Óvissuferð fermingarbarna

Sunnudaginn 17. maí lögðu fermingarbörn vetrarins upp í óvissuferð, í tilefni þess að undirbúningi var lokið og ekkert eftir nema sjálf hátíðarstundin. Þetta voru Anna Día Baldvinsdóttir, Árni Haukur Þorgeirsson, Eva Hrund Unnarsdóttir, Friðrik Gauti Stefánsson, Helena Margrét Ingvarsdóttir, Hilmar Þór Halldórsson, Janus Þorsteinsson Roelfs, Rut Jónsdóttir, Sólveig Lilja Brinks Fróðadóttir, Thelma Lind Antonsdóttir og…

Skólahúsið verður fjölbýlishús

„Nýir eigendur að gamla gagnfræðiskólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði hafa óskað eftir að nýta húsið sem fjölbýlishús og er gert ráð fyrir að 14 íbúðir rúmist þar. Fyrirhugað er að byggja kvist á risið og nýta það fyrir tvær íbúðir. Húsið er skráð 1535 fermetrar. Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt breytta notkun á húsinu…

Bæjarráð mótmælir

Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 21. maí 2015 um stöðu og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga: Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarráð Fjallabyggðar og er minnt á það að málefni framhaldsskólanna eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem lagt…

Sigló Hótel að verða tilbúið

„Framkvæmdum miðar vel við nýja hótelið á Siglufirði, Sigló Hótel, en þó næst ekki að opna það þann 1. júní nk. eins og að hafði verið stefnt. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, áætlar að hótelið verði opnað um miðjan júní.“ Þetta segir í frétt í Morgunblaðinu í dag. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu. Ljósmynd: Sigurður…

Fékk trollið í skrúfuna

Röst SK 17 var dregin til hafnar í Siglufirði í gærkvöldi af Nökkva ÞH 27 eftir að hafa fengið trollið í skrúfuna á miðunum, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarskrifstofunni í morgun. Ekki vissu menn þar frekari deili á atvikinu eða stöðunni. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Jafnaðarmannafélagið ályktar

Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum menntamálaráðuneytisins um sameiningu framhaldsskóla á landsbyggðinni. Um er að ræða grófa aðför að menntunarmöguleikum ungs fólks. Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði hefur þegar sannað gildi sitt sem menntastofnun og mikilvægi sitt í Fjallabyggð. Stjórnin undirstrikar mikilvægi þess að stjórnmálaöfl í Fjallabyggð snúi bökum saman í þessu mikilvæga…

Framsóknarfélagið ályktar

Framsóknarfélagið í Fjallabyggð harmar þær fregnir sem berast frá Menntamálaráðuneytinu er varða boðaðan samruna Menntaskólans á Tröllaskaga við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Húsavík. MTR hefur með tilkomu sinni verið mikil lyftistöng í Fjallabyggð sem og á Tröllaskaganum öllum. Mikil fjölbreytni hefur verið í námsframboði skólans og hefur skólinn undanfarin ár verið þéttsetinn nemendum…

Innri höfnin dýpkuð

Undanfarið hefur verið unnið að dýpkun innri hafnarinnar í Siglufirði. „Já, við erum komnir hingað fyrir tilstuðlan Selvíkur ehf. og höfum verið að dýpka í kringum nýja hótelið þannig að Steini Vigg gæti legið við það,“ segir Bergþór Jóhannsson, talsmaður hafnfirska fyrirtækisins sem um framkvæmdina sér. „Auk þess er búið að dýpka meðfram bryggjunni framan…

Fjöregg Fjallabyggðar er í hættu!

Ég er hvorki maður stórra né margra orða. En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu; Menntaskólinn á Tröllaskaga. Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða…

Siglfirðingamessan 17. maí

Nokkrar myndir frá Siglfirðingamessunni í Grafarvogskirkju í fyrradag, 17. maí, voru að berast. Þær má sjá hér fyrir neðan. Myndir: Kristján L. Möller | klm@althingi.is Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is