Um samning og skemmtiferðaskip

„Endurnýjaður rekstrarsamningur milli Síldarminjasafnsins og Fjallabyggðar var undirritaður 27. febrúar. Þar er kveðið á um 5,5 milljóna króna framlag til safnsins á ári. Rétt er að upplýsa þá sem ekki þekkja til að hér er um nokkurs konar þjónustusamning að ræða því á móti kemur ákveðin þjónusta af hálfu safnsins. Íbúar sveitarfélagsins fá frían aðgang…

Áttaliðaúrslitin

Lið Siglfirðingafélagsins mætir fyrnasterku liði Norðfirðinga í áttaliðaúrslitum á fimmtudaginn næsta, kl. 20.00. Í fyrra unnu Norðfirðingar viðureignina þannig að Siglfirðingar eiga harma að hefna. Keppt er í stórskemmtilegum sal Breiðfirðinga, Breiðfirðingabúð í Faxafeni 14 (efri hæð Bónus). Útsendingar frá spurningakeppninni á sjónvarpsstöðinni ÍNN hefjast mánudaginn 2. mars. Mynd og texti: Aðsent.

Bakkelsi að norðan

„Þingmennirnir Össur Skarphéðinsson og Árni Páll Árnason eru sólgnir í bakkelsi frá Aðalbakaríinu á Siglufirði. Þeir eru svo heppnir að félagi þeirra í Samfylkingunni, Kristján Möller, er Siglfirðingur í húð og hár og þegar hann heimsækir heimahagana fer hann alltaf með pöntun frá félögum sínum.“ Þetta má lesa í vefútgáfu Séð og heyrt. Nánar hér….

Ágætis sleðafæri

Það hefur kyngt niður snjó hér nyrðra undanfarinn sólarhring, og þar til um miðjan dag virtist ekkert lát á ofankomunni. Þessi börn, sem á myndinni eru, höfðu þó ekki undan neinu að kvarta enda sleðafæri með ágætum í Siglufirði þótt skyggni væri kannski eitthvað minna. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fornleifar á Siglunesi

Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun bjó um daginn til afar sláandi þátt um fornleifauppgröft á Siglunesi, en þar eru ómetanlegar fornminjar frá fyrstu tíð, jafnvel 9. öld að því talið er, sem eru að hverfa í sjóinn. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Góður sigur

Lið Siglfirðingafélagsins gjörsigraði Átthagafélag Héraðsmanna 13 – 3 í Spurningakeppni átthagafélaganna í gærkvöldi, fimmtudag. Keppnin er haldin í Breiðfirðingabúð og er sjónvarpsstöðin ÍNN á staðnum og tekur alla keppnina upp. Sýnt verður frá keppninni á næstu dögum en það er ekki bein útsending þannig að fólk verður að mæta á staðinn til að fá keppnina…

Siglfirðingar með Edduna

Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent um síðustu helgi. Tveir Siglfirðingar voru í hópi þeirra 24 sem fengu verðlaun í ár. Gunnar Pálsson fékk verðlaun fyrir leikmynd ársins (Vonarstræti), en hann bar einmitt sigur úr býtum í fyrra líka (Fólkið í blokkinni), og Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunar- og leikgervahönnuður, hlaut Edduna fyrir gervi (Vonarstræti)….

Umferðartafir í Múlagöngum

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranótt 25. febrúar má búast við umferðartöfum þar frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta segir í tilkynningu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is