Þorvaldur sló í gegn

Grafarvogskirkja var þéttskipuð í kvöld á sjötíu ára afmælistónleikum Þorvaldar Halldórssonar frá Siglufirði. Áhorfendur skiptu mörgum hundruðum. Þorvaldur flutti flest sín þekktustu lög frá árunum með Hljómsveit Ingimars Eydal, meðal annars Á sjó, Hún er svo sæt og lagið um hundinn, en einnig mörg önnur lög „um lífið og tilveruna“, eins og hann orðaði það…

Náttblinda beint í 1. sæti

Ný Siglufjarðarglæpasaga Ragnars Jónassonar, Náttblinda, fór beint í fyrsta sæti á metsölulista Eymundssonar sem mest selda innbundna skáldverk vikunnar, en bókin kom út síðastliðinn fimmtudag. Náttblinda gerist öll á Siglufirði í kringum fyrsta vetrardag og hefst á því að lögreglumaður í bænum er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Náttblinda er væntanleg…

Fjáröflun KF

Á morgun, fimmtudaginn 30. október, munu iðkendur KF á öllum aldri ganga í hús og bjóða pappír til sölu (salernispappír á 4.500 kr. og eldhúspappír á 3.500 kr.) ásamt því að safna dósum á Siglufirði. Félagið hvetur íbúa Fjallabyggðar til að taka vel á móti krökkunum en foreldrar í 3. og 6. flokki karla og…

Foreldramorgunn í Siglufjarðarkirkju

Foreldramorgnar Siglufjarðarkirkju hófust að nýju fyrir tveimur vikum, eftir sumarhlé. Þeir verða á fimmtudögum í vetur, hálfsmánaðarlega, í safnaðarheimilinu. Á morgun er komið að öðrum hittingnum, nánar tiltekið frá kl. 10.00 til 12.00. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

73 eignir til sölu í Fjallabyggð

Í dag eru 73 fasteignir til sölu í Fjallabyggð samkvæmt tölum frá fasteignavef Mbl.is. Í Ólafsfirði er 41 eign á sölu en á Siglufirði 32 eignir. Fimm af þessum 73 eignum eru atvinnuhúsnæði. Héðinsfjörður.is greinir frá. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Sjötugsafmælistónleikar

Þorvaldur Halldórsson er sjötugur í dag og fagnar því með afmælistónleikum í kvöld í Grafarvogskirkju. Þeir hefjast kl. 20.30. Þar mun kappinn rifja upp helstu lögin á ferli sínum með aðstoð valinkunnra söngvara og hljóðfæraleikara. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fjallabyggð í 5. sæti yfir draumasveitarfélög landsins 2014

Tímaritið Vísbending, sem er vikurit um viðskipti og efnahagsmál, hefur mörg undanfarin ár skoðað hag 36 stærstu sveitarfélaganna á landinu og útnefnt draumasveitarfélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt einkunnagjöf á nokkrum þáttum. Í ár var það Seltjarnarnes sem útnefnt var draumasveitarfélagið með einkunnina 9,3. Fjallabyggð er í 5. sæti…

Siglfirðingablaðið komið út

Siglfirðingablaðið kom úr prentvélunum á dögunum. Það má nálgast hér fyrir neðan á Pdf-formi. Siglfirðingablaðið. Mynd: Skjáskot af forsíðu Siglfirðingablaðsins. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

50% fjölgun á þremur árum

Áætlað er að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið í Fjallabyggð árið 2013. Það þýðir 50 prósenta aukningu frá árinu 2010. Þetta kemur fram í samantekt sem unnin var fyrir sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar segir samantektina varpa góðu ljósi á gífurlega fjölgun ferðamanna í Fjallabyggð og á mikla þýðingu Héðinsfjarðarganga fyrir ferðamannastraum til Siglufjarðar…

Skíðasvæðið opnað 22. nóvember

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opnað 22. nóvember kl. 11.00. Tilboð á vetrarkortum kemur inn á heimasíðu þess í byrjun nóvember og mun gilda til 10. desember. Sjá nánar hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is