Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn er á morgun, Sumardaginn fyrsta. Hann hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Að þessu sinni opna 17 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Þema ársins er „Hafið bláa hafið“. Á Siglufirði verður opið á þremur stöðum. Þetta…

Skipt um rafmagnskapla

Í dag, 20. apríl, mun standa yfir vinna við að skipta um skemmda rafmagnskapla í munna Héðinsfjarðarganga í Skútudal. Að sögn Páls Kristjánssonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri, má búast við skertri lýsingu meðan á vinnu stendur. Myndin hér fyrir ofan var tekin skömmu fyrir hádegi. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kökubasar Leikskólans

Foreldrafélag Leikskála heldur kökubasar í Kiwanishúsinu á morgun, miðvikudaginn 20. apríl, kl. 8.30. Komið og kaupið gómsætar tertur og brauð og styðjið um leið krílin í bænum! Foreldrafélag Leikskála Mynd og texti: Aðsent.

Thelma Dögg fermd í gær

Í gær var Thelma Dögg Þorsteinsdóttir fermd í Siglufjarðarkirkju. Foreldrar hennar eru Halldóra María Elíasdóttir og Þorsteinn Sævar Stefánsson. Ritningargreinin sem Thelma valdi sér er úr Fyrra Pétursbréfi: „Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.“ Systur hennar tvær og móðir völdu sér þessa…

Jenný

Í gær var Jenný Hjaltadóttir færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist 17. mars síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar eru Sandra Finnsdóttir og Hjalti Gunnarsson, Norðurtúni 7 á Siglufirði. Tinna, 7 ára gömul, hélt á litlu systur sinni undir skírnina. Skírnarvottar voru Erla Björnsdóttir og Gunnar Þór Gunnarsson. Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til…

Kertamessa og aðalsafnaðarfundur

Í dag kl. 17.00 verður kertamessa í Siglufjarðarkirkju, á rólegum nótum, við almennan söng og píanóundirleik. Að henni lokinni, um kl. 18.00, verður svo aðalsafnaðarfundur. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Sýnishorn frá Vorhátíð

Vorhátíð 1.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði 13. apríl síðastliðinn og eins og fyrri árin var hún öllum sem að henni stóðu til mikils sóma. Algjörlega frábær skemmtun. Hér má nálgast sýnishorn og líka hér. Sjá annars nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu skólans. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Námskeið í Gamla Slippnum

„Námskeið í viðgerð gamalla trébáta fer fram í Gamla Slippnum þessa dagana, 11.–15. apríl, á vegum Síldarminjasafnsins. Kennari er Hafliði Aðalsteinsson, bátasmiður. Nemendur eru fimm og eru tveir þeirra úr Tækniskólanum í Hafnarfirði. Um er að ræða 75 kennslustundir með fyrirlestrum og verklegum hætti þar sem nemendur taka þátt í viðgerð á Gunnhildi ÓF 18,…

Hettumáfurinn kominn

Hettumáfurinn er kominn í Siglufjörð. Lítill hópur var í Langeyrarhólmanum nú áðan og nokkrir fuglar sveimandi yfir Leirunum. Árið 2013 kom hann 27. mars. Stelkur og heiðagæs eru mætt í Fljótin. Hettumáfurinn er minnstur og grennstur máfategunda okkar. Hann var áður fyrr eingöngu í Austur-Evrópu og Asíu en á síðustu hundrað árum er útbreiðsluaukningin orðin…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is