Siglufjarðarskarð

Siglufjarðarskarð hefur ekki verið opið í þrjú sumur í röð og furða margir sig á því. Snjór er ekki mikill þar efra, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í Hraunadal fyrir rúmri viku. Og þótt september heilsi bráðum er ekki þar með sagt að byrji að snjóa fyrr en í október…

Unnið við Salthúsið

„Þessa dagana stendur yfir vinna við Salthús Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Verið er að vinna með ytra byrði hússins og einnig hefur verið byggður kvistur á þakið. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í júní 2014 en eins og þekkt er þá voru hliðar hússins ferjaðar sjóleiðina frá Akureyri í júní árið 2014. Salthúsið er samvinnuverkefni…

80 manna golfmót Siglfirðinga

Hið árlega golfmót Siglfirðinga fór fram á velli GKG á sunnudaginn var. Alls skráðu 72 keppendur sig til leiks. Að þessu sinni var ræst út eftir tímatöflu en verðlaunaafhending fór fram kl. 17.00 og var ánægjulegt hversu margir kylfingar mættu á hana og áttu saman notalega spjallstund um Siglufjörð og Siglfirðinga og eitthvað fleira. Þetta…

Hólm Dýrfjörð látinn

Hólm Kr. Dýrfjörð frá Siglufirði lést á Grund 19. ágúst, 101 árs. Hann var fæddur í Ísafjarðarsýslu 21. febrúar 1914 og ólst upp á Ísafirði. Foreldrar hans voru Kristján Dýrfjörð rafvirki, síðar á Siglufirði, og Anna Halldóra Óladóttir. Fósturforeldrar hans voru Aðalheiður Dýrfjörð, föðursystir hans, og Sigurður Bjarnason. Hálfsystkini hans, samfeðra, eru Bragi, Jón og…

Ertu klár í Útsvar?

„Fjallabyggð hefur borist boð frá RÚV um að senda lið til keppni í árlegan sjónvarpsþátt þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og Fjallabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem var…

Grunnskólinn settur

Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur á mánudaginn kemur, 24. ágúst. Kennsla mun svo hefjast þriðjudaginn 25. ágúst samkvæmt stundatöflu. Sjá nánar hér. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Baldursbrá frumflutt í Hörpu

Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst næstkomandi og er miðasala hafin á harpa.is. Baldursbrá, sem er að hluta til upprunnin á Siglufirði, var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. Uppsetningin nú er samstarfsverkefni Litla…

Vetraráætlun Strætó

Vetraráætlun Strætó á Norður- og Norðausturlandi. Þann 30. ágúst 2015 mun ný vetraráætlun taka gildi á Norður- og Norðausturlandi. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leið 56 • Ekur eina ferð á dag milli Akureyrar og Egilsstaða mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. • Biðstöðin á Egilsstöðum við Miðvang verður lögð af og ný biðstöð tekin í notkun…

Merkjasala Systrafélagskvenna

Systrafélag Siglufjarðarkirkju er að hefja sína árlegu merkjasölu. Gengið verður í hús á Siglufirði og nýja merkið boðið til sölu. Vonast félagið til að íbúar bæjarins taki jafn vel á móti Systrafélagskonum og verið hefur undanfarin ár. Eina markmið Systrafélagsins er að styðja og hlúa að kirkjunni okkar, Siglufjarðarkirkju, og hefur félagið m.a. fjármagnað þær…

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Vegna forfalla er staða grunnskólakennara laus til umsóknar. Um er að ræða afleysingu til áramóta a.m.k. Kennslugrein er tæknimennt (smíðakennsla). Upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir skólastjóri í síma 464-9150 og 845-0467 eða í gegnum netfangið jonina@fjallaskolar.is. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is