Síldarævintýrið

Dagskrá Síldarævintýrisins 2015 fer að taka á sig endanlega mynd bráðum, en þangað til er birt hér eitt plakat með upplýsingum um nokkur þau sem koma fram. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Beðið eftir systkinunum

Jaðrakanaungi var nýkominn úr eggi í Siglufirði á dögunum þegar tíðindamenn Siglfirðings.is áttu leið framhjá hreiðrinu og ákváðu að heilsa upp á þennan nýjasta íbúa fjarðarins, sem beið eftir að systkinin tvö færu nú einnig að brjóta sér leið og takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Um þetta leyti eru…

Strandblaksmót á mánudaginn

Paramót í strandblaki mun fara fram mánudaginn 6. júlí næstkomandi á strandblaksvellinum á Siglufirði. Mótið er öllum opið en grunnreglurnar eru eftirfarandi: Pör þurfa að skrá sig til leiks (karl og kona eða kona og kona). Hver leikur er ein (1) hrina upp í 21 (vinna með einu). Mótafyrirkomulag ræðst af fjölda para sem skrá…

Heimsókn frá Löngumýri

Siglufjarðarkirkja fékk góða heimsókn í dag þegar hópur eldriborgara, sem um þessar mundir er í orlofsdvöl á Löngumýri í Skagafirði, leit þangað inn, ásamt með fylgdarliði. Hafði fólkið lagt þaðan upp í morgun og farið Tröllaskagahringinn, áð um stund á Dalvík og svo hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lögreglusamþykktin 1915

Í dag, 1. júlí, eru 100 ár síðan fyrsta lögreglusamþykktin fyrir Siglufjörð tók gildi, 1915. Þar var að finna ákvæði um að koma skyldi upp slökkviliði, sem gert var þá um haustið. Þetta er afar forvitnileg lesning. Hér eru nokkur dæmi: Ekki mátti fljúgast á á almannafæri (2. gr.). Bannað var að renna sér á…

Efsta sætið í Ástralíu

„Snjóblinda, glæpasaga Ragnars Jónassonar, komst í gær í efsta sæti metsölulista Amazon í Ástralíu yfir rafbækur og slær þar við metsölubókum á borð við Konuna í lestinni eftir Paulu Hawkins og Grey eftir E.L. James. Fram kemur í tilkynningu að ekki sé vitað til þess að íslensk bók hafi áður náð efsta sæti metsölulista í…

Stofnun veiðifélags

Ég, Hafsteinn Úlfar Karlsson, ætla að stofna veiðifélag ungra veiðimanna, drengja og stúlkna, en fyrst verður fundur á Laugarvegi 14. þann 7. júlí þar sem við tölum um hvar við ætlum að veiða í sumar. Stefnt er að því að fara að veiða einhvers staðar þann 10. júlí nk. Hafðu samband í síma 467-1265 eða…

AFL sparisjóður og Arion banki

Um árabil hefur staða AFLs sparisjóðs verið erfið og óvissa um rekstrarhæfi sem hefur takmarkað möguleika sjóðsins til að veita einstaklingum og sérstaklega fyrirtækjum öfluga fjármálaþjónustu. Nú stendur samruni AFLs sparisjóðs og Arion banka fyrir dyrum eftir að í ljós kom hve alvarleg staða sparisjóðsins í raun er. Ráðist er í samrunann til að koma…

Nýi kirkjugarðurinn snyrtur

Kæru Siglfirðingar. Við höfum nokkrar tekið okkur til og ákveðið að mæta í nýja kirkjugarðinn á morgun, 30. júní klukkan 16.00, og leggja hönd á plóg og snyrta garðinn, og viljum við því biðla til þeirra sem áhuga hafa á að koma með okkur og hjálpa til. Gott væri að einhverjir gætu komið með garðverkfærin…

Hvalaskoðun á Hauganesi

Siglo Sea Safari mun ekki byrja í sumar, eins og ráð hafði þó verið fyrir gert, af óviðráðanlegum ástæðum, en mætir tvíeflt til leiks að ári. Fyrir þau sem áhuga hefðu á hvalaskoðun í seilingarfjarlægð þetta sumarið má óhikað benda á Hauganes við Eyjafjörð, þangað er einungis 40 mínútna akstur, en það er elsta starfandi…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is