Safnar hjörtum í náttúrunni

Ásta Henriksen fæddist á Siglufirði árið 1964 og er uppalin hér, fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Akureyri og þaðan svo í enn frekara nám að honum loknum og hefur undanfarna tvo áratugi verið enskukennari við Verzlunarskóla Íslands. Þegar tækifæri gefast leggur hún stund á göngur til að halda líkamanum í góðu formi og ekki…

Mokað yfir Álfkonustein

Í Selgili á Hvanneyrarströnd er afar merkilegur steinn, í rituðum heimildum kallaður Álfkonusteinn. Hafa varðveist a.m.k. þrjár sögur honum tengdar, ein frá 19. öld og tvær frá 20. öld. Hér er því um menningarverðmæti að ræða. Athygli ritstjóra þessarar vefsíðu var vakin á því í enduðum júnímánuði síðastliðnum að búið væri að færa steininn nánast…

Sala Síldarævintýrismerkis

Næstu kvöld munu krakkar, unglingar og aðrir sem tengjast Blakfélagi Fjallabyggðar (BF) ganga í hús og selja Síldarævintýrismerkið. Merkið kostar 1.000 krónur og mun hluti ágóðans renna til Barna- og unglingaráðs blakfélagsins. Blakfélag Fjallabyggðar er nýstofnað félag sem hefur það markmið að fjölga iðkendum ásamt því að hafa virkt barna- og unglingastarf. Við hvetjum bæjarbúa…

Hlýtur Mörda-verðlaunin

„Náttblinda eftir Ragnar Jónasson hlaut í gærkvöld Mörda-verðlaunin á Harrogate-hátíðinni sem besta þýdda glæpasagan í Bretlandi. Lesendur síðunnar Dead Good Books velja verðlaunabókina á glæpasagnahátíðinni, segir í tilkynningu frá Bjarti & Veröld. Meðal verðlaunahafa í öðrum flokkum voru Robert Galbraith, sem er dulnefni J.K. Rowling og Peter James sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur samtímans.“ Rúv.is…

Krakkamót í strandblaki

Fimmtudaginn næstkomandi, 28. júlí, fer fram krakkamót í strandblaki á strandblaksvellinum á Siglufirði. Mótið hefst kl. 15.00 og munu krakkarnir spila strandblak eitthvað fram eftir degi. Allir keppendur fá verðlaunapening og glaðning fyrir þátttökuna en þátttökugjaldið er 2.000 krónur á keppanda. Tveir, tvær eða tvö eru saman í liði og skáning og nánari upplýsingar eru…

Húlladúllan í heimsókn

Unnur María Bergsveinsdóttir sirkuslistakona, sagnfræðingur og sjálfstætt starfandi húlladansari, er á leiðinni til Siglufjarðar og verður með ókeypis kennslu í notkun húllahringja, nánar tiltekið þriðjudaginn 26. júlí á túninu við Alþýðuhúsið, frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verða líka húllahringir í öllum stærðum til sölu. Sjá nánar hér, hér og hér. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður…

Hvanndalaskriður II

Nokkrir lesendur Siglfirðings.is höfðu samband í kjölfar fréttarinnar af báts- eða skipsvélinni sem Gestur Hansson fann í fjörunni undir Hvanndalaskriðum á dögunum og bentu á heimildir um tvö skip sem farist höfðu á þessum slóðum, annað 24. október 1888, skonnortan Herta eða Hertha, og hitt 22. september 1959, vélbáturinn Margrét NK 49. Í blaði einu…

Strandblaksmót um verslunarmannahelgina

Strandblaksmót Sigló hótel fer fram laugardaginn 30. júlí. Tveir og tveir eru saman í liði og þátttökugjaldið er 5.000 á lið. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki og verður deildarskipt. Hver deild verður kláruð áður en næsta deild byrjar. Glæsilegir vinningar eru fyrir efstu sætin ásamt happdrætti í lok mótsins þar sem allir þátttakendur geta…

Hvanndalaskriður I

Gestur Hansson gekk fram á þessa vél, á myndinni hér fyrir ofan, í fjörunni undir Hvanndalaskriðum í fyrradag. Veit einhver lesenda úr hvaða skipi hún gæti verið komin? Myndir: Gestur Hansson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vill lögreglu í Múlagöng

„Bæjarráð Fjallabyggðar hefur skorað á lögregluyfirvöld að tryggja umferðarstjórn og öryggi vegfarenda um Múlagöng við Ólafsfjörð á álagstímum. Mikið álag er á þessum einbreiðu göngum þegar stórir viðburðir eru á svæðinu. Múlagöng eru 3,4 km á lengd og voru opnuð árið 1991.“ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Texti:…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is