Allt hvítt í Siglufirði

Það er allt hvítt í Siglufirði eftir veður undanfarinna daga, og kalt að auki. En auðvitað fagurt líka, eins og þessi ljósmynd ber með sér, tekin um níuleytið í morgun. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Rithöfundur í heimsókn

Hollenski rithöfundurinn Marjolijn Hof kynnir á morgun í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði kl. 17.00 nýjustu bók sína sem gerist í bæ á Norðurlandi (Siglufirði). Marjolijn dvaldi í Herhúsinu árið 2010 og þar vann hún að bókinni, sem nefnist DE REGELS VAN DRIE. Sagan hefur hlotið virt verðlaun í heimalandi höfundar. Börn úr 5. bekk Grunnskóla…

Arion banki í Ólafsfirði heldur tvö námskeið

Útibú Arionbanka í Ólafsfirði verður á næstu dögum með tvö námskeið varðandi möguleika Arion appsins, netbankans og nýju hraðbankanna. Það fyrra verður í dag, mánudaginn 20. október, og það seinna miðvikudaginn 22. október. Bæði námskeiðin eru frá kl. 17.00-19.00. Sjá nánar hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Al­vörusnjó­koma í vænd­um

Veður­stof­an vill vekja at­hygli á að fyrsta al­vörusnjó­koma hausts­ins er í vænd­um. Spár gera ráð fyr­ir að vax­andi lægð verði yfir land­inu í dag. Á morgun þokast lægðin aust­ur fyr­ir land og fylg­ir köld norðanátt í kjöl­farið. Mbl.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kirkjuskóli á morgun

Á morgun verður barnastarf Siglufjarðarkirkju á sínum stað, byrjar kl. 11.15 og er til 12.45. Næsta sunnudag, 26. október, dettur tíminn hins vegar niður, enda þá haustfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar; starfsfólk kirkjuskólans hefur um árabil tekið sér frí um sömu helgi. Þetta verður nánar auglýst síðar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Brúðkaup í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar mun heimsfrumsýna gamanleikinn Brúðkaup, eftir Guðmund Ólafsson og í leikstjórn hans, á morgun, föstudaginn 17. október, í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Og hér. Myndir: Aðsendar. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Anna Fält í Siglufjarðarkirkju

Anna Fält dvelur í Herhúsinu þennan mánuðinn. Hún er finnsk þjóðlagasöngkona og músíkant og hefur um árabil haldið tónleika án undirleiks, jafnt í Svíþjóð, þar sem hún býr, og í Finnlandi en einnig víða annars staðar. Hún hefur sérhæft sig í ólíkum sönghefðum, sænskum og finnskum, þar sem hún leitast við að sameina hina björtu…

Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Siglufirði er staðsett í Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu. Fjöldahjálparstöðin verður opin…

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn í Litlu Brekku (Lækjarbrekku) í Reykjavík fimmtudaginn 30. október næstkomandi og hefst kl. 20.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is