Enn lokað í vestur

Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóða, en verið er að opna Ólafsfjarðarmúla sem í morgun var lokað vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Vegagerðin. Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjarðarvegur lokaður

Siglu­fjarðar­veg­ur er lokaður vegna snjóflóða, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni en á vef Veður­stofu Íslands seg­ir að það sé tölu­verð hætta á snjóflóðum á ut­an­verðum Trölla­skaga. „Spáð er hvassri N-átt með snjó­komu næsta sól­ar­hring­inn. Tals­vert hef­ur einnig snjóað und­an­farið. Bú­ast má við snjósöfn­un til fjalla hlé­meg­in við norðanátt­ina og gæti snjóflóðahætta auk­ist,“ seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar…

Ískaldur þriller

Gagn­rýn­andi dag­blaðsins Washingt­on Post nefn­ir Snjó­blindu eða Snowblind eft­ir Ragn­ar Jónas­son sem eina af þrem­ur bestu spennu- og glæpa­sög­um sem koma út í Banda­ríkj­un­um í janú­ar. Ragn­ar prýðir forsíðu mann­líf­s­kálfs blaðsins í dag ásamt höf­und­um hinna tveggja glæpa­sagn­anna. Á forsíðunni eru einnig Gold­en Globe-verðlauna­haf­ar og Meryl Streep. Hinar tvær glæpa­sög­urn­ar eru My Hus­band’s Wife eft­ir Jane…

Dósasöfnun á Siglufirði

Knattspyrnukrakkar úr 5. og 6. flokki karla og kvenna hjá KF ætla í vikunni að ganga í hús á Siglufirði og safna dósum í fjáröflunarskyni. Krakkarnir eru að fara á stór knattspyrnumót í sumar og er dósasöfnunin liður í fjáröflun fyrir þau mót. Strákarnir í 5. flokki eru að fara á N1 mótið á Akureyri,…

Á þrettándanum

Siglufjörður er hvítbúinn á þessum síðasta degi jóla, þótt oft hafi snjórinn verið meiri en núna. Hin góða tíð undanfarnar vikur og mánuði hefur enda ruglað dýr og plöntur í ríminu, bæði hér og annars staðar. Á Hólsánni voru t.d. tvær álftir í dag, önnur ung en hin fullorðin, og bara hinar spökustu. Kannski eru…

Erlendir gestir um áramótin

Nokkrir erlendir gestir munu heiðra okkur Siglfirðinga yfir áramótin, með nærveru sinni, því hettusöngvari er á sveimi við Hvanneyrarhólinn, sem og ein silkitoppa og allnokkur fjöldi svartþrasta. Einnig hafa nokkrir skógarþrestir ákveðið að fresta utanför og þreyja frekar veturinn nyrst á Tröllaskaga. Umræddur hettusöngvari, kvenfugl, er búinn að vera hér frá því í lok október…

Myrknætti í uppáhaldi

Skáld­sag­an Myrk­nætti eft­ir Ragn­ar Jónas­son var ein af upp­á­halds­bók­um les­enda breska blaðsins The Guar­di­an á ár­inu sem er að líða. Les­andi blaðsins seg­ir bók­ina þá bestu í svo­nefndri Siglu­fjarðar­seríu Ragn­ars og hún sé „fal­lega skrifuð og sög­unni vind­ur glæsi­lega fram og flétt­an læðist fram eins og les­and­inn stari inn í frostþoku og bíði þess að…

Hraðhleðslustöð á Siglufirði

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, staðfesti í morgun tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um styrkveitingar til að byggja upp innviði fyrir rafbíla. Styrkirnir verða veittir í þremur skömmtum – í ár, á næsta ári og árið 2018. Alls verða 67 milljónir króna veittar á hverju ári. Þær fara í að byggja upp 42 hraðhleðslustöðvar og 63…

Myndir frá jólaballi

Jólaball Siglfirðingafélagsins var haldið í gær. Um 150 prúðbúnir Siglfirðingar dönsuðu í kringum jólatréð og dilluðu sér með þeim bræðrum Hurðaskelli og Giljagaur. Stemningin var frábær eins og myndirnar sem Thomas tók bera með sér. Þær má sjá hér. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is