Kirkjuskóli og aðventuhátíð

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið á 1. sunnudegi í aðventu, kl. 11.15, og nú verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu eftir að hefðbundinni samveru niðri í kirkju lýkur. Aðventuhátíð hefst svo kl. 20.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af…

Þungfært og stórhríð í Fljótum

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja en þungfært og stórhríð í Fljótum, á Tjörnesi, á Hálsum og í Hófaskarði. Éljagangur eða snjókoma mjög víða. Þetta kemur fram í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: Norðaustan 13-20 og snjókoma á annesjum, hvassast á Ströndum, en…

Braut niður karlaveldið

Halla Haraldsdóttir, gler- og myndlistarkona, var ekki há í loftinu þegar hún tók ástfóstri við listagyðjuna og hefur ótrauð fylgt henni síðan, þótt oft hafi á móti blásið. Það var aldrei á döfinni að gefast upp. Það var ekki í boði. Listaverk eftir hana er nú að finna um allt land og allan heim, þar…

Hálfrar aldar gamalt

Um þessar mundir er hálf öld liðin síðan lagið „Á sjó“ sló eftirminnilega í gegn hér á landi. Morgunblaðið er með viðtal við Þorvald Halldórsson í dag af því tilefni. Sjá nánar í meðfylgjandi úrklippu. Á gamla Siglfirðingi.is er einnig að finna áhugaverða grein eftir Jónas Ragnarsson um tilurð lags og texta. Sjá þar. Forsíðumynd:…

Þrjár bækur Ragnars til Frakklands

Þrjár bækur í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar hafa verið seldar til forlags á vegum franska útgáfurisans La Martinère. Um er að ræða Snjóblindu, fyrstu bókina í syrpunni sem farið hefur á topp metsölulista í Bretlandi og Ástralíu, Náttblindu, sem væntanleg er í breskri úgáfu fyrir jólin, sem og einn titil í viðbót úr sömu syrpu. Undir…

Aðalfundur KSS

Aðalfundur Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar verður haldinn 9. desember næstkomandi klukkan 18.00 í Aðalbakaríi, innri sal. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Nýjar félagskonur velkomnar. Stjórnin Mynd og texti: Aðsent.

Fríða Björk í Paradísarheimt

Fríða Björk Gylfadóttir, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015, kann ýmislegt fyrir sér. Það eru engin ný tíðindi. Eflaust kemur Héðinsfjarðartrefillinn stórkostlegi fyrstur upp í huga margra, en saga hennar er miklu dýpri en það. Til að fá örlitla nasasjón af því sem hún hefur verið að fást við í gegnum tíðina er ágætt að líta inn á vinnustofu…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Barnastarfið verður á sínum stað í Siglufjarðarkirkju á morgun, hefst kl. 11.15 eins og venjulega, og síðar um daginn verður svo almenn guðsþjónusta, nánar tiltekið kl. 17.00. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Síldarsögur

„Herring Tales – Síldarsögur – er nafn á nýrri bók sem kom út um miðjan september á vegum Bloomsbury útgáfunnar í London. Höfundurinn, Donald S. Murray, segir þar frá mikilvægi síldarinnar fyrir þjóðir Evrópu frá alda öðli. Hvernig Silfur hafsins mótaði smekk og sögu manna, eins og undirtitill bókarinnar hljómar. Ennfremur segir í kynningartexta útgáfunnar:…

Jóla- og tækifæriskort Systrafélags Siglufjarðarkirkju

Aðventan nálgast og þess vegna eru Systrafélagskonur nú farnar af stað með jóla- og tækifæriskortin sín, alveg hreint splunkuný. Pakkinn, með fjórum kortum í, er á litlar 1.000 kr. Burtfluttir Siglfirðingar geta pantað kort með því að senda tölvubréf á netfangið jullab@simnet.is. Myndir: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is