins eða þá að renna fyrir þorsk eða aðrar fisktegundir. Fleyið sem um ræðir er Steini Vigg SI 110, 29 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri árið 1976. Skipstjóri er Pétur Bjarnason. Siglt er…

Fiskbúð Fjallabyggðar

Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…

Gráa skipið

Grátt skip hefur undanfarna daga verið á siglingu út og inn fjörðinn, nokkurn veginn stanslaust, og vafalaust hefur margur Siglfirðingurinn velt fyrir sér hvað það eiginlega væri að gera. Að sögn Ármanns Viðars Sigurðssonar, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, er þarna um að ræða dýpkunarskipið Galilei 2000 frá Belgíu sem er að vinna við dýpkun á innsiglingu…

Skákþing Norðlendinga 2016

Skákþing Norðlendinga 2016 verður haldið í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 26. til 28. ágúst næstkomandi. Skákfélag Siglufjarðar sér um mótshaldið. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, þ.e.a.s. fjórar atskákir og þrjár kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Núverandi Skákmeistari Norðlendinga er Jón Kristinn…

Undirritun á sjöundu braut

Golfklúbbur Siglufjarðar og sjálfseignarstofnunin Leyningsás hafa skrifað undir viljayfirlýsingu sem kveður m.a. á um að nýr golfvöllur, sem stofnunin stendur að, verði heimavöllur klúbbsins, en stefnt er að því að taka völlinn í notkun á næsta ári. Ingvar Hreinsson, formaður golfklúbbsins, og Valtýr Sigurðsson, stjórnarformaður Leyningsáss, skrifuðu undir yfirlýsinguna á vallarsvæðinu, nánar tiltekið á sjöundu…

Síldarstúlka

Í gær, laugardaginn 13. ágúst, færðu systurnar Anna Sigríður, Alda, Halldóra og Þórdís Jónsdætur Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Verkið er gefið í minningu foreldra þeirra, Sigurlaugar Davíðsdóttur, sem saltaði síld í 42 sumur og Jóns Þorkelssonar skipstjóra, síldarmatsmanns og verkstjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Afkomendur þeirra Jóns og Sigurlaugar voru saman…

Styrktartónleikar í Segli 67

Gis Johannsson mun spila í Segli 67 í kvöld, 13. ágúst, frá kl. 21.00 til 22.30, einn með kassagítarinn, bæði sín eigin lög og einnig nokkur vel valin úr handraðanum. Gis er Dalvíkingur að uppruna en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 25 ár. Fyrst starfaði hann í Los Angeles, en hljómsveit hans, Big City,…

Koppsettir Ólympíufarar

Þau sem fylgst hafa með sundkeppni Ólympíuleikanna í Brasilíu þessa dagana hafa eflaust tekið eftir stórum, hringlaga blettum á líkömum sumra þátttakenda, einkum frá Bandaríkjunum. Sjá t.d. hér. Hefur erlenda pressan velt þessu töluvert fyrir sér líka. Þarna er um gamla lækningaaðferð að ræða, svonefnda koppsetningu. Þegar glersogskálar „eru settar á hinn sjúka stað, kemur…

Merkileg veggmynd

„Vegg­mynd eft­ir Hörð Ágústs­son mynd­list­ar­mann fannst fal­in á bak við vegg í gamla Gagn­fræðaskól­an­um á Sigluf­irði. Verkið, sem er frá ár­inu 1957, féll í gleymsku og jafn­vel fjöl­skylda Harðar vissi ekki um til­vist þess. Aðal­steinn Ing­ólfs­son list­fræðing­ur hef­ur lagst í rann­sókn­ar­vinnu og tel­ur fund­inn mjög merki­leg­an í ís­lenskri mynd­list­ar­sögu. Bygg­ing­in var seld og af­hent nýj­um…

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hafa í nokkurn tíma unnið að sameiningu á tónskólum sveitarfélaganna. Vinnan hefur gengið vel og er líklegt að við sameiningu verði hagræðing fyrir sveitarfélögin og þau sem nýta sér þjónustuna. Samkvæmt samningsdrögum mun nýr skóli heita Tónlistarskólinn á Tröllaskaga og er gert ráð fyrir að hann hefji starfssemi strax í upphafi skólaárs…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is